Morgunblaðið - 12.06.2012, Side 19
AFP
Deilt um hjónavígslur Turn Frels-
arakirkjunnar í Kaupmannahöfn.
Danskir biskupar eru ekki allir á eitt
sáttir um með hvaða hætti hjóna-
vígsla samkynhneigðra skuli fara
fram í kirkjum landsins. Í vikunni
sem leið samþykkti danska þingið
breytingu á hjúskaparlögum sem
veitir samkynhneigðum jafnan rétt á
við gagnkynhneigða.
Tíu biskupar eru í Danmörku og
hafa þeir unnið að því að setja saman
helgisiðareglur fyrir athöfnina. Út-
færslan snýst fyrst og fremst um
orðalag í athöfninni, en samkvæmt
lögunum á að nota hugtökin hjón (d.
ægtepar) og hjónaband (d. ægte-
skab) um samkynhneigða líkt og
gagnkynhneigða. Ekki eru þó allir á
eitt sáttir um þetta og vildu sumir til
dæmis nota orðið lífsförunautar.
Aðeins milli karls og konu?
Samkomulag hefur náðst milli átta
af tíu biskupum landsins um hvernig
hjónavígslur samkynhneigðra fari
fram, en tveir eru á móti. Politiken
hefur eftir öðrum þeirra, Steen
Skovsgaard í biskupsdæmi Lolland-
Falster, að í hans huga geti hjóna-
band aðeins verið milli karls og konu.
Biskupinn í Ribe, Eliabeth Dons
Christensen, bendir hins vegar á, í
samtali við Politiken, að ríkisstjórnin
hafi þegar ákveðið að nota skuli orðin
hjón og hjónaband og kirkjunnar
menn verði því að ná samkomulagi.
„Ef við viljum ekki að klofningur
verði milli ríkis og kirkju þá verðum
við að sættast á þetta. Þá köllum við
þetta hjónaband.“
Lögin taka gildi frá og með föstu-
deginum 15. júní næstkomandi og má
gera ráð fyrir að fyrsta hjónavígsla
samkynhneigðra í Danmörku verði
þann sama dag. una@mbl.is
Vilja ekki kalla sam-
kynhneigða „hjón“
Biskupar deila um hvernig hjóna-
vígsla samkynhneigðra eigi að fara fram
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012
Moskvu. AFP. | Lögreglumenn, vopnaðir rifflum, réðust í
gær inn á heimili tíu stjórnarandstæðinga sem hafa staðið
fyrir mótmælum gegn ráðamönnunum í Rússlandi.
Stjórnarandstæðingar sögðu að lögreglan hefði tekið
mennina til yfirheyrslu til að fæla fólk frá því að taka þátt
í götumótmælum sem ráðgerð eru í dag.
Frá því að Pútín komst til valda fyrir tólf árum hefur
honum aldrei stafað jafnmikil ógn af stjórnarandstæð-
ingum og nú vegna andófs mannanna sem voru hand-
teknir í gær, að sögn fréttaskýrenda. Á meðal þeirra sem
voru handteknir eru Alexej Navalní, 35 ára rússneskur
bloggari, sem er nú álitinn helsti leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar í Rússlandi og sá eini sem geti sameinað sundur-
leita hópa stjórnarandstæðinga, svo sem frjálslynd öfl,
þjóðernissinna, ungt fólk og gamalt. Navalní hefur haldið
uppi vinsælli bloggsíðu í nokkur ár þar sem hann hefur
gagnrýnt spillingu í ríkisfyrirtækjum og einræðistilburði
ráðamanna undir forystu Pútíns.
Á meðal annarra sem voru handteknir eru sjónvarps-
stjarnan Ksenja Sobtsjak, dóttir fyrsta lýðræðislega
kjörna borgarstjóra Pétursborgar, Anatolís Sobtsjaks.
„Þeir taka öll raftæki, jafnvel diska með myndum af
börnunum mínum,“ sagði Navalní á samskiptavefnum
Twitter eftir að lögreglumenn réðust inn á heimili hans.
Borgaryfirvöld höfðu heimilað allt að 50.000 manna
mótmæli, sem eiga að fara fram í Moskvu í dag, áður en
mennirnir tíu voru teknir til yfirheyrslu. „Þeir eru að
reyna að hindra mótmælagönguna og sjá til þess að færri
taki þátt í henni,“ hafði Interfax eftir Lev Ponomarjov,
sem hefur barist fyrir mannréttindum í Rússlandi.
Þjarmað að fjendum Pútíns
Lögreglan réðst inn á heimili stjórnarandstæðinga daginn fyrir mótmælagöngu
Viðurlögin hert
» Stjórnvöld í Moskvu gripu til
þess ráðs að herða viðurlög við
mótmælum eftir fjöldamót-
mæli í maí.
» Hámarkssekt fyrir að skipu-
leggja mótmæli nemur nú jafn-
virði tæpra 4,2 milljóna króna
og fyrir að taka þátt í mótmæl-
um andvirði 1,2 millj. kr.
Hvítrússneskar konur í þjóðbúningum dansa á heiðinni
hátíð, sem nefnist Rúsalje, í þorpinu Sosní, um 170 kíló-
metra frá Minsk. Hátíðin er helguð vatnadísum sem
líkjast hafmeyjum. Samkvæmt hvítrússneskri þjóðtrú
rísa dísirnar upp úr vötnunum á vorin og sumrin,
ganga yfir tún og engi til að heimsækja þorpið.
AFP
Kvennablómi á heiðinni hátíð í Hvíta-Rússlandi
Dísir rísa upp úr vötnunum
„Fundurinn með
Breivik var næst-
um því eins og að
hitta Hannibal,“
segir norski sál-
fræðingurinn Ei-
rik Johannesen
og skírskotar til
mannætunnar úr
hryllingsmynd-
inni „Lömbin
þagna“. Johann-
esen ræddi við Anders Behring
Breivik í 26 klukkustundir í fang-
elsi og bar vitni í réttarhöldunum í
Ósló yfir fjöldamorðingjanum í
gær.
Johannesen kvaðst vera „full-
viss“ um að Breivik væri sakhæfur
og hefði framið fjöldamorðin í Ósló
og Útey vegna pólitískra öfga, en
ekki vegna geðveiki. „Í ljósi hug-
myndafræði hans tel ég ekki að
hægt sé að lækna hann með sál-
fræðimeðferð eða lyfjum,“ sagði
hann.
Réttargeðlækna greinir á um
hvort fjöldamorðinginn sé sakhæf-
ur. Tveir geðlæknar komust að
þeirri niðurstöðu að Breivik væri
ósakhæfur vegna ofsóknargeðklofa
en tveir aðrir réttargeðlæknar
töldu að hann væri sakhæfur.
„Næstum því
eins og að hitta
Hannibal Lecter“
Hugsi Dómari í
máli Breiviks.
NOREGUR
Breska forsætis-
ráðuneytið stað-
festi í gær fréttir
fjölmiðla um að
David Cameron,
forsætisráðherra
Bretlands, og
eiginkona hans
hefðu skilið átta
ára dóttur sína
eftir á krá í u.þ.b.
15 mínútur vegna misskilnings sem
komið hefði upp á milli þeirra.
Cameron snæddi hádegisverð með
fjölskyldu sinni á kránni og hjónin
áttuðu sig ekki á mistökunum fyrr
en þau komu heim til sín. Ekkert
amaði að stúlkunni.
Skildu stúlkuna
eftir á kránni
David Cameron
BRETLAND
Gordon Brown, fyrrverandi for-
sætisráðherra Bretlands, gagnrýndi
dagblöð Ruperts Murdochs í gær
þegar hann svaraði spurningum
nefndar sem rannsakar vinnubrögð
og siðferði í breskum fjölmiðlum og
samskipti þeirra við stjórnmála-
menn.
Brown sagði að það væri „fárán-
legt“ að halda því fram að Murdoch
hefði haft óeðlileg áhrif á stefnu
ríkisstjórnar breska Verkamanna-
flokksins. Brown neitaði einnig full-
yrðingu Murdochs um að hann hefði
hringt í fjölmiðlajöfurinn og hótað
„stríði“ gegn fyrirtækjum hans eftir
að dagblaðið The Sun ákvað að
styðja Íhaldsflokkinn fyrir þing-
kosningar árið 2010 eftir að hafa
stutt Verkamannaflokkinn.
Brown gagnrýndi einnig The Sun
fyrir að birta frétt árið 2006 um að
sonur hans væri haldinn arfgengum
sjúkdómi og neitaði fullyrðingu fyrr-
verandi ritstjóra blaðsins um að
eiginkona Browns hefði heimilað
birtingu fréttarinnar.
Brown
deilir á blöð
Murdochs
Vinnubrögð The
Sun gagnrýnd