Morgunblaðið - 12.06.2012, Síða 11

Morgunblaðið - 12.06.2012, Síða 11
Morgunblaðið/Styrmir Kári Í loftköstum Tilhlökkunin er mikil hjá Sexunum bláu og rauðu enda mikið framundan, fjögurra vikna ganga á fjöll- um. Frá vinstri: Margrét, Emelía, Anna Lára, Guðrún, Kristín Jóna og Sigrún. urtask sem tilheyrir. „Við erum með eitt sex manna tjald en við ætlum líka að nýta okkur einhverja skála sem verða á vegi okkar. Við göngum með matarbirgðir mest í fimm daga og þá eru pokarnir okkar vel þungir, en þeir eru um 20 kg þegar mest er í þeim. Við getum að sjálfsögðu ekki gengið með matarbirgðir á bakinu fyrir heilan mánuð og því munum við fá matarsendingar á vissu millibili. Við höfum þurft að pakka miklu af þurrmat, harðfiski og kexi sem við erum búnar að koma fyrir hér og þar um landið, til að við getum fyllt á matarbirgðirnar. Við viljum vera sjálfbjarga en ekki háðar því að karl- arnir okkar mæti á einhvern stað með vistir.“ Fólk í sveitum hjálplegt „Við höfum hringt í bændur og búalið sem hefur komið kössunum okkar fyrir í hinum ýmsu skálum á leið okkar og undirbúningurinn hefur verið stórskemmtilegur. Fólk er svo frábærlega hjálplegt, við höfum hringt í fólk á sveitabæjum sem við þekkjum ekkert og allir eru tilbúnir til að leggja okkur lið. Við höfum líka þurft að spyrja heimafólk um vöð á ám, hvernig staðan sé í skálum, fá lykla og fleira. Nokkrar ár verða á vegi okkar og við þurfum að vaða yfir bæði Jökulsá eystri og vestari en Skjálfandafljótið og Jökulsá á Fjöll- um förum við sennilega yfir á brúm. Við viljum komast sem beinasta leið en brýrnar eru ekki alltaf þar sem við viljum hafa þær.“ Það er heilmikil vinna að skipuleggja svona langa ferð og þær eru búnar að liggja yfir kortunum. „Með hjálp góðs vinar okkar, Hilmars Aðalsteinssonar, er- um við komnar með leiðina inn í gps- tækin sem við göngum með.“ Mammútsystur fara víða Emilía segir að margir spyrji þær hvað þær ætli að gera við fjöl- skyldurnar sínar á meðan þær eru á fjöllum í fjórar vikur. „Ef við værum karlar myndi sjálfsagt enginn spyrja okkur að þessu. Karlarnir okkar eru ægilega montnir af okkur og aðstoða okkur. Við erum allar fjörutíu plús og börnin því flest orðin stálpuð og þau sem eru enn heima hafa gott af því að taka ábyrgð á meðan við erum í burtu.“ Konurnar í Sexunum eru ekki óvanar, því þær eru hluti af hópi sem hefur gengið saman frá því árið 2005 og kallar sig Mammútsystur. „Við erum fjórtán kerlingar í þeim hópi og fjórar okkar gengu árið 2008 á Kilimanjaro og komumst allar á toppinn, Uhuru Peak. Þá var ákveðið að fara framvegis á tveggja ára fresti í meiriháttar gönguferð. Við byrjuð- um á því þegar þrjár okkar fóru þvert yfir landið með allt á bakinu fyrir tveimur árum, frá Reykjanestá að Fonti á Langanesi, sem er um 650 kílómetra leið. Við komum sumar inn í þá ferð og gengum með þeim hluta af leiðinni. Við erum líka búnar að ganga á öll þessi helstu fjöll og jökla; Hvannadalshnjúk, Hrútfellstinda, Þverártindsegg, Miðfellstind og fullt fullt af öðrum fjöllum og gönguleið- um.“ Enginn hefur farið þessa leið áður svo við vitum, þetta eru 640 km. A facebook: Sexurnar Horn í Horn. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012 fram eftir og þar getur fólk fengið sér hressingu í mat og drykk eftir gönguna. Fólk sem vill koma í gönguna getur ýmist tekið ferjuna út í Viðey kl 18.15 eða 19.15, allt eftir því hvort það vill fá sér hressingu áður en það leggur af stað eða ekki.“ Guðlaug segir að á hverjum þriðjudegi verði nýr leiðsögumaður og hægt sé að sjá á síðunni videy.com hver er hvaða dag. „Hestarnir eru komnir út í Viðey en hestaleigan í Laxnesi er þar með 20 hesta og fólk sem gerir sér ferð út í eyju getur farið um hana á reiðskjótum eða leyft börnunum að fara á bak.“ Áætlun ferjunnar hefst daglega kl. 11.15 og er á klukkutímafresti korter yfir heila tímann og síðasta ferðin á áætlun er korter yfir fimm. „Fyrsta gangan var í síðustu viku og þá sagði Agnar Jónsson frá skipsköðum í Viðey,“ segir Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, verkefnisstjóri Viðeyjar, en boðið verður upp á hinar árlegu þriðjudagsgöngur með leiðsögn í Viðey í allt sumar. „Í kvöld ætlar Jóhann Óli Hilmarsson fugla- fræðingur að fara fyrir göngunni og þetta verður því gönguferð með fuglaskoðunarívafi. Við leggjum svo í hann klukkan hálfátta frá Viðeyjarstofu og Jóhann Óli leiðir okkur í göngunni í allan sannleikann um fuglalífið í Viðey, sem er mjög fjörugt þar á þessum árstíma. Ung- arnir eru komnir úr eggjum sínum en yfir þrjátíu teg- undir fugla verpa í eyjunni. Þetta er róleg ganga og tek- ur um einn og hálfan til tvo tíma. Viðeyjarstofa er opin Boðið upp á þriðjudagsgöngur með leiðsögn í Viðey Morgunblaðið/Heiddi Klárir í bátana Hér er verið að flytja hesta út í Viðey en þeir verða þar í allt sumar, til þjónustu reiðubúnir fyrir gesti. Viðeyjargöngur í allt sumar Í dag, þriðjudag, fer fram minningar- hlaup Guðmundar Karls Gíslasonar. Upphaf hlaups er við Hrafnhóla- gatnamót klukkan 17:30. Fyrst verður hlaupið að Skeggja- stöðum, upp með Leirvogsá, framhjá Tröllafossi og yfir ána á vaði. Þá verð- ur farið sunnan Stardalshnúks, að Stardal, út á þjóðveg aftur og að gatnamótum Skálafellsvegar. Þar verður stoppað um stund og því næst hlaupinn þjóðvegurinn til baka. Um er að ræða félagshlaup en ekki keppnishlaup og engin formleg skráning né tímataka fer fram. Heildarvegalengdin er 14,4 km: 9,2 km uppeftir og 5,2 km niður eftir. Félagshlaup Utanvega Í minningarhlaupinu verð- ur m.a. hlaupið yfir Leirvogsá á vaði. Minningarhlaup í dag FRÁBÆR VERÐ Á FLOTTUM MERKJUM frá SPEEDO í miklu úrvali fyrir alla aldurshópa Opið: Virka daga kl. 11-18 Laugardaga kl. 11-16 Sunnudaga kl. 13-17 Vínlandsleið 6 113 Reykjavík Dömustærðir Verð: 7.990 - 12.990 kr. Outlet-verð: frá 4.990 kr. Stelpustærðir: Verð: 6.990 kr. Outlet-verð: 3.990 kr. Dömustærðir Verð: 7.990 kr. Outlet-verð: frá 1.990 kr. Stelpustærðir: Verð: 5.990 kr. Outlet-verð: 3.990 kr Herrastærðir: Verð: 5.990 kr. Outlet-verð: 3.990 kr. Strákastærðir: Verð: 4.990 kr. Outlet-verð: 2.990 kr. Herrastærðir Verð:6.990 - 9.990 kr. Outlet-verð: 3.990 kr. Strákastærðir: Verð: 4.990 kr. Outlet-verð: 2.990 kr. Sundföt Bikiní WatershortsSundskýlur Sundbolir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.