Morgunblaðið - 02.07.2012, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 2. J Ú L Í 2 0 1 2
Stofnað 1913 152. tölublað 100. árgangur
REGLA HUGLEIKS ER
AÐ FINNA LÖG OG
SNÚA ÚT ÚR ÞEIM
MANNMERGÐ Í MIÐBORG
SÖNGELSKIR FÁ
LAGATEXTA SENDA
BEINT Í SÍMANN
NUTU SÍN Í VEÐURBLÍÐU BYLTING Í BREKKUSÖNG 10ENN FLEIRI ÍSLENSK DÆGURLÖG 26
Morgunblaðið/Ómar
Kópur Selnum er gert hátt undir höfði í
Selasetri Íslands á Hvammstanga.
Laxasetur Íslands var opnað á
dögunum á Blönduósi. Lifandi lax-
fiskar eru í aðalhlutverki á sýningu
setursins en henni er skipt upp í
þrjú meginþemu; líffræði, þjóð-
fræði og veiðar.
Laxinn er ekki fyrsta dýrið til að
fá setur tileinkað sér hér á landi. Á
undanförnum árum hafa setur til-
einkuð íslensku dýralífi risið hratt
og eru nú orðin ellefu talsins. Það
er Selasetur á Hvammstanga, Sauð-
fjársetur á Ströndum, Melrakkaset-
ur á Súðavík og Arnarsetur Íslands
í Reykhólahreppi svo eitthvað sé
nefnt.
Aukning í sjálfbærri náttúru-
tengdri ferðaþjónustu er ein aðal-
ástæðan fyrir fjölda dýrasafna sem
hafa risið hér á landi að mati Vignis
Skúlasonar, framkvæmdastjóra
Selasetursins. »16
Setur til heiðurs
íslensku dýralífi rísa
hratt um landið
Kosningarnar í tölum
» Ólafur Ragnar hlaut
52,78%.
» Þóra Arnórsdóttir hlaut
33,16% á landsvísu.
» Kjörsókn yfir landið allt var
69,2%.
» Auðir og ógildir voru 2,45%
nú en voru 21,2% árið 2004.
Helgi Snær Sigurðsson
Stefán Gunnar Sveinsson
Viðar Guðjónsson
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, hlaut 52,78% gildra atkvæða í
forsetakosningunum á laugardag-
inn var. Þóra Arnórsdóttir, helsti
keppinautur hans, hlaut 33,16% at-
kvæða. Af öðrum frambjóðendum
varð Ari Trausti Guðmundsson
hlutskarpastur með rúmlega 8% at-
kvæða. Fylgi Ólafs Ragnars var alls
staðar yfir 50% nema í Reykjavík.
Ljóst var frá fyrstu tölum í hvað
stefndi, en fylgi Ólafs var langmest
í Suðurkjördæmi, þar sem hann var
með 63,57% fylgi.
Kjörsókn fór hægt af stað og
fljótlega varð ljóst að hún yrði
minni en vanalegt er. Hins vegar
var fjöldi utankjörfundaratkvæða
með mesta móti. Kjörsókn var lak-
ari í Reykjavík en í hinum kjör-
dæmunum. Birgir Guðmundsson
stjórnmálafræðingur segir að al-
menn þreyta með stjórnmál geti
hafa átt þátt í því.
Það vakti athygli að könnun Gall-
ups sem birtist tveimur dögum fyrir
kosningarnar reyndist vera mjög
nálægt úrslitunum. Einar Einars-
son, framkvæmdastjóri Capacent
rannsókna, segir að skoðanakann-
anir hafi lítil sem engin áhrif á nið-
urstöður kosninga.
Ólafur Ragnar segir í viðtali við
Morgunblaðið að hann sé mjög
þakklátur fyrir þann stuðning sem
sér hafi verið sýndur.
MForsetakosningar 2012 »4, 6
Afgerandi sigur forsetans
Ólafur Ragnar Grímsson hlaut 52,78% gildra atkvæða Þátttaka í kosning-
unum var með minnsta móti Kannanir fyrir kosningar hárnákvæmar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á heimleið Umferðin til Reykjavíkur í gær gekk vonum framar að sögn lög-
reglu. Hátt í fimm hundruð manns voru á tjaldsvæðinu á Flúðum.
Fyrsta helgin í júlí er önnur stærsta
ferðahelgi ársins á eftir verslunar-
mannahelginni en skipulögð hátíðar-
höld voru víða um land og myndaðist
töluverð stemning á tjaldsvæðum og
gistihúsum landsins. Að sögn lög-
reglu gekk umferðin vonum framar
um helgina.
„Þetta var nokkuð gott hjá okkur.
Hingað komu um 450 manns og
þetta gekk bara mjög vel. Stemning-
in var góð og við vorum mjög heppin
með veður,“ segir Sigurjón Bergs-
son, umsjónarmaður tjaldsvæðisins
á Flúðum.
Mikill fjöldi háskólanema lagði
leið sína á tjaldsvæðið, en Sigurjón
segir það miður hversu illa þau
gengu um svæðið. „Umgengnin var
alls ekki til fyrirmyndar og það er
engu líkara en að hér hafi verið helj-
arinnar útihátið,“ segir Sigurjón, en
tjöld, matur og annað rusl var m.a.
skilið eftir á svæðinu.
Brynjólfur Flosason gegnir starfi
skálavarðar í Húsadal, en hann segir
fjölda gesta í Þórsmörk hafa verið
undir væntingum í ár. „Fjöldi gesta í
Þórsmörk um helgina stóð alla vega
ekki undir væntingum okkar í þetta
sinn,“ segir Brynjólfur og bætir við
að gestir í Þórsmörk hafi verið færri
um helgina en aðrar helgar í sumar.
Brynjólfur telur að forsetakosn-
ingarnar hafi átt mikinn þátt í fækk-
un gesta um helgina, en hann segir
erlenda ferðamenn hafa verið í
meirihluta gesta. „Útlendingar eru
náttúrlega ekki mikið að spá í for-
setakosningar á Íslandi og því var
töluvert um þá hjá okkur,“ segir
Brynjólfur, en hann segir að veðrið
hafi ekki getað spillt fyrir aðsókninni
því sól og blíða hafi verið í Þórsmörk.
pfe@mbl.is
Háskólanemar gengu illa um á Flúðum
Um 450 manns voru á tjaldsvæðinu á Flúðum um helgina Fjöldi gesta undir væntingum í Þórsmörk
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fékk
gómsæta gjöf á Bessastöðum í gær þegar félagar
í Konditorsambandi Íslands komu færandi hendi
með sérbakaða tertu í tilefni af forsetakosning-
unum. Var hún m.a. gerð úr blásnum og teygð-
um sykri og prýdd skjaldarmerki forseta Íslands
sem og merki Konditorsambandsins sem stofnað
var 1. mars sl. Eins og sjá má kunnu forsetahjón-
in vel að meta þennan óvænta glaðning.
Endurkjöri fagnað með gómsætri forsetatertu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Spánverjar
tryggðu sér í
gærkvöldi Evr-
ópumeistaratit-
ilinn í knatt-
spyrnu með sigri
á Ítalíu, 4:0, í
Kænugarði.
Margt var sögu-
legt við sigurinn.
Hann var sá stærsti í úrslitum Evr-
ópumótsins, ekkert lið hefur áður
varið titilinn og Fernando Torres
varð fyrsti maðurinn til að skora í
tveimur úrslitaleikjum. » Íþróttir
Spánn vann þriðja
stórmótið í röð
28