Morgunblaðið - 12.06.2012, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012
✝ Rúnar Bjarna-son, fyrrver-
andi slökkviliðs-
stjóri í Reykjavík,
fæddist í Reykja-
vík 5. nóvember
1931. Hann and-
aðist á Landspít-
alanum 31. maí
2012.
Hann var sonur
Önnu Guðsteins-
dóttur húsfreyju
og Bjarna Eggertssonar lög-
regluþjóns.
Kona Rúnars var Guðlaug
Guðmundsdóttir, f. 1936, d.
2011. Þau eignuðust Önnu
Gullu fatahönnuð og Gylfa vél-
tæknifræðing.
Barnabörnin eru
fimm talsins og
barnabarnabörnin
eru fjögur.
Rúnar lauk stúd-
entsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík 1951 og
civ. ing.-prófi í
efnaverkfræði frá
Kungliga Tekniska
högskolan (KTH) í
Stokkhólmi 1955. Rúnar stund-
aði framhaldsnám við KTH og
Karolinska í öryggismálum og
umhverfisvernd 1962-63 og
framhaldsnám við háskólann í
Karlstad í Svíþjóð 1991. Rúnar
var aðstoðarkennari við KTH
1954-55 og stundaði rannsóknir
við Svenska Atomkommitéen
1955. Hann var verkfræðingur
hjá Áburðarverksmiðjunni
1955-66 og slökkviliðsstjóri og
framkvæmdastjóri almanna-
varna í Reykjavík 1966-91.
Rúnar var formaður Félags ís-
lenskra stúdenta í Stokkhólmi
1954-55 og EVFÍ 1964-65.
Hann var varaformaður HSÍ
1957-72, í stjórn Stúdentafélags
Reykjavíkur 1965-66 og settist
í stjórn Félags slökkviliðsstjóra
1990. Þá var hann í byggingar-
og almannavarnanefndum
Reykjavíkur og nágranna-
byggða 1966-91 og í stjórn
Brunamálastofnunar 1969-82.
Útför Rúnars fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 12. júní
2012, kl. 15.
Rúnar Bjarnason var hávax-
inn og myndarlegur á velli og
vel til íþrótta búinn. Á fyrri ár-
um æfði hann og keppti í frjáls-
um íþróttum, handbolta og
sundi. Sundið stundaði hann
nær daglega þar til fyrir
skemmstu og á reiðhjóli fór
hann hin síðari ár flestra sinna
ferða um borgina þegar færð
leyfði. Um margra ára skeið átti
hann góða hesta sem hann rækti
vel.
Rúnar hafði verið bekkjar-
félagi okkar frá því í fyrsta bekk
Menntaskólans í Reykjavík eða
frá árinu 1945. Hann var góður
og samviskusamur námsmaður
og náði þeim áfanga á stúdents-
prófi að hljóta svokallaðan
„Stóra styrk“ sem gerði honum
kleift að stunda nám í efnaverk-
fræði í Stokkhólmi og ljúka þar
prófi árið 1955.
Bridgeklúbburinn var stofn-
aður af nokkrum skólabræðrum
á námsárunum í MR og hefur
starfað nær óslitið síðan, líklega
í um 65 ár. Á þessum tíma hafa
komið skörð í klúbbinn sem
jafnóðum hafa verið fyllt af öðr-
um bekkjarbræðrum. Síðustu 25
árin hefur sami fjögurra manna
hópurinn spilað reglulega og oft
nær vikulega yfir vetrarmán-
uðina þegar allir hafa verið við-
staddir. Klúbburinn hætti störf-
um af sjálfsdáðum þegar
Matthías Á. Mathiesen veiktist
fyrir tveimur árum. Matthías
lést í nóvember 2011 og nú hefur
annar félaganna, Rúnar Bjarna-
son, fallið frá nokkuð óvænt. Að
vísu hafði heilsu hans hrakað
jafnt og þétt og einkum síðasta
árið en við svona skyndilegum
endalokum bjuggumst við ekki.
Við sem eftir sitjum af spila-
félögunum söknum þessara
tveggja föllnu vina og spila-
kvöldanna með þeim sem voru
til skiptis á heimilum okkar
allra.
Við spilafélagarnir höfum inn-
byrðis átt margt sameiginlegt
utan spilamennskunnar og vin-
áttunnar að því er snertir fjöl-
skyldur okkar og margs konar
stuðning höfum við haft hver af
öðrum sem hefur að nokkru
tengst menntun okkar og fag-
legum störfum. Yrði of langt
mál að telja þau samskipti upp
hér.
Rúnar var kvæntur Guðlaugu
Guðmundsdóttur og áttu þau
saman tvö mannvænleg börn.
Rúnar og Gulla, sem nú er látin,
skildu eftir langt hjónaband.
Við sendum börnum þeirra,
Önnu Gullu og Gylfa, og fjöl-
skyldum þeirra samúðarkveðjur
okkar og fjölskyldna okkar og
óskum þeim velfarnaðar.
Jónas Hallgrímsson,
Jón G. Tómasson.
Kveðja frá Slökkviliði höf-
uðborgarsvæðisins og Fé-
lagi slökkviliðsstjóra á Ís-
landi
Rúnar Bjarnason tók við
starfi slökkviliðsstjóra í Reykja-
vík þegar liðið stóð á merkum
tímamótum. Það hafði þá nýver-
ið flutt starfsemi sína úr gömlu
stöðinni í Tjarnargötu í nýja og
glæsilega slökkvistöð í Skógar-
hlíð 14. Slökkvilið Reykjavíkur
hafði þá búið við þröngan kost
við Tjarnargötu um áratugi.
Rúnar kom til slökkviliðsins
með mikilvæga menntun og
reynslu sem nýttist liðinu vel
næsta aldarfjórðunginn. Mennt-
un hans sem efnaverkfræðingur
með áherslu á öryggismál mót-
aði mjög sýn hans á starf
slökkviliðsstjóra og uppbygg-
ingu liðsins. Hann gerði sér
grein fyrir því að ný slökkvistöð
væri aðeins áfangi og stökkpall-
ur í uppbyggingu öflugs slökkvi-
liðs sem þyrfti að standa undir
því ábyrgðarhlutverki að vernda
líf, heilsu og eignir borgarbúa.
Tækjabúnaður Slökkviliðs
Reykjavíkur var kominn all-
nokkuð til ára sinna þegar Rún-
ar tók við stjórnartaumum.
Hann gerði það snemma upp við
sig að nú þyrfti aðallega tvennt
til þess að tryggja að liðið gæti
staðið betur undir ábyrgð sinni.
Annað var nýrri og öflugri bún-
aður. Á hinn bóginn kom Rúnar
auga á að efla mætti menntun
og þjálfun starfsmanna.
Í tíð Rúnars sem slökkviliðs-
stjóra má segja að starfsemi
liðsins hafi tekið stakkaskiptum
í takt við mikla uppbyggingu á
starfssvæðinu. Undir hans for-
ystu tókst að endurnýja bílaflota
liðsins jafnt og þétt. Ný reyk-
köfunartæki voru tekin í notkun.
Stóraukin áhersla var lögð á ör-
yggi starfsmanna á vettvangi.
Hann sendi menn sína á nám-
skeið og jók þannig stórlega
þekkingu liðsins á margvísleg-
um sviðum sem nýttust vel í erf-
iðum verkefnum á vettvangi
eldsvoða og slysa. Síðast en ekki
síst beindi hann sjónum liðsins
að mikilvægi þess að geta tekist
á við eiturefna- og mengunar-
slys sem nú eru meðal mikilvæg-
ustu verkefna slökkviliðanna.
Mikilvægt er að samtíðar-
menn geri sér grein fyrir að
starfsemi slökkviliða stendur á
gömlum merg og byggist á sí-
fellri framþróun. Í tíð Rúnars
voru stigin allstór og mikilvæg
skref í átt til þeirrar starfsemi
sem við þekkjum nú. Ekki var
að merkja að áhugi Rúnars fyrir
slökkviliðinu og metnaður hans
fyrir okkar hönd hefði dvínað
þrátt fyrir þverrandi þrek og
háan aldur. Margir kollegar
okkar víða um land minnast
hans með hlýhug því hann var
ætíð reiðubúinn að leggja lið og
gefa góð ráð. Við minnumst
hans með hlýhug og virðingu.
Jón Viðar Matthíasson,
slökkviliðsstjóri höfuðborg-
arsvæðisins og formaður
Félags slökkviliðsstjóra á
Íslandi.
Rúnar Bjarnason
Nú kveðjum við
tengdamóður mína, Elínu Jó-
hannsdóttur. Elín hefur verið
mikilvægur hlekkur í mínu lífi
meira en hálfa ævi mína og á hún
stóran sess í hjarta mér. Sjaldan
hef ég kynnst manneskju sem
öðlaðist jafnmikla ást og aðdáun
allra þeirra sem henni kynntust.
Elín var skörungur mikill.
Ekkert var það verkefni sem óx
henni í augum. Sem ung kona fór
hún erlendis til náms, á þeim
tíma sem slíkt var ekki bara
óvenjulegt heldur einnig afar
stórt og erfitt verkefni. En, eins
og með önnur erfið verkefni á
ævinni, leysti hún það af æðru-
leysi og án vandkvæða. Elínu og
Símoni varð fjögurra barna auðið
og var stutt á milli þeirra í aldri.
Síðustu börnin voru tvíburar og
hvernig jafn fíngerðri konu og
Elínu tókst að koma tveimur
stúlkum, sem báðar voru yfir
meðallagi í stærð, í heiminn sam-
tímis, hefur ég aldrei skilið. En
þetta tókst henni eins og annað.
Eflaust hefur verið mikið álag og
margar andvökunætur á stóru
heimili en hjá Elínu voru nei-
kvæðni og uppgjöf ekki orð sem
Elín Jóna
Jóhannsdóttir
✝ Elín Jóna Jó-hannsdóttir
fæddist í Reykjavík
13. febrúar 1926.
Hún lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði 3.
júní 2012.
Útför Elínar fór
fram frá Vídalíns-
kirkju í Garðabæ
11. júní 2012.
hún þekkti.
Börn hennar og
Símonar eru líka
miklir skörungar.
Öll framhaldsskóla-
gengin og farsæl í
sínum lífum. Eng-
inn vafi er á að Elín
hefur þar verið mik-
ill áhrifavaldur.
Synir mínir hafa
líka verið svo
heppnir að verja
miklum tíma með ömmu sinni í
gegnum árin og ég veit að þau
samskipti verða þeim til mikils
góðs í þeirra lífum. Við vitum öll
að það skipti engu máli hvert
vandamálið var, stórt eða smátt,
persónulegt eða faglegt, alltaf
var Elín með góð innlegg í um-
ræðuna og veitti góð ráð. Þetta
kemur ekki á óvart því að innsæi
hennar og tilfinning fyrir að-
stæðum og fólki voru mjög góð
og oft á tíðum ótrúleg.
Hún hafði líka einstakt lag á
því að búa til mikið úr litlu.
Minnisstætt er mér þegar hún og
Símon heimsóttu okkur fjöl-
skylduna til Bandaríkjanna
stuttu eftir fæðingu yngri sonar
okkar og dvöldu í fjóra mánuði.
Við það bættust auðvitað tveir í
fæði hjá fjölskyldunni en á þess-
um tíma lækkaði matarkostnað-
ur okkar samt verulega. Slík var
geta Elínar til að finna leiðir til
að nýta verðmæti og gera meira
úr þeim en nokkur annar sem ég
hef hitt. Reyndar var það ekki
bara á matarsviðinu sem hún
kunni að búa til mikil verðmæti
úr litlum kostnaði. Hugmynda-
flug hennar og nákvæmni voru
eftirtektarverð og til mikillar
fyrirmyndar okkar sem á eftir
henni ganga.
Það er ótrúleg tilhugsun að
hennar njóti ekki við lengur.
Reyndar veit ég að hún verður í
raun alltaf hjá okkur því minn-
ingarnar um hana eru margar og
góðar. Áhrifin sem hún hefur
haft á okkur öll eru mikil og lær-
dómurinn sem af verkum hennar
og ráðum má draga er verulegur
og verður með okkur áfram.
Þegar ég kveð Elínu, þá eru
mér efst í huga ást, virðing, að-
dáun og þakklæti. Ást á mætri
konu. Virðing fyrir öllu því sem
hún áorkaði í sínu lífi. Aðdáun á
getu hennar til að leysa erfið
verkefni og vera sínum nánustu
styrkur og stoð, hvað sem á bját-
aði. Þakklæti fyrir að hafa tekið
mig inní fjölskyldu sína, verið
hluti af mínu lífi og leyft mér að
vera hluti af sínu.
Hvíl í friði elsku Elín. Þín
verður sárt saknað.
Gunnar Sigurðsson.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
✝
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÓLAFAR KARVELSDÓTTUR
frá Hnífsdal.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Hrafnistu í Hafnar-
firði, deild 4b, fyrir hlýhug og góða umönnun.
Kristján Pálsson, Sóley Halla Þórhallsdóttir,
Ólafur Karvel Pálsson, Svandís Bjarnadóttir,
Guðrún Helga Pálsdóttir,
Ólafía Guðfinna Pálsdóttir, Arnar Guðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
KARENAR VILBERGSDÓTTUR,
Grænumörk 5,
Selfossi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar
Suðurlands og einnig starfsfólki Grænumarkar 5, Selfossi.
Pétur H. R. Sigurðsson, Guðrún Gunnarsdóttir,
Vilbergur Prebensson, Margrét St. Kristinsdóttir,
Ólafur Prebensson, Anna Baldursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
SIGRÍÐUR BJÖRG EGGERTSDÓTTIR,
Skjólvangi 9,
Hafnarfirði,
lést á bráðamóttöku Landspítalans
sunnudaginn 10. júní.
Guðmundur Geir Jónsson,
Jón Eggert Guðmundsson,
Jóhannes Geir Guðmundsson, Pamela Perez,
Björgvin Guðmundsson
og barnabörn.
✝
Móðir okkar,
KRISTVEIG SKÚLADÓTTIR,
Hlíðarvegi 45,
Siglufirði,
lést á heimili sínu föstudaginn 8. júní.
Steinþóra Vilhelmsdóttir,
Ágúst Vilhelmsson,
Jakobína Vilhelmsdóttir,
Auður Vilhelmsdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐNÝ BERGRÓS JÓNASDÓTTIR,
fyrrum húsfreyja
í Norður-Hvammi í Mýrdal,
síðar Smáratúni 20,
Selfossi,
lést á Hjallatúni í Vík föstudaginn 8. júní.
Gíslína Erla Eyþórsdóttir, Brynjólfur Ámundason,
Gísli Sævar Hermannsson, Hólmfríður Sigurðardóttir,
Sjöfn Hermannsdóttir,
Jónas Smári Hermannsson, Anna Droplaug Erlingsdóttir,
Hreiðar Hermannsson, Ágústa Jónsdóttir,
Svanhvít Hermannsdóttir, Almar Sigurðsson.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BIRKIR ÞÓR GUNNARSSON,
Ljósuvík 14,
Reykjavík,
lést á heimili sínu laugardaginn 9. júní.
Jarðarför auglýst síðar.
Gunnar Birkisson, Jóhanna B. Þórhallsdóttir,
Stefán Hjálmar Birkisson, Margrét Björk Kjartansdóttir,
Dagný Björk Stefánsdóttir, Steindór Hjartarson,
Aron Birkir Stefánsson, Herdís Helgadóttir,
Hanna Björt Stefánsdóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar eigin-
konu, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ARNDÍSAR LÁRU TÓMASDÓTTUR,
Höskuldarkoti,
Ytri-Njarðvík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sjúkrahúss Suðurnesja á D-deild
fyrir góða umönnun og hlýhug í störfum.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Garðar Magnússon,
Höskuldarkoti, Ytri-Njarðvík.