Morgunblaðið - 12.06.2012, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012
Eftir Björn Björnsson
Sauðárkrókur | Góður hópur fólks
beið í Menningarhúsinu Miðgarði
eftir komu hjólreiðakappans Snorra
Más Snorrasonar, en hann fer nú
hringveginn til þess að minna Park-
insons sjúklinga og raunar alla á
gildi hreyfingar og heilsuræktar.
Sagði Snorri að reglubundin
hreyfing og heilsurækt spornaði um-
talsvert við þeim áhrifum sem þeir
yrðu fyrir sem greindust með Park-
insons. „Ég lofa aldeilis ekki eilífu
lífi, en ég lofa ykkur betra lífi,“ sagði
þessi magnaði íþróttamaður sem
greindist með Parkinson fyrir fjór-
um árum.
Eftir nokkra seinkun kom Snorri
ásamt konu sinni, Kristrúnu Helgu
Björnsdóttur, akandi frá Blönduósi,
en þar lét hann staðar numið í þess-
um áfanga þó að ætlunin væri að
komast í Varmahlíð. En eftir að hafa
hjólað í tæplega níu tíma frá Stað-
arskála á móti ískaldri 10 - 12 m/sek
norðanátt þótti Snorra nóg komið á
Blönduósi í bili og ók til Varmahlíð-
ar. „Ég skil þó ekki eftir neinn part
af leiðinni, en fer bara þangað aftur
og legg þaðan upp í fyrramálið og nú
hlýt ég að hafa lagt inn fyrir ann-
aðhvort meðvindi eða logni, því að
þetta hefur verið alveg rosalega erf-
itt, að hafa svona storminn í fangið.
Ég til dæmis gat ekki nýtt mér
rennslið niður Holtavörðuheiðina, ég
varð að hjóla,“ sagði Snorri sem lét
þó engan bilbug á sér finna. Hann
sagðist hafa ætlað einn dag í tíma-
jöfnun á Akureyri, en nú væri ljóst
að hann yrði að nota að minnsta
kosti hluta þess dags til að halda
áætlun, en frá Akureyri gera þrír
vinir hans ráð fyrir að hjóla með
honum til Egilsstaða, en í þeim hópi
er einn sem er tólf ára.
Í Miðgarði voru komnir nokkrir
félagar þeirra Kristrúnar og Snorra
úr Parkinsons samtökunum í
Reykjavík ásamt um tuttugu fé-
lögum sama félags í Skagafirði til
þess að fagna með honum þessum
áfanga á langri og erfiðri ferð. Meðal
sunnanfólks var formaður Reykja-
víkursamtakanna og einnig fyrr-
verandi stjórnarmenn og vinir.
Var slegið upp jafningjastuðn-
ingsfundi þar sem nokkur ávörp
voru flutt og síðan almennt
spjall um ferðina sem hófst í
Reykjavík 3. júní en áætlað
er að henni ljúki þann 23.
sama mánaðar.
Ekki eilíft líf en
betra með hreyfingu
Hjólar hringveginn til að minna alla á gildi líkamsræktar
Hjólagarpur Snorri Már er nú kominn á Egilsstaði og því hálfnaður. Hér hjólar hann í Öxnadal þar sem hann fékk
blessaða blíðuna beint í fangið eins og orðar það á Facebook síðu sinni sem ber nafnið Skemmtiferðin.
Snorri sagðist ekki vera á
þessari „skemmtiferð“ sinni
til þess að safna áheitum eða
peningum, þessa ferð færi
hann fyrir sig. Hitt sagðist
hann vilja taka fram að fjöl-
margir hefðu aðstoðað sig
mjög rausnarlega og nefndi í
því tilviki vinnuveitendur sína
í Prentsmiðjunni Odda, – „en
ég vil að þið öll, og sér-
staklega þeir sem fengið
hafa Parkinsonsgrein-
ingu, hreyfið ykkur svo-
lítið meira, – og lofið
mér því. Ég er ekki
með því að lofa ykkur
eilífu lífi – en ég lofa
ykkur betra lífi“,
sagði þessi
magnaði af-
reksmaður
að lokum.
Fer þessa
ferð fyrir sig
SNORRI MÁR SNORRASON
Snorri Már
Snorrason
Aska á vegum getur ennþá valdið
slysum, en um helgina valt bifreið á
hringveginum við Gígjukvísl.
Bjarni Jón Finnsson, yfirverkstjóri
hjá Vegagerðinni í Vík í Mýrdal,
segir að askan sé viðvarandi vanda-
mál, einkum við brýr og vegrið.
„Þetta byrjaði eftir gosið í fyrra í
Grímsvötnum og sum svæði hafa
glímt við þetta síðan Eyjafjallajök-
ulsgosið var,“ segir Bjarni Jón.
Þegar ekið er inn í ösku sem
safnast hefur fyrir á vegi er það lík-
ast því að aka inn í þéttan og þung-
an snjó, að sögn Einars Magnúsar
Magnússonar, upplýsingafulltrúa
Umferðarstofu. Í bleytu geti askan
gert veginn mjög hálan.
Ökumenn þurfa að gæta að sér þar sem
aska safnast fyrir á vegum
Fulltrúar Norræna hússins í
Reykjavík kynntu í gær starfið í
sumar en tónleikar verða í gróð-
urhúsinu alla fimmtudaga kl. 16:30
og ókeypis inn. Fuglaskoðun verður
í friðlandinu við Norræna húsið alla
laugardaga kl. 14 undir stjórn liðs-
manna Fuglaverndarfélags Íslands.
Áður hefur komið fram að krían,
sem virtist hafa gefist upp á að verpa
á svæðinu, er nú komin aftur, 10-15
kríuhreiður er nú í Vatnsmýrinni.
„Við viljum leggja áherslu á nátt-
úrulegar og heilsusamlegar lífs-
venjur,“ segir í grein Max Dager,
forstjóra hússins. „Við viljum að
gestir okkar skilji hvernig hlutirnir
eru hver öðrum háðir, hvernig vist-
kerfi eru uppbyggð o.s.frv. Við vilj-
um nota endurheimt votlendisins til
að breyta þjóðfélaginu...
Til að fá fólk til að taka þátt í
þessu með okkur höfum við sett upp
vefmyndavél í miðju fuglafriðland-
inu svo þú getir setið heima við og
horft á hreiður í nærmynd eða fylgst
með uppáhaldsfuglinum þínum í
rauntíma.“
Hægt er að kaupa nestiskörfu í
húsinu alla daga milli 12 og 17. Þess
má geta að boðið verður í haust upp
á náttúruskóla fyrir nemendur í 4.
og 6. bekk grunnskóla. Að sögn
Helgu Viðarsdóttur markaðsstjóra
munu þau fá fræðslu um svæðið, líf-
ríki plantna og dýra í og umhverfis
Vatnsmýrina. kjon@mbl.is
Margt í boði í Norræna
húsinu í sumar
Tónleikar og
fuglaskoðun í
Vatnsmýrinni
Morgunblaðið/Ómar
Kynning Helga Viðarsdóttir, markaðsstjóri Norræna hússins, og Max
Dager, forstjóri Norræna hússins, segja frá sumardagskránni í gær.