Morgunblaðið - 12.06.2012, Page 29

Morgunblaðið - 12.06.2012, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012 Hún Arnheiður Halldórsdóttir vinkona mín frá Eskifirði er lát- in. Hún er ein merkilegasta kona sem ég hef kynnst. Hefur einnig haft mikil áhrif á heimili okkar Magnúsar bæði úti og inni því garðurinn okkar er fullur af steinum sem þessi kona tíndi út um allt Austurland að ég held. Föðurbróðir minn hann Addi frændi átti þessa konu fyrir tengdamóður og hefur það verið fastur liður þegar við Magnús komum í heimsókn til Adda og Sólveigar að ganga niður brekk- una og heimsækja Arnheiði í kaffi og spjall og svo að setja nokkra steina í bílinn og flytja norður til Húsavíkur. Einnig eru í fórum okkar dúkkur tvær prjónaðar af Arnheiði, ótrúlega flottar. Já heimili þessarar sóma- konu var bæði handavinnu- og steinasafn. Einnig háfleygar eld- húsborðsumræður um álver, virkjanir og flótta fólks af lands- byggðinni til Reykjavíkur svo eitthvað sé nefnt. Mig langar að votta hinni fjölmennu fjölskyldu Arnheiðar innilega samúð og kveð þessa vinkonu mína með vegsemd og virðingu. Hólmfríður Benediktsdóttir Húsavík. Ein besta vinkona mín er látin. Ég heimsótti hana daginn fyrir andlátið á heimili hennar og hitti hana glaða og brosandi í fé- lagsskap systur sinnar og dóttur. Það var ekkert nýtt við það að Adda vinkona mín væri með gesti, þangað sóttu margir lengra eða styttra að komnir til að njóta samveru með henni. Ég kynntist henni þegar ég kom inn í fjölskyldu eiginmanns míns og alla tíð síðan höfum við verið mjög nánar. Ég minnist hennar fyrst sem ungrar og glæsilegrar stúlku á Eskifirði. Ég man hana húsmóður á stóru og umsvifamiklu heimili, þar sem listfengi hennar og rausnarskapur fengu að njóta sín. Ég hef alla tíð borið mikla virðingu fyrir Öddu vinkonu minni. Hún var góður fulltrúi ís- lenskra alþýðukvenna. Svo list- feng sem hún var. Allt lék í hönd- um hennar, hvert sem hráefnið var, ekkert var henni ofviða á því sviði. Á hennar heimili voru allir aufúsugestir, börn og fullorðnir, enginn greinarmunur gerður. Gjafmildi og greiðasemi voru henni líka í blóð borin. Það var ekki af tilviljun að allir hændust að henni. Á langri ævi kemst enginn undan því að kynnast sorginni og það gerði vinkona mín líka snemma á lífsleiðinni. Móður sína og systur missti hún á unga aldri. Föður sinn, eigin- mann og dóttur með stuttu milli- bili. Lífshlaupinu hennar Öddu verður ekki lýst í fáum orðum. Það þarf hver að muna það fyrir sig. Við Lalli minnumst elsku- legrar vinkonu og frænku, leik- systur og konu sem hver og einn getur tekið sér til fyrirmyndar. Við kveðjum hana með versum herra Sigurbjörns Einarssonar biskups. Blómin falla, fölskva slær á flestan ljóma. Aldrei hverfur angan sumra blóma. Þannig varstu, vinur, mér sem vorið bjarta. Það sem gafstu geymist mér í hjarta. Ilma sprotar, anga lauf sem aldrei falla. Drottinn launi elskuna þína alla. Við sendum börnunum hennar Öddu, tengdabörnum og fjöl- skyldum þeirra, systkinum og allri stórfjölskyldunni okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Við er- um öll svo miklu fátækari. Vertu Guði falin, kæra vin- kona. Jóhanna og Þorlákur og fjölskylda. Fagur, fagur fiskur í sjó, svona byrjaði vísan sem þú söngst svo oft fyrir okkur Jón, elsku amma okkar, þessi vísa minnir okkur svo á þig. Við geymum ótal minningar um þig eins og þegar við fórum á vík- ingahátíðina og síðan öll jóla- boðin þegar við borðuðum villi- bráð sem pabbi var búinn að veiða. Þú varst svo dugleg að ýta okkur á rúlluskammelinu fram og til baka, í íbúðinni þinni á Sólvangsveginum, þú gast ýtt okkur endalaust fram og til baka. Oft fórstu með okk- ur niður að tjörn í Hafnarfirði að gefa öndunum brauð. Heima hjá þér í Hafnarfirðinum áttir þú fullt af Playmo-dóti til að leika með. Oft sagðir þú okkur af því þegar þú varst lítil stúlka Þuríður Gísladóttir ✝ Þuríður Gísla-dóttir fæddist á Hnappavöllum í Öræfum 2. desem- ber 1919. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 30. maí 2012. Útför Þuríðar fór fram frá Frí- kirkjunni í Hafn- arfirði 11. júní 2012. austur á Hnappa- völlum, hvernig líf- ið var í þá daga og frá uppáhaldshest- inum þínum, hon- um Víkingi. Þegar þú varst farin að gleyma þá spurðir þú oft hvort við kæmum ríðandi á hestum til þín í heimsókn. Við eig- um eftir að sakna þín en við vitum að þú ert á betri stað núna í „Sumarland- inu“ og heilsan orðin góð og minnið komið afur. Við munum aldrei gleyma þér og ég, Þur- íður, er mjög ánægð að heita í höfuðið á þér, elsku amma mín, eins og þú varst látin heita í höfuðið á ömmu þinni. Þín barnabörn, Jón og Þuríður. Elsku amma, þegar ég frétti að þú værir farin fann ég ennþá meira fyrir því hversu mikið þú átt í mér. Allt frá því ég man eftir mér hefur þú verið mér eins og klettur og alltaf hafðir þú hagsmuni mína að leiðar- ljósi. Nánast hvern einasta dag á minni grunnskólagöngu komstu heim á Hverfisgötuna og gafst mér að borða. Það kom ekki til greina að sleppa við að koma heim því ekki vildi ég að þú kæmir og eldaðir fyrir mig og ég ekki á staðnum. Ekki skipti máli hvort ég kæmi einn eða með vini með mér, alltaf gafstu öllum að borða. Annað gott dæmi um það hversu góð amma þú varst er að ef maður kom kaldur heim og var mögu- lega búinn að týna ullarsokk- unum þá tók það ekki langan tíma þar til þú varst komin með nýprjónaða sokka til mín. Á unglingsárum kom ég oft til þín eftir æfingar og þá var gott að eiga góða ömmu sem gat nudd- að á mér fæturna og gefið gott kvöldsnarl á meðan við horfð- um á fréttirnar saman. Alltaf hafðir þú ánægju af því að stjana við barnabörnin og gera okkur lífið auðveldara. Allt sem þú kenndir mér, elsku amma mín, mun ég nýta mér alla ævi, hvort sem það er á heimilinu eða hvernig á að koma fram við aðra einstaklinga. Ég veit að þú munt vaka yfir mér alla ævi og fylgist með hvort ég sé ekki að gera allt rétt. Hvíl í friði, elsku amma. Árni Freyr. Með nokkrum orðum vil ég minnast kærrar móðursystur minnar sem nú kveður okkur á 93. aldursári. Á síðustu þremur árum hafa þær systur kvatt okkur, hver af annarri, fyrst Guðný, svo mamma (Guðrún) og nú Þura. Áður hafði Jón bróðir þeirra látist fyrir þó nokkuð mörgum árum. Kær- leikur, vinátta og góður sam- gangur var alla tíð á milli systranna og ekki síst eftir að þær urðu allar búsettar á höf- uðborgarsvæðinu. Því var oft fjör og mikið talað þegar þær hittust. Jón bróðir þeirra bjó á Hornafirði og þegar hann kom í bæinn töldu þær ekki eftir sér að gefa honum ótal góð ráð hvort sem hann sóttist eftir þeim eða ekki. Sumum þótti stundum nóg um en þetta var allt gert af góðmennsku einni saman. Og líklega hefur honum bara þótt gott í aðra röndina að komast austur aftur í kyrrðina. Um leið og Þuru er minnst hugsa ég ósjálfrátt til Ella, hennar góða eiginmanns sem lést langt um aldur fram. Þau voru samstillt hjón og það var ljúft að vera í návist þeirra. Þegar ég flutti til Hafnarfjarð- ar ung að árum var notalegt að vita af þeim í Grænukinninni. Þura var frændrækin og það var gott að leita til hennar. Hún var myndarleg húsmóðir og stjórnaði sínu heimili af röggsemi. Það gustaði af frænku minni, hún sagði sína meiningu og tal- aði hátt og mikið en það var líka stutt í hláturinn. Mörg ár söng hún í kór Skaftfellinga innan um ættingja og vini og átti þar góðar stundir því hún var bæði glaðlynd og fé- lagslynd. Marga sunnudagsmorgnana kom Elli við hjá mér að lokinni morgungöngunni niður á höfn. Honum þótti ekki slæmt að fá kaffisopann og enn síður mér að fá hann í stutt innlit. Naut hann þess að dýfa nokkrum molum í kaffið þar sem Þura sá ekki til hans. Hún var í vinnunni á Sólvangi. Þura bar mikla umhyggju fyrir Ella og lagði sig sérstaklega fram um að hugsa vel um heilsu og mat- aræði þeirra. Þura slasaðist illa í bílslysi eftir að hún varð fullorðin og þá kom sér vel að vera í góðu formi. Hún var harðákveðin í að ná heilsu aftur og styrkti sig með æfingum, heilsubótar- göngum, sundi og hollu mat- aræði. Henni var ekki fisjað saman. Ég sé hana fyrir mér koma gangandi rösklega eftir Hringbrautinni með bakpok- ann, nýkomna úr sundi og á leið til Guðna að passa strák- ana hans. Hún var alla tíð létt í spori. Eftir að hún hætti að vinna kíkti hún oft við hjá mér í kaffisopa en þáði engan mol- ann. Mér þótti mjög vænt um þessi innlit og þarna kynntist ég frænku minni enn betur. Það er bjart yfir minningum mínum um mína kæru frænku. Hún skilur eftir sig afkomend- ur sem eru góðir vitnisburðir foreldra sinna. Þeim votta ég öllum innlega samúð mína. Guð blessi minningu Þuru frænku. Katrín. Elsku, yndislega amma mín, nú er þínu ferðalagi lokið hér á þessari jörð. Hjarta mitt er fyllt þakklæti fyrir þær ómetanlegu stundir sem ég átti með þér. Þú ert og verður alltaf ein af mínum fyrirmyndum í líf- inu. Minningin um þig mun lifa með okkur, börnunum þínum. Ég kveð þig nú í hinsta sinn, elsku amma mín, með litlu kvæði sem ég orti til þín. Í fangi þínu ég blessun hlaut, nafn var gefið, verndar naut. Mig vafðir hlýju og hjartans ást, umhyggju barst, það alltaf sást. Í nærveru þinni birti allt til, mér, ömmustelpunni, veittir yl. Guðsgjöf það var að fylgja þér, því lífsins gildi gafstu mér. Með hinstu kveðju minningar streyma, sem hjarta mitt mun ávallt geyma. Á lífsins leið ég sakna þín, hvíl í friði, elsku amma mín. Þín sonardóttir, Kristín Gestsdóttir. Mig langar með örfáum orð- um að kveðja góða konu. Ég kynntist Kristínu þegar ég var barn að aldri. Hún var mamma Valborgar sem er gift honum pabba mínum. Hún var góð- hjörtuð, falleg og fordómalaus kona. Ég minnist Kristínar með þakklæti og hlýju. Hún var mér alltaf mjög góð. Hún kom fram við mig af virðingu, hlýju og væntumþykju og ég fann alltaf fyrir öryggi og kærleika í návist hennar. Ég upplifði að hún hefði dýpri skilning á aðstæðum mín- um en margir aðrir. Það var Kristín Gestsdóttir ✝ Kristín Gests-dóttir fæddist á Kálfhóli á Skeiðum 8. júlí 1915. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Mörk 24. maí 2012. Kristín var jarð- sungin frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 11. júní 2012. mér ómetanlegt þegar ég sem við- kvæmt barn þurfti að takast á við erf- iðar tilfinningar og aðstæður í kjölfar skilnaðar foreldra minna. Fyrir það verð ég henni ætíð þakklát. Ég kveð Krist- ínu með virðingu, kærleika og þakk- læti í hjarta. Megi minning hennar lifa. Þrúður Arna Briem Svavarsdóttir. Mismunandi áhrif hafa menn- irnir hverjir á aðra um ævi- skeiðið. Sumir valda andans kulda en aðrir verma varanlega. Slíkur varmi getur orðið að ævi- langri vináttu sem endist meðan báðir lifa og jafnvel bara annar. Ég kallaði hana aldrei annað en „Stínu á Flókó“ enda bjó hún áratugum saman á Flókagötu 4. Þangað kom ég, 16 ára lands- byggðarstúlka, í fæði og hús- næði haustið 1967. Og hvílík heppni. Þar myndaðist órofa vinátta við Stínu og hennar góðu fjölskyldu, Sigga og börn þeirra, Valborgu og Gest. Um- hyggja fjölskyldunnar fyrir stelpunni kom fram á margvís- legan hátt, m.a. rogaðist fjöl- skyldufaðirinn að beiðni Stínu með forláta grammófón-mublu úr geymslu upp í herbergi stelpunnar til að hún og vinkon- urnar gætu hlustað á rokk- og poppgólið sitt. Vinkvennahópur- inn á góðar minningar frá Flókagötu 4. Stína varð ekki bara húsmóð- ir mín, heldur vinur og fyrir- mynd. Hún var falleg kona með afbrigðum, smekkleg og tign- arleg. Þegar hún hló sínum sér- staka hlátri, tindruðu augun og hnykkur kom á höfuðið, þannig að úr varð einskonar fagur- fræðileg sinfónía. Stína var þeirrar fegurðar frá náttúrunn- ar hendi að ekki þurfti að betr- umbæta, enda átti hún stundum erfitt með að skilja málning- arstand þeirra sem ekki höfðu verið jafn heppnir. Hún var jafnflott nývöknuð í morgun- sloppnum og uppáklædd í dragt með barðastóran hatt. Eitt er hin ytri fegurð og annað hin innri. Mannkostirnir voru marg- ir. Hún talaði aldrei þvert um hug sér, var rökföst og sjálfri sér samkvæm. Tryggð hennar og hjálpsemi var viðbrugðið. Hún hafði til að bera gagnrýna hugsun og hafði ákveðnar skoð- anir, gat jafnvel verið óvægin ef henni þótti að einhverjum vegið eða einkahagsmunir teknir fram yfir almannahagsmuni. Ég var ekki ein um að hafa matarást á Stínu og margur einn góður bitinn og sopinn þeginn við fallega dúkað borðið í stofunni á Flókó. Stína bjó til sérstaklega gott kaffi og pönnu- kökurnar hennar voru með „Stínubragði“. Aldrei kom ég svo til hennar meðan hún hélt enn heimili, að hún skellti ekki í pönnsur. Að sitja í stofunni með Stínu að kaffispjalli og borða nýbakaðar pönnsur, það var eðal. Tilhugsunin um það verm- ir á köldustu dögum. Stína var mikil fjölskyldu- manneskja og gífurlega frænd- og vinmörg. Tíðar gestakomur voru á heimili þeirra Sigga og jafnan glatt á hjalla. Millum þessa fólks voru og eru tryggðabönd en síðasta áratug- inn hefur Valborg tekið við kyndlinum af móður sinni og séð um að vera miðdepillinn í frænd- og vinagarðinum. Mikill samgangur var milli þeirra mæðgna alla tíð og sjaldan sást fallegra mæðgnasamband. Elsku fjölskylda, sá sem átt hefur mikið, missir líka mikið, slík er formúla kærleikans. Stínu minni þakka ég af alhug ómetanleg kynni í 45 ár, alla viskuna og væntumþykjuna sem hún sýndi. Sú var nú gagn- kvæm. Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. (Oddný Kristjánsdóttir í Ferjunesi) Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells) Guðný Anna. ✝ Sigurjón SkúliBjarnason fæddist í Reykjavík 9. nóvember 1943. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Hafnarfirði 26. maí 2012. Foreldrar hans voru Bjarni Sig- urðsson og Svan- hvít Svala Krist- björnsdóttir og var hann þriðji í röð sjö systkina. Skúli giftist Hugrúnu L. Ólafsdóttur árið 1975 og eign- uðust þau tvær dætur saman, þær Sigrúnu og Maríu. Sigrún á tvö börn, Skúla Þór Birkisson og Hugrúnu Evu Unnarsdóttur ásamt sambýlismanni sínum Unnari Jónssyni. María Skúla- dóttir er gift Einari Má Björg- vinssyni og eiga þau saman Björg- vin Skúla og Hugin Lindar. Fyrir átti Skúli tvær dætur af fyrri samböndum, þær Þóru Guðrúnu og Svanhvíti. Þóra Guðrún er gift Kristni Karli Garð- arssyni, þau eiga einn son Guðmar Þór. Svanhvít á tvö börn, þau Shönnu Hofman og Philip Einarsson, þau eru búsett í Ástralíu. Að auki átti Hugrún einn son, Grétar Lindberg sem Skúli gekk í föðurstað og ól upp frá eins árs aldri. Grétar á tvö börn, þau Grétar Freyr og Ey- dísi Maríu. Útför Skúla fór fram í kyrr- þey 5. júní 2012. Aðfaranótt 26. maí vorum við vakin upp með skelfilegum frétt- um af andláti þínu, elsku pabbi. Við rukum heim til ykkar mömmu og sáum þig látinn, far- inn öllum að óvörum, svo skyndi- lega, svo allt of fljótt. Hjartaáfall að sögn læknisins. En við töluðum saman fyrr um kvöldið og nánast daglega, allt frá upphafi vorum við góðir vinir, þrættum, sættumst, hlógum og grétum saman og ræddum saman um heima og geima, t.d. pólitík og allt sem viðkemur mannlegu eðli og samskiptum. Þú ætlaðir á golfmót næsta morgunn (eins og þú gerðir við hvert tækifæri) og svo ætluðum við að hittast eftir það. Eins og hendi væri veifað ertu farinn, öll sameiginleg plön horf- in að eilífu, allavega þangað til ég hitti þig á ný á þeim góða stað sem ég trúi að þú sért á núna. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við fjölskyldan fengum með þér og hversu hress og glaðlegur þú naust lífsins á meðan þú hafðir það hér með okkur. Þú varst mín helsta hvatning og stuðningur og það styrkir mig í sorginni að vita hversu mjög þér fannst við lík á mörgum sviðum, mér er það sannur heiður að líkjast þér, pabbi og er stolt og ánægð að hafa fengið að eiga þig sem föður. Ég á eftir að sakna þín svo gíf- urlega mikið en ég mun líka reyna að hafa þín gildi og viðhorf í heiðri og halda áfram, reyna að vera sterk og jákvæð, njóta lífs- ins og láta mér og mínum líða vel. Ég elska þig af öllu hjarta og held minningu þinni lifandi. Bless að sinni, elsku pabbi, farðu vel með guði og englunum. Þín dóttir, Sigrún. Sigurjón Skúli Bjarnason Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf grein- in að hafa borist á hádegi tveim- ur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.