Morgunblaðið - 02.07.2012, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ein besta klifurkona Bandaríkjanna, hin 19 ára
gamla Sasha DiGiulian, sýndi styrk sinn og fimi í
Klifurhúsinu í gær og var engu líkara en þar
færi sjálfur Kóngulóarmaðurinn. DiGiulian verð-
ur gestaleiðbeinandi á Nordic Youth Camp, klif-
ursumarbúðum fyrir unglinga frá Íslandi, Finn-
landi, Danmörku og Svíþjóð sem hófust í gær á
Hnappavöllum og lýkur 7. júlí. DiGiulian hefur
lokið tveimur klifurleiðum sem hafa gráðuna 9a
og þykja afar erfiðar. Hún lauk í fyrra slíkri klif-
urleið í Kentucky og varð þar með fyrst banda-
rískra kvenna til að vinna slíkt afrek.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kóngulóarkona fikrar sig upp vegg
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Framleiðsluaukning álversins í Straumsvík
er tæknilega flóknari en gert var ráð fyrir.
Erfitt hefur reynst að leysa ýmsar tækni-
legar áskoranir sem hafa valdið töfum á
verkefninu. „Framleiðsluaukningin er einn
af þremur stórum verkþáttum fram-
kvæmdanna sem hér hafa staðið yfir und-
anfarin misseri. Við erum svo til búin með
hina tvo, en erum að endurskoða hvernig
við nálgumst straumhækkunina,“ segir
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á
Íslandi. Breytingar á straumleiðurum í
tveimur kerskálum, sem eru forsenda fram-
leiðsluaukningar, frestast að öllum líkindum
fram á næsta ár. Rannveig segir heildar-
verkefnið mjög stórt í sniðum og gríðarlega
dýrt. „Þetta eru 60 milljarðar í heild og
ýmsir veigamiklir hlutar verkefnisins hafa
gengið vel, t.a.m. breyting á framleiðslu-
afurð álversins úr börrum í bolta. Við
steyptum fyrstu boltasteypurnar um daginn
og þær eru komnar til viðskiptavina,“ segir
Rannveig.
Rio Tinto Alcan ákvað á dögunum að
segja upp samningi við verkfræðifyrirtækin
Hatch og HRV, sem hafa séð um verk-
fræðilega hönnun, innkaup og umsjón fram-
kvæmda. Að sögn Rannveigar var það ekki
gert á grundvelli vanefnda heldur sam-
kvæmt almennu uppsagnarákvæði í samn-
ingnum.
Eðlilegt hafi verið að endurskoða skipulag
verksins í ljósi þess að hönnun og inn-
kaupum sé nánast lokið, sem og tveimur
meginþáttum framkvæmda af þremur. „Í
kjölfarið mun framkvæmdasvið Rio Tinto
Alcan vinna náið með Hatch og HRV að því
að gera áætlun um hvernig undið verður of-
an af þeirra núverandi aðkomu að verkinu á
næstu vikum og mánuðum,“ segir Rann-
veig.
Rannveig segist ekki búast við að seink-
un straumleiðarabreytinganna vari í langan
tíma og býst við að ná fullum afköstum á
réttum tíma. „Við búumst við að fram-
leiðsluaukningunni verði náð á tilsettum
tíma enda gerum við nú ráð fyrir að hækka
strauminn hraðar en til stóð í upphafi,“ seg-
ir Rannveig.
Álverið endurskoðar verkefni
Framkvæmdir til að auka framleiðslu álversins í Straumsvík tæknilega flóknari en gert var ráð fyrir
Breyting á straumleiðurum í tveimur kerskálum frestast fram á næsta ár Samningum sagt upp
„Þetta eru 60 milljarðar
í heild og ýmsir veiga-
miklir hlutar verkefn-
isins hafa gengið vel.“
Rannveig Rist
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Stefnt er að því að opna Sprengi-
sandsleið í vikunni. Um er að ræða
mikla bót fyrir aðila í ferðaþjón-
ustu á svæðinu sem margir hverjir
reiða sig á að fjallvegir séu opnir
yfir sumartímann. Þegar er búið að
opna syðri hluta leiðarinnar sem
liggur um Nýjadal. Lítill snjór er á
veginum en mikil bleyta gerir það
að verkum að hann er ófær enn.
„Vonandi verður hægt að opna
hann síðari hluta vikunnar. Við
munum hefja þá vinnu sem þarf til
þess að opna hann á morgun (í
dag). Nokkuð misjafnt er hvenær
Sprengisandsleið hefur opnast fyr-
ir umferð síðustu ár. Þegar best
lætur opnast vegurinn um miðjan
júní en dæmi eru þess að hann hafi
opnast um miðjan júlí,“ segir
Gunnar Bóasson, yfirverkstjóri
Vegagerðarinnar á Húsavík. „Þetta
fer eftir snjóalögum. Í síðustu viku
var enn um 70 cm djúpt vatn við
Fjórðungsöldu og því ekkert hægt
að keyra þar um. Ástæðan er frost í
jörðu. Um leið og það fer þornar
vegurinn fljótt,“ segir Gunnar.
Anders Hansen, framkvæmda-
stjóri á Hótel Leirubakka á Hellu,
segir það mikið hagsmunamál að
vegurinn verði opnaður. ,,Þegar
vegur eins og Sprengisandsleið er
lokaður, lengur en þörf er á, er það
augljóst að ferðamenn verða að
breyta áætlunum sínum. Fyrir vik-
ið verða hótel kannski af viðskipta-
vinum sem þau voru búin að gera
ráð fyrir með margra mánaða fyr-
irvara,“ segir Anders sem þurft
hefur að taka við afbókunum sök-
um þess að leiðin er lokuð.
„Yfir sumarmánuðina reiðir
ferðaþjónustan sig á greiðar sam-
göngur. Ferðaþjónustan á Íslandi
hefur markaðssett landið sem
mikla náttúruparadís, því er það
okkur mjög mikilvægt að hægt sé
að komast frá strönd til hæstu
jökla jöfnum höndum,“ segir And-
ers.
Mikið hagsmunamál
fyrir ferðaþjónustuna
Verður vonandi hægt að opna Sprengisandsleið í vikunni
Morgunblaðið/RAX
Hálendið Stefnt er að því að opna
Sprengisandsleið í vikunni.
Gjaldtökuheimild fyrir köfun ofan í
gjána Silfru á Þingvöllum tók gildi í
gær en innheimtu fyrir köfun verður
hins vegar frestað um einhvern tíma,
til 1. september hið minnsta. Fyrir-
hugað gjald, þjónustugjald sem hver
kafari verður að greiða, er 750 kr. og
var það Þingvallanefnd sem tók
ákvörðun um gjaldtökuna.
Rekstraraðilar í Silfru, fyrirtækin
Arctic Adventures, Adventure Box,
Dive og Scuba Iceland auk Sportkaf-
arafélags Íslands, hafa nú sent nefnd-
inni erindi þar sem fyrirhugaðri gjald-
töku er harðlega mótmælt. Segir m.a. í
því að gerðar séu alvarlegar athuga-
semdir við þau vinnubrögð að þrátt
fyrir yfirlýsingar um samstarf við
rekstraraðila hafi reglur um gesta-
gjöld verið settar með níu daga fyr-
irvara, þ.e. að rekstraraðilar hafi feng-
ið að vita af þeim níu dögum áður en
þau áttu að taka gildi. Svo stuttur
frestur sé óásættanlegur þar sem fyr-
irtækin hafi selt ferðir með löngum
fyrirvara og geti ekki látið verðskrá
sína endurspegla slíkt gjald með svo
stuttum fyrirvara. Auk þess eru gerð-
ar athugasemdir við hversu óljóst
gjaldið sé og að ekkert hafi komið fram
um hvaða kostnaði því sé ætlað að
mæta.
Segir þjónustu ekki aukna
Höfundar erindisins leggja til að
gildistöku verði frestað til 1. júní á
næsta ári og að settur verði upp sam-
starfshópur með fulltrúum rekstrar-
aðila og nefndarinnar sem fari nánar
yfir alla þætti málsins, m.a. lögmæti
gjaldtökunnar, samkeppnismál, ör-
yggismál og uppbyggingu á svæðinu.
„Það sem okkur langar að vita og við
höfum ekki fengið að vita, sama hvað
við höfum reynt, er hvaða þjónustu við
munum fá umfram það sem aðrir gest-
ir garðsins fá, hvort sem þeir eru þar í
skipulagðri ferð eða á eigin vegum.
Eina svarið sem við höfum fengið er að
það verði ráðinn starfsmaður til gjald-
töku,“ segir Torfi G. Yngvason, fram-
kvæmdastjóri Arctic Adventures.
Hann hafi ekki fengið nein haldbær
svör við því hvernig gjaldið hafi verið
reiknað út og þjónustan verði auk þess
ekki aukin í takt við fjölda gesta.
Ósáttir við gjaldtöku
Vinnubrögð Þingvallanefndar gagn-
rýnd af rekstraraðilum og sportköfurum
Tveir sluppu með
minniháttar
meiðsl eftir bíl-
veltu á Mosfells-
heiði í gær-
kvöldi. Tveir
farþegar voru í
bílnum, ung
stúlka og 13 ára
drengur. Bíllinn
er stórskemmdur eftir veltuna, en
farþegar bílsins voru fluttir á slysa-
varðstofuna í Fossvogi til aðhlynn-
ingar. Stúlkan kenndi til í öxlinni
eftir slysið og drengurinn hlaut
skrámur í andlitið. Ekki er vitað um
tildrög slyssins en betur fór en á
horfðist að sögn slökkviliðsins á
höfðuborgarsvæðinu. pfe@mbl.is
Fólksbíll valt
á Mosfellsheiði
Varðskipsmenn Landhelgisgæslu
Íslands fóru nýverið til eftirlits
um borð í ellefu togara frá Rúss-
landi, Spáni, Portúgal og Fær-
eyjum sem voru á úthafskarfa-
miðunum á Reykjaneshrygg. Á
vefsvæði Gæslunnar segir, að þeg-
ar komið var á svæðið hafi þar
verið tuttugu erlendir togarar,
eitt erlent flutningaskip, eitt er-
lent olíuskip og tólf íslenskir tog-
arar.
Úthafskarfaveiðar á Reykjanes-
hrygg hafa staðið yfir frá 10. maí.
Gæslumenn fóru um
borð í ellefu togara