Morgunblaðið - 12.06.2012, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 2. J Ú N Í 2 0 1 2
Stofnað 1913 135. tölublað 100. árgangur
BÚIST VIÐ
SKEMMTILEGUM
LOKAÚRSLITUM
GANGA HORN Í HORN KÓRINN VAR
NÁNAST ÓAÐ-
FINNANLEGUR
LEGGJA AÐ BAKI 640 KÍLÓMETRA 10 BEETHOVEN Í HÖRPU 38HÖRKURIMMA Í NBA ÍÞRÓTTIR
„Það gekk mjög á birgðir í vetur
og bændum veitir ekkert af því að fá
gott heyskaparár. Ef það verður við-
varandi þurrkur áfram fara þeir að
hafa áhyggjur af því að ná ekki upp
þeim forða sem þeir þurfa að byggja
upp aftur,“ segir Eiríkur Loftsson,
jarðræktarráðunautur hjá Bún-
aðarsambandi Skagfirðinga.
Mikil þurrkatíð hefur verið á land-
inu undanfarnar vikur og ekki útlit
fyrir að það fari að rigna að neinu
ráði fyrr en seint í næstu viku. Eirík-
ur segir að jarðvegurinn sé orðinn
ansi þurr og þurrkurinn farinn að
tefja sprettu. „Það styttist nú samt í
slátt og gæti verið að menn færu
eitthvað að hreyfa sig um eða undir
næstu helgi.“ »6
Bændur langþreyttir
á þurrki sem kemur
niður á grassprettu
Morgunblaðið/RAX
Óvissa á Spáni vegna evrukrepp-
unnar veldur því að áformum um
kísilmálmframleiðslu á Grundar-
tanga seinkar, að sögn Einars Þor-
steinssonar, forstjóra Elkem á Ís-
landi. Spánn er stór markaður fyrir
sólarkísil.
„Það er kyrrstaða í öllum mál-
um,“ segir Einar. Evrópa sé helsti
markaðurinn og ef það hægi frekar
á efnahagslífi í álfunni muni það
hafa áhrif bæði á magn og verð.
Kínverska ríkið á 80% hlut í móð-
urfélagi Elkem en rætt hefur verið
um fjárfestingu upp á 129 millj-
arða. »4
Evrukreppan bítur
á Grundartanga
Morgunblaðið/RAX
Stóriðja Frá kísiljárnverksmiðju Elkem.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Tófa gerði mikinn usla í æðar- og
kríuvarpi á Stað í Grindavík í síð-
ustu viku. Hermann Ólafsson, út-
vegsbóndi frá Stað, og Jóhannes
Vilbergsson frændi hans veiddu
þar fimm tófur aðfaranótt laug-
ardags. Fyrir hádegi á föstudag
veiddist ein og fimm höfðu verið
unnar dagana á undan. Alls voru
því ellefu tófur unnar í og við varp-
ið á Stað í síðustu viku. Unnið hef-
ur verið að því að byggja upp varp-
ið og þar eru nú 500-600 hreiður.
„Á hverju vori þarf að verja
þetta fyrir vargi,“ sagði Hermann.
„Tófan er verst og henni er alltaf
að fjölga. Geldu dýrin eru á ferð-
inni alla nóttina að sækja sér egg
og grafa þau. Tófan fær aldrei nóg.
Minkurinn er líka slæmur og svo
flugvargurinn, kjóinn, mávurinn og
hrafninn.“
Staður er spölkorn vestan við
Grindavík. Æðarvarpið þar er næst
sjónum og aðeins ofar er kríuvarp-
ið. Tófan kemur svo úr hraununum
þar fyrir ofan til að ná sér í egg og
unga.
MTófustraumurinn »14
Veiddu ellefu tófur í varpinu
Tófunni er alltaf að fjölga, að sögn Hermanns Ólafssonar útvegsbónda
Morgunblaðið/RAX
Tjón Þegar tófan hefur fælt fuglinn
upp eru eggin berskjölduð.
Rúmlega þrjú hundruð krakkar á aldrinum 12-16 ára munu í þessari viku
fá að kynnast fjölda ólíkra kennslugreina þegar þeir sitja námskeið í Há-
skóla unga fólksins sem starfræktur er í Háskóla Íslands.
Nemendurnir koma hvaðanæva af landinu en þeim stendur til boða á
fimmta tug námskeiða, t.a.m. í kínversku, kynjafræði, lyfjafræði og lög-
fræði. Þessir áhugasömu krakkar viðuðu að sér þekkingu í líffræði í gær.
Morgunblaðið/Kristinn
Fróðleiksþyrst börn fá nasaþef af háskólanámi
Útlendingum
sem setjast hér
að og fá íslenska
kennitölu fjölgar
nú á ný. Þjóðskrá
skráði 300 út-
lendinga á svo-
nefnda utan-
garðsskrá sína
fyrstu fimm mán-
uði ársins, sem er aukning um 35%
miðað við sama tímabil í fyrra.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, segir mörg fyrirtæki kvarta
undan því að erfitt sé að manna
störf, m.a. í ferðaþjónustu. »12
Fleiri útlendingar
setjast hér að
Kristján Jónsson
Skúli Hansen
Í fæðingu er samkomulag um að
ljúka þingstörfum. Morgunblaðið
fékk það staðfest frá áreiðanlegum
heimildum í gærkvöldi. Rætt er um
það núna að frumvarp um stjórn
fiskveiða, kerfisbreytingin, og hin
svokallaða rammaáætlun um vernd
og nýtingu orkuauðlinda, nái ekki
fram að ganga. Hins vegar sé gert
ráð fyrir því að veiðigjaldafrum-
varpið verði klárað þó svo að ekki
liggi endanlega fyrir nákvæmlega í
hvaða mynd það verði.
Sömu heimildir herma einnig að á
meðan ekki liggi fyrir hver end-
anleg mynd veiðigjaldafrumvarps-
ins verði séu menn ennþá að ræða
saman og verið sé að skoða það að
ljúka störfum þingsins um næstu
helgi.
Eftir að hnýta lausa enda
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður VG, vildi ekki fullyrða að
samkomulag væri í höfn. „Það á eft-
ir að fara betur yfir þetta. Það er
áfram verið að tala saman, verið að
þreifa fyrir sér, allavega komnar
hugmyndir í gang sem verið er að
vinna út frá núna. Síðan þarf að
bera þetta undir menn en við erum
að reyna að ná utan um þetta.“
Heimildarmenn segja að nokkur
áherslumunur sé milli sjálfstæðis-
manna og framsóknarmanna. Sjálf-
stæðismenn hafa verið harðari and-
stæðingar kerfisbreytinga en þeir
síðarnefndu talið að hægt væri að
lagfæra frumvarpið um fiskveiði-
stjórnunarkerfið og leysa deilurnar
um bæði frumvörpin samtímis.
„Það verður fundað aftur á morg-
un, það er ekki búið að ganga end-
anlega frá þessu,“ sagði Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, formaður
Framsóknarflokksins. „Við höfum
lagt áherslu á það í okkar þingflokki
að menn gætu séð fram á að greiða
þetta veiðigjald án þess að það setti
stóran hluta fyrirtækjanna á haus-
inn. Þetta er í sjálfu sér óleyst
ennþá, það er ekki búið að semja
um það.“
Samkomulag í fæðingu
Uppstokkun á kvótakerfinu frestað en veiðigjald sagt fara í gegn á Alþingi
Steingrímur segir of snemmt að fullyrða að samningar takist um þinglok