Morgunblaðið - 12.06.2012, Page 18

Morgunblaðið - 12.06.2012, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012 STUTTAR FRÉTTIR ● Sigþór Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landsbréfa, dótt- urfélags Landsbankans. Mun hann leiða frekari uppbyggingu félagsins, við- skiptaþróun og markaðssókn, segir í til- kynningu, en ákveðið hefur verið Lands- bréf hf. taki yfir rekstur Horns, fjárfestingarfélags hf. Sigþór er viðskiptafræðingur frá Há- skóla íslands og löggiltur verð- bréfamiðlari. Kemur hann til Lands- bréfa frá Stefni hf. þar sem hann hefur undanfarið gegnt starfi forstöðumanns sérhæfðra fjárfestinga Sigþór til Landsbréfa ● Reyka-vodki verður seldur í 181 Wait- rose-verslun í Bretlandi og á flottum börum. Waitrose eru lúxusmatvöru- markaðir þar í landi, með yfir 240 versl- anir. Þetta kemur fram í frétt á vefnum DRB – Drinks Business Review. Vodkinn er framleiddur í Borgarnesi af skoska fyrirtækinu William Grant & sons í samstarfi við Ölgerðina. Skoska fyrirtækið framleiðir m.a. Grant’s, sem er þekkt viskítegund. First Drinks, dreifingar- og markaðs- fyrirtæki í eigu William Grant & sons, hefur tekið Reyka-vodka upp á sína arma og annast söluna í Bretlandi. Reyka-vodki í 181 verslun í Bretlandi Landsbankinn hefur ákveðið að lækka verðmiðann á fasteignafélag- inu Regin sem fleytt verður á hluta- bréfamarkað von bráðar. Bankinn á allt hlutafé í Regin. Auk þess var til- kynnt á föstudaginn að bankinn ætl- aði ekki að selja allt hlutaféð í fast- eignafélaginu, líkt og stefnt var að, heldur mun hann halda eftir 25% hlut. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, var ákveðið að gera framangreindar breytingar til að tryggja að útboðið heppnaðist sem best og að tilhlýði- legur fjöldi hluthafa fengist svo að skilyrðum Kauphallarinnar fyrir skráningu yrði fullnægt. Heimildir Morgunblaðsins herma að fjárfest- um hafi þótt upphaflegar verðhug- myndir Lands- bankans of háar. Útboðið á hlutabréfum Regins fer fram 18. og 19. júní og í kjölfarið verður það skráð í Kaup- höllina. Sam- kvæmt útboðs- genginu er Reginn metinn á bilinu 10,5 til 15,5 milljarða króna. Er þetta nokkur lækkun frá áður kynntu mati sem var 14,2 til 18,3 milljarðar króna. Landsbankinn vill með áframhaldandi eignarhlut sín- um undirstrika trú sína á fasteigna- félaginu og framtíð þess, segir í til- kynningu. gunnhildur@mbl.is Verðmiðinn á Regin lækkar Smáralind Ein eigna Regins. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Markaðir um allan heim tóku vel við sér í gær eftir að ljóst varð um helgina að ESB myndi hlaupa undir bagga með Spánverjum og fjármála- stofnunum þeirra með neyðarlánum. Vermirinn var þó skammgóður. Óvissuþáttum um frekari þróun á evrusvæðinu hefur síst fækkað, end- anleg lánsfjárhæð liggur ekki fyrir frekar en endanleg kjör og skilyrði ESB fyrir lánveitingunni. Þá standa kosningar fyrir dyrum í Grikklandi auk þess sem enn er óljóst hvernig Spánverjum mun takast að greiða úr málum heima fyrir þrátt fyrir ný- fengna aðstoð. Óvissa varðandi næstu skref á Spáni Áhyggjur fjárfesta má meðal ann- ars rekja til óvissu um hvaða skilyrði nákvæmlega fylgja lánveitingu Evr- ópusambandsins til Spánar en lítið er enn vitað hver þau nákvæmlega eru. Ollie Rehn, efnahagsmálastjóri fram- kvæmdastjórnar ESB, lofaði þó að það yrði fljótt í samtali við AFP- fréttastofuna í gær. Rétt eins og enn er óljóst hversu há endanleg lánsfjár- hæð til landsins verður þykir einnig óljóst til hvaða aðgerða spænsk yfir- völd hyggjast grípa heima fyrir til að fyrirbyggja að aðstæður þar versni enn frekar. Hafa spænsk stjórnvöld sagst ætla að halda áfram að vinna samkvæmt fyrri áætlun að efnahags- umbótum en í þeim felst að fjár- magna sig með hefðbundnum hætti á lánsfjármörkuðum. Það gæti þó reynst þrautin þyngri þar sem kaup- endur að spænskum ríkisskuldabréf- um hafa í seinni tíð einkum verið spænskir bankar, þeir hinir sömu og hafa nú verið leystir út með neyðarl- ánum frá Evrópusambandinu. Þrátt fyrir vilyrði ESB um aðstoð um helgina lækkaði matsfyrirtækið Fitch t.d. tvo spænska banka í ein- kunn á mánudag, bankana Santander og BBVA, úr A í BBB, og sagði horf- ur þeirra neikvæðar. Óttast mark- aðsaðilar keðjuverkun sem endað gæti í óefni fyrir spænska ríkið verði ekkert að gert. Kosningar í Grikklandi spurningarmerki Annar óvissuþáttur sem skekur markaði tengist útkomu kosninganna í Grikklandi um næstu helgi. Stjórn- arandstöðuflokkurinn Syriza mælist þar með mikið fylgi en hann er and- snúinn aðhaldsaðgerðum núverandi stjórnvalda. Óttast fjárfestar að komist Syriza til valda sé útséð með frekari þátttöku Grikkja í evrusam- starfinu með tilheyrandi byltu fyrir önnur lönd svæðisins. Velta menn fyrir sér hvort Ítalir yrðu þá næstir til að leita ásjár ESB. Samkvæmt nýjustu tölum dróst ítalska hagkerfið saman um 0,8 prósent á fyrstu þrem- ur mánuðum ársins 2012. Hreyfingar á mörkuðum Eins og reiknað hafði verið með fóru viðskipti á verðbréfamörkuðum í Asíu og Evrópu vel af stað eftir frétt- ir helgarinnar. Víða hækkuðu vísitöl- ur við upphaf viðskipta en heldur dró þó úr hækkunum þegar leið á daginn og höfðu flestar gengið til baka við lokun markaða. Ávöxtunarkrafa á ítölsk og spænsk skuldabréf hækkaði einnig yfir daginn, sem sýnir glöggt að áhyggjum fjárfesta af ástandi mála í báðum löndum hefur síst linnt. Lítið vitað um skilyrði lán- veitingar ESB til Spánar  Mikil óvissa á evrusvæðinu  Afdrifaríkar kosningar framundan í Grikklandi Búsáhaldabylting Á Spáni var umleitan stjórnvalda eftir aðstoð Evrópusambandsins harðlega mótmælt í gær. AFP Óvissan enn til staðar » Óvissunni síst eytt á Spáni þrátt fyrir lánveitingu ESB. » Skilmálar og endanleg fjár- hæð lánveitingarinnar liggja ekki fyrir. » Óljóst til hvaða aðgerða spænsk yfirvöld hyggjast grípa heima fyrir. » Kosningar í Grikklandi um næstu helgi gætu reynst af- drifaríkar. » Áfram hriktir í stoðum evru- svæðisins. » Verður Ítalía næst til að leita ásjár?                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-./- +00.00 +,/.12 ,+.34/ ,+.2/4 +-.+-3 +24.12 +.1+31 +04.04 +1+.11 +,-.-0 ,55.4- +,1 ,+.-50 ,+.4+3 +-.,4 +2/.5+ +.1,,2 +0/./, +1,.++ ,,2.-3+1 +,0., ,55.03 +,1.23 ,+.-32 ,+.4- +-.,02 +2/.20 +.1,3 +01.+ +1,./1 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.