Morgunblaðið - 12.06.2012, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012
✝ RagnheiðurErlendsdóttir
fæddist í Reykjavík
2. maí 1933. Hún
andaðist á Hjúkr-
unarheimilinu Eir
2. júní 2012.
Hún var dóttir
hjónanna Eyrúnar
Runólfsdóttur, f.
1909, d. 1979 og
Erlendar Þórð-
arsonar, f. 1905, d.
1986. Ragnheiður var næstelst í
fjögurra systkina hópi. Elstur
er Hafsteinn, f. 1932, Þóra Sig-
urbjörg, f. 1939 og Þórey, f.
1945.
Ragnheiður giftist Elíasi Þor-
valdsyni og eignuðust þau sam-
an soninn Ásgeir en þau slitu
samvistum.
Ragnheiður gekk í hjóna-
band með eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Birni Jóhanni
Haraldssyni rafmagnstækni-
fræðingi, f. 1928, þann 21. júlí
1955. Þau eignuðust fjórar dæt-
ur og ólu upp börnin fimm sam-
an. Þau eru: 1) Ásgeir, f. 1949,
d. 2007, maki Soffía Guðmunds-
dóttir, f. 1948, d. 2010, synir
þeirra eru Þorvaldur og Guð-
mundur Ægir. 2) Hólmfríður, f.
1955, maki Sævar Sveinsson,
börn þeirra eru
Ragnheiður, Jón
Ægir, María Sif,
Halldór, Sandra og
Særún. 3) Linda, f.
1956, maki Magnús
Dan Bárðarson,
börn þeirra eru
Magnea, Erlendur
Þór og Eyrún. 4)
Lára, f. 1958, maki
Gunnar Sæmunds-
son, börn þeirra
eru Björn Jóhann og Edda
Björk. 5) Eyrún, f. 1969, maki
Stefán Gunnarsson, börn þeirra
eru Jónas og Signý.
Ragnheiður var dugleg til
vinnu og lét sjaldan verk úr
hendi falla. Lengi vann hún hjá
Norræna húsinu og sá um kaffi-
stofuna ásamt því að útbúa
margar dýrindisveislur þar sem
og annars staðar. Síðustu
starfsárin sín vann hún á sölu-
skrifstofu Myllunnar. Hún var
félagslynd og gekk í Oddfellow-
regluna, Rebekkustúkuna Sig-
ríði nr. 4 árið 1981 og starfaði
þar af miklum áhuga á meðan
heilsa hennar leyfði.
Útför Ragnheiðar Erlends-
dóttur fer fram frá Áskirkju í
dag, 12. júní 2012, og hefst at-
höfnin kl. 13.
Það var erfið stund að frétta af
andláti mömmu, hafa ekki verið
hjá henni, þegar hún kvaddi. Það
voru blendnar tilfinningar, sorgin
við að kveðja og gleði yfir því að nú
þyrfti hún mamma ekki að kvelj-
ast lengur, nú er hún laus undan
alzheimerssjúkdómnum en sl. 2 ár
hafa verið henni erfið, og ekki síst
pabba sem staðið hefur eins og
klettur við hlið hennar.
Það var ekkert sem hún
mamma gat ekki, því hún var al-
gjör ofurkona, sama hvað hún tók
sér fyrir, hún hafði einfaldlega
töfrahendur, það sem hún gat ekki
hrist fram úr erminni!
Hún var frábær ferðafélagi,
alltaf jákvæð og til í allskonar æv-
intýri. Ég held að hún hafi ekki
óttast neitt, nema þá kóngulær.
Ég er þakklát fyrir allar stundirn-
ar sem við höfum átt saman og
minningarnar sem ylja mér og
fjölskyldu minni um hjartarætur.
Ég veit að það hefur verið tekið
vel á móti mömmu á æðri stöðum,
og mikill fagnaðarfundur, það
liggur við að ég heyri ískrið í ykk-
ur Ásgeiri, Deddu, ömmu og afa.
Mömmu, tengdamömmu,
ömmu og langömmu verður sárt
saknað, en við munum verma okk-
ur við minningarnar um ofurkon-
una sem hún mamma var. Við vilj-
um þakka fyrir allt og allt, elsku
mamma, hvíl í friði.
Þín dóttir,
Hólmfríður Björnsdóttir.
Þótt augun séu rök
og röddin klökk
er rekja vil ég
minninganna stig.
Ég minnist þess
í bljúgri bæn og þökk
hve bjart var, elsku mamma,
kringum þig.
En orð og tár
þau eru líkt og hjóm.
Þú allt það besta
vildir gefa mér.
Ó móðir kær,
ég bind í sveiginn blóm
og bænir mínar
helga vil ég þér.
(Höf. ók.)
Elsku mamma mín!
Takk fyrir allar yndislegu
stundirnar sem við höfum átt sam-
an og allt það góða sem þú kenndir
mér í lífinu. Nú er ferðalaginu
okkar saman lokið og þú heldur í
þína reisu.
Góða ferð elsku mamma mín,
þín er sárt saknað.
Eyrún Björnsdóttir.
Í dag kveðjum við elsku Ragn-
heiði, það var sannur heiður að fá
að kynnast þessum frábæra per-
sónuleika sem hún bar. Alltaf svo
virðuleg og gestrisin. Að koma í
Reyrengið til ykkar Björns var
ávallt skemmtilegt. Rætt var um
heimsins mál, þótt við Ragga mín
værum 40 árum yngri þá var samt
gefinn tími til að hlusta og tala
saman og spekúlera í þeim störf-
um og námi sem við vorum að
vinna að.
Mín fyrstu kynni eða sýn af
ykkur hjónum var á þjóðhátíð
Vestmannaeyja árið 1999. Ég þá
starfandi í veitingasölu eða kjúk-
lingatjaldinu á þjóðhátíð eins og
sumir kölluðu það. Þið komuð
prúðbúin eins og venja var hjá
ykkur og spurðuð um ýmislegt
sem var til sölu en keyptuð þó ekki
neitt. Þegar spurningar voru bún-
ar hjá þér og ykkur Birni, þökk-
uðuð þið fyrir og sögðu gaman að
sjá þig og takk aftur fyrir þessar
góðu upplýsingar. Ég furðaði mig
mikið á þessum heiðurshjónum.
Ekki leið á löngu áður en ég skildi
þessa heimsókn ykkar, það var
auðvitað til að skoða nýja kærast-
ann hennar Röggu ykkar (barna-
barn). Mikið höfum við oft hlegið
að þessum sögum saman og rifjað
upp okkar fyrstu kynni.
Margar margar fleiri minning-
ar væri hægt að rifja upp hér en
ég læt það þó bíða betri tíma, þeg-
ar við hittumst á ný. Ég hef nefni-
lega þá trú að þú sért komin á góð-
an stað, þar sem við öll munum
sameinast á ný.
Ég mun gæta garðsins sem þú
hafðir svo gaman af að vinna í á
sumrin hér í Reyrenginu. Við er-
um afar þakklát að hafa keypt
Reyrengið fyrir tveimur árum af
ykkur Birni og höfum því minn-
inguna um þig áþreifanlegri.
Elsku Björn, dætur, tengda-
synir, barnabörn og barnabarna-
börn; megi minningin lifa um góða
konu sem hún Ragnheiður var og
allar góðar vættir vaka yfir ykkur.
Samúðarkveðja,
Friðþór Ingason.
Elskuleg tengdamóðir mín er
komin í náttstað eftir viðburðaríkt
ferðalag.
Ragnheiði kynntist ég fyrir
bráðum 28 árum, þegar leiðir okk-
ar Eyrúnar lágu saman. Ég var 17
ára og Eyrún rétt nýorðin 15 ára
þegar þetta var. Við höfðum farið
saman í skíðaferð til Austurríkis
með Skíðadeild Ármanns og notað
tímann til að æfa fleira en alpa-
greinar. Skömmu síðar kom ég í
fyrsta skiptið í Eikjuvoginn, á
heimili þeirra Björns og Ragn-
heiðar, til að hitta unnustuna. Við
Eyrún höfðum ekki sagt nokkrum
manni frá okkar sambandi og ég
var því kvíðinn að hitta foreldra
hennar í fyrsta sinn. Sá kvíði
reyndist alveg ástæðulaus, því þau
hjónin tóku á móti mér eins og
gömlum vini. Síðar spurði Eyrún
móður sína hverju þetta sætti og
þá svaraði hún: „Elskan mín, held-
urðu að ég hafi ekki séð hvað var á
milli ykkar um leið og þið stiguð út
úr flugvélinni í Keflavík.“
Þarna var henni svo sannarlega
rétt lýst, þessari greindu og um-
burðarlyndu konu með breiða bak-
ið og stóra hjartað. Þegar Eyrún
greindi móður sinni frá því rúmum
tveimur árum síðar að hún væri
ólétt, þá voru viðbrögð hennar í
svipuðum dúr: „Ég er nú búin að
vita af því í nokkurn tíma.“ Ragn-
heiður var börnum okkar, þeim
Jónasi og Signýju, frábær amma
og mikil fyrirmynd. Aldrei féll
henni verk úr hendi, hvort sem það
var í eldhúsinu eða við saumavél-
ina. Það var enginn svikinn af því
að fá mjúkan jóla- eða afmælis-
pakka frá ömmu Ragnheiði. Ég
bar ávallt mikla virðingu fyrir
Ragnheiði og við urðum miklir vin-
ir. Við gátum rökrætt og jafnvel
þrætt um menn og málefni, en allt-
af lá kímnin og lífsgleðin undir
niðri hjá Ragnheiði. Ógleymanleg-
ar eru margar fjallaferðirnar með
þeim tengdaforeldrum mínum,
hvort sem grillað var í grenjandi
rigningu undir öskutunnuloki í
Þórsmörk eða legið í sólbaði efst á
Tindfjallajökli. Ragnheiður unni
íslenskri náttúru og tjaldútilegur
voru órjúfanlegur þáttur af tilveru
hennar. Hún þurfti engan lúxus og
gat galdrað fram veislukvöldverð
af litlum gasprímus.
Ragnheiður og Björn voru ein-
staklega samstillt hjón og fjöl-
skyldan afar náin og samheldin.
Eftir að við Eyrún og börnin flutt-
umst norður í Mývatnssveit lengd-
ist aðeins á milli heimsókna til
tengdaforeldranna, en nú ertu
nær okkur en áður, Ragnheiður
mín, því það er svo stutt héðan til
himnaríkis.
Elsku Bjössi, hún Ragnheiður
er lögst til hvílu, en við yljum okk-
ur við minninguna um yndislega
konu.
Stefán Gunnarsson.
Í dag kveð ég hana Ragnheiði
ömmu með söknuði. Það kemst
enginn með tærnar þar sem hún
amma mín hafði hælana hvað varð-
ar eldamennsku, hannyrðir eða
glæsileika. Hún hristi heilu veisl-
urnar fram úr erminni án þess að
blikna, hún saumaði ósjaldan föt á
barnabörnin. Þegar ég fermdist
fannst henni nú lítið mál að sauma
á mig fermingarfötin, þó með einu
skilyrði og það var að hún fengi að
sauma á mig pils. Henni fannst
nefnilega alveg ómögulegt að
stelpur væru í buxum innan undir
fermingarkyrtlunum. Þannig var
hún Ragnheiður amma, alltaf
smart í tauinu og vel tilhöfð.
Ég man að ég gerði oft grín að
þér þegar þú baðst mig að koma út
í búð með þér, óralöng bið tók við
að bíða eftir að þú værir búin að
gera þig fína, því þú lést aldrei sjá
þig á almannafæri öðruvísi en vel
tilhafða. En veistu hvað, ég er að
verða alveg eins og þú, ég læt
heimilisfólkið bíða eftir mér á með-
an ég hef mig til þó ég sé bara að
fara út í búð eins og þú gerðir.
Minningarnar um þig eru ótal
margar og gæti ég skrifað heila
bók um allt það sem við gerðum
saman. Þó eru minningarnar um
síðustu ár mér kærastar, þegar þú
droppaðir inn í kaffi, þegar við og
afi bökuðum skinkuhornin frægu
fyrir jólin, áður en þú varðst of
veik til að geta tekið þátt í því með
okkur, en þá bakaði ég þau bara og
kom með þau til ykkar.
Vænst af öllu þykir mér þó að
geta haldið Ragnheiðar-nafninu
áfram í húsinu ykkar og ætla ég að
gera mitt besta til að heiðra minn-
ingu þína með veisluhöldum, gleði
og hlátri eins og þú varst vön að
gera.
Elsku Ragnheiður amma, takk
fyrir allar yndislegu stundirnar
sem við áttum saman, ég vona að
þú sért komin á betri stað þar sem
þú færð að blómstra á ný.
Ástarkveðja,
elsku Ragnheiður amma.
Þín nafna,
Ragnheiður Jónsdóttir.
Elsku mamma, tengdamamma,
amma og langamma, minning þín
lifir.
„Þegar einhver deyr breytist
ský í engil, engillinn flýgur til að
segja Guði að nú skuli setja annað
blóm á kodda. Fugl kemur skila-
boðunum til heimsins og syngur
hljóða bæn sem fær regnið til að
gráta. Fólk hverfur en fer í raun
aldrei, andarnir halda áfram, þeir
setja sólina í rúmið, vekja grasið
og snúa jörðinni í hringi. Stundum
sérðu andana að degi til dansandi á
skýjunum þegar þeir eiga að vera
sofandi. Þeir mála regnbogann og
sólsetrið, þeir berja sjónum að
bjarginu, þeir kasta hrapandi
stjörnum og hlusta á óskir okkar.
Og þegar þeir syngja söngva
vindsins hvísla þeir til okkar:
„Ekki sakna mín of mikið, útsýnið
er frábært og mér líður vel.““
(Höfundur óþekktur)
Linda, Magnús, Magnea, Guð-
mundur Óli, Erlendur Þór, Sól-
veig, Eyrún og litlu dúllurnar.
Elsku amma.
Þegar við lítum um öxl og hugs-
um um allar þær góðu stundir sem
við áttum með þér getum við ekki
annað en verið þakklát. Minning-
arnar eru svo ótal margar og flest-
ar þeirra töfra fram bros eða hlát-
ur hjá okkur systkinum.
Það er eflaust leitun á ömmum
sem hafa tekið U-beygju í Ártúns-
brekkunni því það rifjaðist upp
fyrir þeim að það væri ísbúð nær
heimili þeirra. En þetta gerðir þú,
elsku amma. Allar útilegurnar
sem við vorum saman í eru
ógleymanlegar sem og ferðalögin
upp á Arnavatnsheiði og Núpstað-
arskóg. Þú bakaðir heimsins bestu
fylltu horn sem við slógumst um að
borða að ólöstuðu heita súkku-
laðinu þínu sem alls ekki mátti
kalla kakó. Auk þess varstu töfra-
kona með saumavélina þína að
vopni. Efnisstrangar breyttust í
glæsiflíkur í þínum höndum og þú
varst ansi lunkin við að breyta,
bæta og laga eldri flíkur.
Elsku amma. Þessar minningar
og svo ótal margar aðrar koma
fram í huga okkar. Minningarnar
eru svo margar að þær verða ekki
allar settar á blað en við munum
geyma þær í hjörtum okkar.
Takk fyrir allt sem þú gerðir
fyrir okkur, elsku amma. Minning-
in um þig mun lifa áfram um
ókomna tíð.
Þín barnabörn,
Edda Björk og Björn Jóhann.
Ragnheiður Erlendsdóttir,
elskuleg vinkona okkar, er látin
eftir erfið veikindi. Við viljum
minnast hennar fyrir vináttu við
okkur og góða skapsins, sem aldr-
ei var langt undan.
Kynni okkar og eiginmanns
hennar Björns J. Haraldssonar
hófust árið 1985, en skömmu áður
hafði sonur Signýjar, Stefán og
yngsta dóttir þeirra Eyrún kynnst
og hafa síðan gengið æviveginn
saman.
Viðkynning okkar við þau hjón
þróaðist síðan í einlæga vináttu,
með mörgum ánægjulegum sam-
verustundum með fjölskyldum
okkar og sameiginlegum barna-
börnum, Jónasi og Signýju.
Áhugi þeirra á ferðalögum um
landið okkar var mikill, sá áhugi
hefur erfst til afkomenda og fjöl-
skyldna þeirra í ríkum mæli.
Minnisstæð er ferð okkar með
þeim hjónum, ásamt Stefáni, Ey-
rúnu og barnabarninu Jónasi um
Vestfirði í ágúst 1993. Veðrið lék
við okkur þessa viku fyrir margt
löngu en gist var í tjöldum. Oft er
sagt að fólk kynnist aldrei betur en
á ferðalögum, þar sem það er sam-
an alla daga og reynt getur á sam-
veruna. En ferðin öll varð aldeilis
ógleymanlega skemmtileg í alla
staði. Í þessari ferð og öðrum
ferðalögum með þeim komu vel í
ljós mannkostir Ragnheiðar, alltaf
kát og brosmild og reiðubúin að
hjálpa til á allan hátt. Og ekki má
gleyma hversu mikil matmóðir
hún var, alltaf fullt af nesti og fín-
iríi.
Fjölskyldan hefur verið ein-
staklega samrýnd og barnalán
Ragnheiðar og Björns mikið. Stef-
áni var strax tekið sem einum af
þeim og var hann fljótlega orðinn
heimagangur í Eikjuvoginum, þar
sem Ragnheiður og Björn bjuggu
þá. Alltaf vorum við boðin innilega
velkomin á þeirra heimili og Ragn-
heiður töfraði fram heilu veislurn-
ar, eins og hún hefði ekkert fyrir
því. Oft voru gjafir til fjölskyldu
hennar saumaðar eða prjónaðar af
henni, en hún gerði tískuflíkur
sem börn og barnabörn voru stolt
af að bera. Ragnheiður var einstök
húsmóðir.
Nú að leiðarlokum minnumst
við með söknuði okkar góðu vin-
konu, sem lögð er af stað í sitt síð-
asta ferðalag. Við sendum okkar
kæra vini Birni, sem og fjölskyld-
unni allri, innilegar samúðarkveðj-
ur, en vitum að minningin um ynd-
islega eiginkonu, móður,
tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu mun ylja um alla framtíð.
Blessuð sé minning hennar.
Signý og Jón Magnús.
Fallin er frá sómakonan Ragn-
heiður Erlendsdóttir. Með þessum
fáu línum vil ég þakka henni og
þeim hjónum báðum fyrir allan
mat sem ég hef hesthúsað, næt-
urgistingar, saumaskap og annan
viðurgjörning sem ég hef fengið
frá því ég fyrst kom á þeirra heim-
ili sem sjö ára skotta. Einnig allar
jákvæðu ákvarðanirnar sem þær
móðir mín og hún hafa þurft að
taka bæði saman og sín í hvoru
lagi. Oft höfum við vinkonurnar nú
í seinni tíð undrast margar þeirra,
en traust sýndu þær okkur alltaf
og vona ég að við höfum verið þess
verðar. Ég hef gengið inn og út af
þeirra heimili alla tíð og hef oft
sagt þeim öllum að ég væri fimmta
systirin en Ásgeir stóri bróðir
þeirra sem þau misstu allt of fljótt
var að mínu áliti flottasti strák-
urinn í hverfinu, líka svo stór.
Kæri Björn og systur mínar
fjórar Fríða, Linda, Lára og Ey-
rún (sem okkur fannst koma
svakalega seint) og fjölskyldur,
innilegar samúðarkveðjur frá okk-
ur Helga og kær kveðja frá
mömmu og pabba Elsie og Teit.
Ykkar
Vilborg (Villa).
Ragnheiður
Erlendsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku langamma. Ég
elska þig, það er gaman að
geta átt heima í húsinu
þínu. Ég skal passa það vel
og líka langafa.
Þú ert besta langamma
mín, góða ferð í himininn.
Þinn
Ingi Steinn.
Ég elska þig langamma,
ég vona að þú hafir það
gott. Það var gaman að
vera alltaf saman og hlæja
með þér og langafa, ég er
stolt að hafa verið með þér í
rauða liðinu á sl. ættarmóti,
við vorum pæjurnar.
Takk fyrir allar góðu
stundirnar.
Þín
Fríða Rún.
Elsku drengurinn
minn. Í dag rifja ég
upp að fyrir 40 árum
fæddist þú, frum-
burður minn og einkasonur, ynd-
islega fallegur og heilbrigður
dökkhærður drengur. Þú varst
strax svo skýr og horfðir á okkur
foreldra þína og heiminn stórum
augum.
Ég var svo ung, bæði yfir mig
stolt og hálfhrædd við þessa miklu
ábyrgð sem mér var nú á höndum,
en við urðum strax góð saman og
vorum það alla tíð. Þú svo ljúfur
og góður drengur sem allt lék í
Stefán Jónsson
✝ Stefán Jónssonfæddist í
Reykjavík 12. júní
1972. Hann lést í
Reykjavík 29. júlí
2007. Útför hans var
gerð frá Langholts-
kirkju 9. ágúst 2007.
höndunum á, skynj-
aðir og skildir svo
vel alla hluti, aldrei
þurfti að segja þér
neitt nema einu sinni
til að það skildist og
væri geymt. Þau 35
ár sem ég fékk að
hafa þig hér hjá mér
varstu alltaf stolt
mitt í lífi, námi og
starfi, enn ertu stolt-
ið mitt, það breytist
aldrei.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að hafa þig hér þennan
tíma, það eina sem ég sé eftir er
að hafa ekki verið frekari á að
hafa þig meira hjá mér eftir að þú
fullorðnaðist. Ég hélt að tíminn
okkar saman yrði nægur, ákvað
að bíða róleg og leyfa þeim sem
eldri voru að fá að njóta nærveru
þinnar í ríkara mæli því þeirra
tími væri bráðum kominn, þannig
skyldi maður aldrei hugsa því það
varð til þess að ég missti marga
dýrmæta stund sem við hefðum
getað átt saman. Síðasta árið þitt
hér fékk ég samt að hafa þig hjá
mér næstum daglega, hlúa að þér
eins og mig langaði og mikið naut
ég þess tíma, hann er mér dýr-
mæt minning í dag.
Nú ert þú 40 ára gamall og ég
sé þig fyrir mér hér hjá okkur,
hamingjusamur og ljómandi af
heilbrigði og hreysti eins og þegar
þú elsku drengurinn minn varst
hrifsaður svo skelfilega á burt frá
okkur fyrir tæpum fimm árum.
Hvern dag hugsa ég til þín og
hvað þú munir hafa fyrir stafni.
Hvern dag sé ég þig koma í átt-
ina til mín með fallega brosið þitt
og útbreiddan faðminn. Hver dag-
ur sem líður styttir tímann í að við
hittumst aftur og sitjum saman og
spjöllum sem fyrr.
Ég trúi því að í dag gerir þú þér
dagamun með fjölskyldunni þinni
í Sumarlandinu og þar verði glatt
á hjalla. Við fjölskyldan þín hér
munum gera slíkt hið sama og
rifja upp alla gleðina sem þú gafst
okkur og við áttum saman.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Risastórt mömmuknús til þín
elsku drengurinn minn og við
sjáumst glöð og kát þegar þar að
kemur.
Ég sakna þín og elska þig að ei-
lífu.
Þín
mamma.