Morgunblaðið - 12.06.2012, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 12.06.2012, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012 Það var eins og við manninnmælt þá minnzt var fyrirviku á ævarandi aðdrátt-arafl Beethovens í hljóm- leikasölum. Hvert Eldborgarsæti var skipað á fimmtudagskvöld þegar „Hring“ Hannus Lintu og SÍ lauk með 8. og 9. sinfóníu, og skal engan undra. Því þótt litla 8. hljómkviðan í F frá 1812 teljist meðal hinna sjald- heyrðari frá penna Beethovens, þá gegnir öðru máli með Níuna, er safn- ar enn hvarvetna fullum húsum af það þekktum og skiljanlegum ástæðum að ástæðulaust er að tíunda frekar. Það er ávallt jafnánægjuleg reynsla að heyra aftur 8. sinfóníuna, er geislar af Haydneskri gamansemi og þáþráu afturhvarfi til settlegri tíma – nánast eins og meðvituð stikluvik á milli risa- stökkva nr. 7 og 9 inn í rómantíska framtíð, líkt og Beethoven átti reynd- ar til fyrr á ferlinum; e.t.v. í því skyni að gera upp við sig hvaðan komið var og hvert skyldi halda. Skynbragð hans á muninn á „Kenner“ og „Liebhaber“ meðal hlustenda lýsir sér einnig í því hvað hann hélt sjálfur mikið upp á þessa á ytra borði lát- lausu tónsmíð, einkum miðað við feikna undirtektirnar sem Sjöan fékk 1808, og kann sumpart að stafa af því hvað Áttan – þrátt fyrir allt glensið – „felur“ listina að hætti Mozarts. Eftir laufléttan I. þátt, sem þó hefði mátt vera jafnvægari í styrk, kom tif- andi scherzandó II., er menn til skamms tíma hafa tengt samtíma- manninum Mälzel er fann upp takt- mælinn og Beethoven kvað hafa sent 4 radda keðjusöng um aðalstefið, þó nú sé talinn svindluppátæki eftir rit- ara hans Anton Schindler, eins og tónleikaskrárritari benti þakk- samlega á. Allt um það var oftast samtaka leikið, og þótt Menúettinn (III) væri heldur hraðstígur, var nautn að hornaborna Tríóinu. Fínallinn var líflegur við hæfi og auð- heyranlegt að sveitin var þá komin í fullt form. Níunda sinfónían í d (1824) hljóm- aði nú í Eldborg í annað sinn ári eftir vígslutónleikana 4. júní 2011 undir stjórn Vladimirs Ashkenazy, er voru enn í nógu fersku minni til að gera samanburð. Sé því treystandi var hljómsveitin ef eitthvað fírugri en þá, þó að einsöngvarakvartettinn núna stæði varla nema jafnfætis; alltjent voru báðir sama merki brenndir, sem oftast vill verða um þvíumlík „ad hoc“ samskot, að vera ekki alveg nógu vel samsungnir. Hins vegar var kórinn nánast óað- finnanlegur. Hvorki gætti þreytuvott- ar né tónsigs í háttlægum sópran, og þó að bassar væru fullgrunnir fyrir minn smekk, þá svaraði 120 manna sönghópurinn kalli stjórnandans eftir sveigjanlegri dýnamík það vel að ann- að eins hefur varla áður heyrzt á okk- ar fjörum. Með fyrirvara um sígilt hrifningarafl þessa meistaraverks, hver sem í hlut á, þá freistast maður því sterklega til að veita Mótettukór Harðar Áskelssonar Íslandsmet í list- rænni frammistöðu allt frá Íslands- frumflutningi dr. Róberts Abraham 1966, hverjum kvöldið var tileinkað. Að lokum má nefna að salurinn virtist nú skila talsvert safaríkari end- urómi en í fyrra skiptið, og bar sízt að lasta. Væri til of mikils mælzt ef hlut- aðeigandi gæfi upp ómstillingu Eld- borgar þegar mikið liggur við? Eða er það kannski trúnaðarmál? Morgunblaðið/Ómar Stjórnandinn Hring Hannu Lintu og Sinfó lauk á fimmudaginn. Nían að ári liðnu Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbbm Beethoven: Sinfónía nr. 8 og 9. Ein- söngvarar: Hulda Björk Garðarsdóttir S, Andrew Kennedy T, Nathalía Druzin Halldórsdóttir A og Ágúst Ólafsson B. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Mót- ettukór Hallgrímskirkju. Stjórnandi: Hannu Lintu. Fimmtudaginn 7. júní kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Í Nýlistasafninu standa forvitnilegir skúlptúrar úr mdf-plötum á gólfi. Þeir eru hluti af sýningu bandarísku lista- mannanna Melissu Dubbin og Aarons S. Davidson en einnig hátalarar til tónlistarflutnings. Sýning þeirra Dubbin og Davidsons nefnist Volumes for Sound og er hluti af myndlist- arverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Sjálfstætt fólk/ (In)dependent people. Sýningin var opnuð 19. maí og stendur safnið fyrir hljóðverka- dagskrá í tengslum við hana, dagskrá sem hófst 29. maí og lýkur 3. júlí en á henni flytja íslenskir hljóðlistamenn og tónskáld ný verk eftir sig og nýta til flutningsins skúlptúrana. Auxpan, Elvar Már Kjartansson, reið á vaðið, viku síðar kom fram AMFJ, þ.e. Að- alsteinn Jörundsson og næstir eru feðgarnir Finnbogi Pétursson og Stef- án Finnbogason. Þeir flytja verk eftir sig í dag, 12. júní, kl. 20 í safninu. Viku síðar, 19. júní, mæta fulltrúar S.L.Á.T- .U.R. (Samtök listrænt ágengra tón- smiða umverfis Reykjavík) til leiks; 26. júní Trouble (Þóranna Dögg Björnsdóttir) og 3. júlí Stilluppsteypa, þeir Helgi Þórsson og Sigtryggur Berg Sigmarsson. Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Nýlistasafnsins, segir Dubbin og Davidson vera að velta fyrir sér eiginleikum hljóðs í verkinu og hvernig það framkallist í rými. „Þau beina hljóði úr hljóðfærum, mixer eða annarri hljóðuppsprettu inn í formið og það varpast þannig út í rýmið og bjagast aðeins á leiðinni,“ útskýrir Ingunn. Á formunum séu raufar og fyrir vikið minni þau að einhverju leyti á pípuorgel en um leið á hversdagsleg húsgögn sem megi raða upp að vild. Dubbin og Davidson fluttu tón- verkið Three Planes of Silver þrisvar sinnum yfir opnunarhelgi sýning- arinnar, 19.-20. maí, ásamt tónlistar- manninum Sean Onsgard. „Þegar þau flytja þetta verk kemur hljóðið út á mismunandi stöðum og verður eins og hljóðskúlptúr í rýminu, áhorfandinn gengur um og skynjar hljóðið á ólíkan hátt eftir því hvar hann er staddur,“ segir Ingunn. Listamenn sem vinna með hljóð „Hluti af hugmyndafræði sýning- arinnar er að eftirláta öðrum að nota þessa skúlptúra þannig að það er búið að setja saman dagskrá með íslensk- um hljóðlistamönnum, sex talsins og sumir eru sólóistar á meðan aðrir eru að vinna í samstarfi. Það var reynt að velja listamenn sem hafa verið að vinna með hljóð á svolítið tilrauna- kenndan hátt. Þetta eru bæði menn sem koma úr tónlist og myndlist þann- ig að það mætti segja að þetta sé á mörkum tónlistar og myndlistar,“ seg- ir Ingunn og nefnir sem dæmi mynd- listarmanninn Finnboga Pétursson og Stefán son hans sem er tónlist- armaður. Finnbogi hefur mikið unnið með hljóð í verkum sínum og Stefán er liðsmaður hljómsveitarinnar Sykur. Hljóðlistamennirnir sem fram koma í Nýlistasafninu semja allir ný verk með skúlptúrana í huga, mega raða þeim eftir sínu höfði og uppröðunin breytir hljóðinu. „Við þetta myndast alltaf ný innsetning í rýminu sem er síðan skrásett með ljósmyndum og þær prentaðar út,“ segir Ingunn. Sýningin verður sett upp í Henie Onstad Kunstsenter í Noregi í nóv- ember og munu þar norskir hljóð- listamenn koma fram og nýta skúlptúrana. Hljóðskúlptúr AMFJ flutti tónverk í Nýlistasafninu fyrir viku, 5. júní sl. Hljóðskúlptúr í rými  Skúlptúrar gegna hlutverki hátalara á Volumes for Sound  Listamenn fengnir til að nýta þá og flytja hljóðverk volumesforsound.org nylo.is Íslendingar eiga sér langa og merkilega kveðskaparhefð og til að halda þeim forna sið lifandi þarf að kynna kveðskaparlistina fyrir hverri nýrri kynslóð sem ræktar hana og geymir fyrir þá næstu. Vopnfirðingar hafa hlúið að þess- um forna sið feðra sinna og sýna kveðskaparhefðinni núna þá rækt- arsemi að koma henni til næstu kynslóðar með stefnumóti unglinga á norðausturhluta landsins við kveðskaparhefðina. Sigríður Dóra Sverrisdóttir er hugmyndasmiður verkefnisins Rímur og rokk en þar hefur hún fengið til leiks við sig Steindór And- ersen kvæðamann, Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld, og Baldvin Eyjólfsson tónlistarkennara til að leiðbeina hópi ungs fólks frá Kópa- skeri og Vopnafirði í því hvernig eigi að flytja, semja rímur og vinna með þær á ýmsan hátt. „Við viljum að unga fólkið kynn- ist kveðskaparhefðinni og læri að flytja kvæði og rímur. Síðan ætlum við að leyfa þeim að poppa þær að- eins upp og setja undirspil undir þær og prófa okkur áfram en nokk- ur þeirra sem koma eru í tónlist- arnámi og það verður því gaman að sjá hvernig það tekst til,“ segir Sig- ríður Dóra. Verkefnið er samstarfsverkefni menningarmiðstöðvarinnar Kaup- vangs á Vopnafirði og Menningar- miðstöðvar Þingeyinga en kveð- skapur á sér sterkar rætur á Vopnafirði og í Þingeyjarsýslum. Verður meðal annars notast við safn Helga Kristjánssonar frá Leir- höfða á Melrakkasléttu en hann safnaði rímum sem nú eru varð- veittar á Snartastöðum í Norð- urþingi. Rímurnar batt hann inn sjálfur í nærri 190 bækur og eru þær hluti af bókasafni Helga. Rímur og rokk verður starfrækt dagana 12. til 16. júní og að sögn Sigríðar verður vonandi framhald á verkefninu ef vel tekst til og nægi- legt fé fæst fyrir áframhaldi á því á næsta ári. vilhjalmur@mbl.is Rokkaðar rímur Sannir heimilisvinir Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ryksugur Fyrsta flokks frá FÖNIX...

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.