Morgunblaðið - 12.06.2012, Side 16

Morgunblaðið - 12.06.2012, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012 ið að gera við hann í gegn um tíðina. „Ég hugsa þó að kjölurinn sé upp- runalegur. Hann er allt öðruvísi en það sem við þekkjum frá íslenskum skipasmiðum,“ segir Eggert. Lengi hefur staðið til að gera bátinn upp og varðveita. Átti að gera það á Minja- safninu á Hnjóti. „Hún var komin á flæking svo ég tók hana til mín aftur því mér fannst hún eiga það skilið, greyið, að vera gerð upp. Þetta er orðið svo gamalt að það er í raun sér- stakt að það skuli enn hanga saman. Hún heldur þó laginu,“ segir Jón. Ekki hefur verið ákveðið hvenær smíðinni lýkur. Eggert segir alveg nauðsynlegt að það verði fyrir sjó- mannadaginn að ári, helst fyrr. „Ég set hana á flot, og allt það, en svo geymi ég hana á góðum stað. Ég vona að þeir sem taki við sýni þann sóma að varðveita hana vel til fram- tíðar,“ segir Jón. Haldið upp á aldarafmæli Áhugi Jóns á að varðveita skip hefur áður komið fram. Hann varð- veitir elsta stálskip landsins, Garðar BA, uppi í fjöru í Skápadal í Pat- reksfirði og hélt upp á 100 ára af- mæli þess á dögunum. „Það passa ekki margir upp á þessa báta. Þú værir ekki að ræða við mig ef ekki hefðu verið skip í þessu landi. Þau hafa bjargað þjóðinni fram til þessa. Það eru varðveitt ótal amboð í byggðasöfnum en lítið gert af því að gæta skipanna,“ segir Jón. Garðar er gamalt hvalveiðiskip, smíðað í Noregi 1912 og þjónaði sem slíkt í Noregi og Færeyjum. Það var komið yfir þrítugt þegar það var keypt til Íslands og breytt í fiski- skip. Jón segir að eftir breyting- arnar hafi flokkunarfélag tekið það út sem nýtt skip. „Stálið í skrokknum er sérstakt og það er hnoðað saman. Menn sögðust aldrei hafa kynnst slíku stáli,“ segir Jón sem telur að skrokkurinn þoli marga áratugi til viðbótar þótt margt annað kunni að eyðileggjast. Þegar Jón keypti Garðar var hann farinn að huga að því að fara í land til að geta sinnt fiskvinnslunni en frestaði því um fimm ár til að geta verið sjálfur með skipið. Hann ber sterkar taugar til þess. „Það gekk vel með bátinn. Hann varð næst- aflahæstur eina vertíðina og með mesta aflaverðmætið,“ segir skip- stjórinn. Sem dæmi um hvað stálið er sterkt nefnir hann að stýrimaðurinn hafi einhvern tímann sofnað á heim- stíminu og skipið siglt á fullri ferð upp í stórgrýti. „Hann flaut aftur eftir tvo tíma og ekki sást dæld á honum. Mér fannst frekar að bónd- inn ætti að fara í mál við mig vegna skemmda á fjörunni,“ segir Jón. Vinsæll viðkomustaður Þegar Garðar hafði lokið hlutverki sínu ákvað Jón að varðveita hann, frekar en að láta sökkva honum eða setja í brotajárn. Hann gróf skurð upp á sandinn í Skápadal og sigldi á fullri ferð upp í eyrina. Þar hefur skipið verið vinsæll viðkomustaður ferðafólks frá 1981. Fyrstu árin var ljósavélin keyrð í svartasta skamm- deginu fyrir jólaseríu sem strengd var stafna á milli. „Hann er líka búinn að gera lukku í landi,“ segir Jón. Haldið var upp á 100 ára afmæli Garðars við skipshlið í Skápadal fyr- ir sjómannadag. Skipið var málað, „fært í sparifötin“ eins og eigandinn orðar það. Fjöldi gesta kom í grill- veislu, meðal annars margir úr síð- ustu áhöfn skipsins. Jón var ánægð- ur með þá virðingu sem gestirnir sýndu öldungnum. Bjargvætti gert til góða  Jón Magnússon, skipstjóri á Patreksfirði, lætur gera upp 104 ára skektu sem hann notaði ungur til að sækja björg í bú  Fagnaði 100 ára afmæli Garðars BA sem varðveittur er í fjörunni í Skápadal VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Hún var notuð eiginlega á hverjum degi eftir að ég man eftir mér, var að- albjargvættur heimilisins,“ segir Jón Magnússon, útgerðarmaður á Pat- reksfirði. Hann er að láta gera upp skektuna Teistu sem fylgt hefur fjölskyldu hans í 104 ár. „Pabbi keypti hana frá Noregi 1908 svo hún er orðin rösklega hundrað ára göm- ul,“ segir Jón sem sjálfur er talsvert yngri, eða 82 ára gamall. Hann var lengi skipstjóri og er einn af eig- endum undirstöðufyrirtækis Pat- reksfirðinga, Odda hf. Jón ólst upp á Hlaðseyri við Pat- reksfjörð og segir að Teista hafi ver- ið í notkun allt árið. „Við lifðum mikið á fugli sem við skutum. Á sumrin var fiskað og smásíld háfuð og gefin skepnunum. Skektan skaffaði helm- inginn af því sem þurfti fyrir þessa stóru fjölskyldu. Við vorum ekki með nema 50-55 rollur, hundur myndi ekki lifa af því í dag. Svo fórum við á henni í kaupstað, út á Patreksfjörð, jafnvel með fisk ef við fiskuðum meira en við þurftum,“ segir Jón. „Maður var nú ekki gamall þegar maður byrjaði að róa á þessu þvers og kruss um allan fjörð. Það var létt að róa henni og stundum setti maður upp segl þegar það var byr,“ segir Jón skipstjóri. Á þetta skilið, greyið Teista er innan við 5 metrar að lengd og aðeins 1,30 á breidd. Eggert Björnsson, sjómaður og áhugamaður um varðveislu gamalla íslenskra báta, er að gera hana upp. Báturinn er illa farinn þótt mikið hafi verið bú- Jón Magnússon Ljósmynd/Magnús Ólafs Hansson Endurgerð Gamla norska skektan er illa farin og í raun lítið eftir af upprunalegu efni annað en kjölurinn, eftir þvæling á milli manna. Hún hefur þó haldið lagi sínu. Eggert Björnsson vinnur að smíðinni. Ljósmynd/Gunnlaugur Albertsson Grill og sögur Fjöldi gesta kom í veislu sem haldin var við skipshlið í Skápa- dal í tilefni af 100 ára afmæli Garðars BA, m.a. nokkrir úr síðustu áhöfninni. Vörubílastöðin Þróttur býður fjölbreytta þjónustu og ræður yfir stórum flota atvinnutækja til margvíslegra verka ÖFLUGIR Í SAMSTARFI VIÐ LÓÐAFRAMKVÆMDIR · Fellum tré og fjarlægum garðarúrgang · Grjóthleðsla með sérhæfðum kranabílum · Seljum hellusand og útvegum mold ÞRÓTTUR TIL ALLRA VERKA SÆVARHÖFÐA 12 · SÍMI 577 5400 · THROTTUR.IS Ólafur Bernódusson Skagaströnd | Tveir öflugir áhuga- ljósmyndarar, Jón Hilmarsson og Arnar Ólafur Viggósson, héldu ný- lega sýningu á landslagsmyndum í íþróttahúsinu. Var aðsókn að sýn- ingunni góð og létu gestir vel af verkum tvímenninganna. Jón er skólastjóri grunnskólans á Hofsósi og voru flestar mynda hans teknar í Skagafirði við ýmsar aðstæður. Jón hefur haldið nokkrar einkasýningar og eftir hann liggur ljósmyndabók sem hefur selst ágætlega að hans sögn. Arnar Ólafur er togarasjómað- ur á Skagaströnd og hefur hann lagt stund á áhugamál sitt í allmörg ár. Þó þetta sé hans fyrsta ljós- myndasýning er engan byrj- endabrag að sjá á myndum hans. Arnar hefur unnið til verðlauna á nokkrum ljósmyndasíðum á int- ernetinu en hann heldur út fallegri flickr-síðu þar sem áhugasamir geta skoðað verk hans. Menningarráð Norðurlands vestra og minning- arsjóður um hjónin í Garði og Vind- hæli styrktu sýningu þeirra Jóns og Arnars Ólafs. Morgunblaðið/Ólafur Beródusson Sjómaður og skóla- stjóri sýna myndir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.