Morgunblaðið - 12.06.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.06.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012 Þingvöll, fimmtudaginn 14. júní. Farið verður frá gömlu heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg kl. 10:00 fyrir hádegi og komið til baka á milli kl. 14:00 og 15:00. Verð á mann aðeins kr. 1.000. Leiðsögumaður er Jörmundur Ingi, Reykjavíkurgoði. Barónsstígur 47 101 Reykjavík Sími: 692 4554 Skráning til þátttöku á www.XG.is Hægri grænir, flokkur fólksins efnir til lautarferðar á Skundum á Þingvöll fimmtudaginn 14. júní Allir eldri borgarar hjartanlega velkomnir í dagsferð Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Flugvél Landhelgisgæslunnar TF SIF hélt í síðustu viku til Miðjarð- arhafsins til að sinna almennu eftir- litsflugi á vegum FRONTEX, landa- mærastofnunar Evrópusambandsins. Vélin verður þar í mánuð en í skoðun er að hún verði lengur þar í sumar. Þá fer varðskipið Ægir til Miðjarð- arhafsins í seinnihluta júlí, einnig til verkefna á vegum FRONTEX. Skip- ið verður þar fram í miðjan október samkvæmt upplýsingum Landhelgis- gæslunnar. Sif verður gerð út frá Al- mería á Spáni en Ægir líklega frá Ítalíu. Að sögn Hrafnhildar Brynju Stef- ánsdóttur, upplýsingafulltrúa Land- helgisgæslunnar, fara sjö til átta manns með Sif frá Gæslunni. Áhafnir vélarinnar verða að störfum í tvær vikur í senn. Bæði Sif og Ægir sinntu verkefnum fyrir FRONTEX í Mið- jarðarhafi og Eyjahafi í fyrra. „Menn eru komnir með svo góða þekkingu og flugvélin nær yfir svo miklu stærra svæði en aðrar vélar að hún er orðin mjög eftirsótt í þetta,“ segir Hrafnhildur. Týr á leið til Danmerkur Þá hefur varðskipið Týr verið í verkefni undanfarnar fimm vikur við að draga skip frá Nova Scotia sem á að fara í brotajárn í Danmörku. Sú ferð hefur hins vegar dregist á lang- inn vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Sif og Ægir taka aftur stefnuna suður í höf Morgunblaðið/Árni Sæberg Gæslan TF-SIF á flugi. Vélin er nú á leið til Miðjarðarhafsins.  Flugvél Gæsl- unnar eftirsótt Þónokkuð virðist hafa verið um lagfæringar í miðbæ Reykjavíkur í gær, en veðrið virðist hafa verið einstaklega vel til þess fallið að malbika og mála. Verið var að gera klárt fyrir malbikun í Lækjargötu og hér sjást tveir ungir karlmenn vinna hörðum höndum að viðgerðum á götunni með smáaðstoð frá stærðarinnar gröfu. Einnig unnu tveir menn í veðurblíðunni við það að mála gamla Miðbæjarskólann. Morgunblaðið/Ómar Unnið að lagfæringum í hjarta miðbæjarins SVIÐSLJÓS Skúli Hansen skulih@mbl.is Mikið hefur verið rætt um þinglok í fjölmiðlum landsins á síðustu dögum og þá hafa þingmenn deilt um það hvort störf Alþingis svona nálægt forsetakosningum skyggi á umrædd- ar kosningar og hvort þau valdi því jafnvel að athygli kjósenda dreifist um of. Kosið er til forseta 30. júní, eftir 18 daga. „Þetta er náttúrlega fordæm- islaust, það er klárt mál. Þetta hefur svosem ekki gerst áður að þingið sitji svona lengi svo að menn hafa ekkert til að styðjast við um hvaða áhrif þetta hafi,“ segir Ari Trausti Guð- mundsson forsetaframbjóðandi að- spurður hvort hann hafi áhyggjur af því að áframhaldandi þingseta skyggi á forsetakosningarnar og hafi jafnvel áhrif á kosningabaráttuna. Að sögn Ara Trausta er það að einhverju leyti undir fjölmiðlum sjálfum komið hversu mikið pláss þeir láni þinginu og hversu mikið pláss þeir láni forsetakosningunum. „Auðvitað er ágætt að þessu fari að ljúka, en hvort við fáum eina eða tvær vikur í frí frá þinginu er erfitt að segja,“ segir Ari Trausti. Segir þingmenn hljóta að geta komið sér saman um þinglok „Í sjálfu sér hef ég ekki áhyggjur af því. Ég held að þingið þurfi svo- sem ekki mikið að þvælast fyrir þessum forsetakosningum,“ segir Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóð- andi aðspurð hvort hún hafi áhyggj- ur af því að áframhaldandi seta þingsins skyggi á forsetakosning- arnar, og bætir við: „Á hinn bóginn hefur það nú verið hefð að gefa þeim [forsetakosningunum] rými og þingið verið rofið fyrr og ætli menn hljóti ekki að geta komið sér saman um það.“ Spurð hvort hún telji að áfram- haldandi seta þingsins geti mögulega dreift óþarflega athygli kjósenda segir Þóra að það fari allt eftir því hvað verði í gangi á þinginu, hvernig menn ætli að leysa úr þessum málum og hversu lengi það dragist. „Það er ekkert við þessu að gera. Vonandi gengur þinginu vel,“ segir Herdís Þorgeirsdóttir forseta- frambjóðandi spurð út í afstöðu sína í þessu máli. Klári stórmál fyrir sumarfrí „Ég var nú svo sem ekki búin að velta því neitt fyrir mér en þingið dregst náttúrlega allt of lengi,“ segir Andrea Jóhanna Ólafsdóttir forseta- frambjóðandi spurð út í afstöðu sína til áframhaldandi setu þingsins sam- hliða forsetakosningum og hvort hún hafi áhyggjur af áhrifum þess á kosningarnar, og bætir við: „Ætli það sé ekki eðlilegt að þau taki sinn tíma til þess að afgreiða þau mál sem mikilvægt er að afgreiða áður en far- ið er í sumarfrí.“ Ekki náðist í Ólaf Ragnar Gríms- son og Hannes Bjarnason við vinnslu fréttarinnar. Þingið teygir sig inn í baráttuna  Ari Trausti: Ágætt að þingi fari að ljúka  Þóra: Hefð fyrir að gefa forsetakosningum rými  Herdís: „Ekkert við þessu að gera“  Andrea: Eðlilegt að taka tíma til að afgreiða mikilvæg mál Ari Trausti Guðmundsson Andrea Jóhanna Ólafsdóttir Þóra Arnórsdóttir Herdís Þorgeirsdóttir Gæftir hafa verið misjafnar fyrir smábátana það sem af er þessum mánuði. Verð á fiskmörkuðum hefur hins vegar verið hátt síðustu daga og vöntun verið á fiski. Það er meðal annars vegna þess að stærri bátar voru flestir bundnir við bryggju frá sjómannadegi og fram undir lok síð- ustu viku. Meðalverðið yfir landið fyrir kíló af slægðum þorski var 351 króna á fismörkuðunum í gær og ýsukílóið fór á 362 krónur. Í síðustu viku voru dæmi um að góður þorskur færi á 500 krónur og stór ýsa var nánast á sama verði. Alls er 631 bátur kominn með leyfi til strandveiða. 516 þeirra hafa land- að afla í júnímánuði, en það er 70 bátum færra en komu með afla í maímánuði. aij@mbl.is Gott verð á mörkuðum og vöntun á fiski Þorskur Vöntun er á fiski. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.