Morgunblaðið - 02.07.2012, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2012
Tilboð
:
Fólksbíll – 6500,-
(fullt verð 9000,-)
Jepplingur – 8000,-
(fullt verð 12.000,-)
Pantaðu alþrif strax í dag
Handþvottur / Handbón
Er bíllinn þinn skítugur eftir helgina?
BÓNSTÖÐIN
DALVEGI 16C
Sími 571-9900 / 695-9909
„Í okkar tilviki er þetta í sjálfu sér
ósköp borðleggjandi, við erum bæði
komin í eins konar sumarfrí, María á
sitt sumarfrí til 1. ágúst u.þ.b. og ég
sem lausamaður tek mér sumarfrí
þegar mér sýnist,“ segir Ari Trausti
Guðmundsson, spurður að því hvað
taki við hjá honum að loknum kosn-
ingum. Eftir frí bíði hans mörg verk-
efni. „Það bíður mín heimildarmynd
eða þáttaröð um Reykjanesskagann
og ég er að vinna í sjónvarpsefni um
Vatnajökulsþjóðgarð, er að skrifa bók og ég get talið
upp fleira,“ segir Ari en bókin sem hann nefnir er smá-
sögur sem hann segist vera að semja. Þá sé nýkomin út
stór bók eftir hann og Ragnar Th. Sigurðsson á ensku,
MAGMA, bók sem kom út viku fyrir kosningar og þeir
þurfi að fylgja eftir. „Þetta var svona smá Þingvalla-
hringur hjá mér út úr þessu verkefnavali sem ég hef,“
segir Ari Trausti kíminn um framboðið. Spurður að því
hvort hann sé sáttur við sína kosningabaráttu segist
Ari vera það. „Ég held ég megi fullyrða að ég eigi smá-
vegis inni í kjörfylgi bæði Þóru og Ólafs, einfaldlega út
af þessum taktísku kosningum.“
Mörgum verkefnum að sinna
Ari Trausti
Guðmundsson
Hannes Bjarnason segist ætla að
hverfa aftur til fyrri starfa en hann
gegnir starfi breytingastjóra hjá
tölvuþróunarfyrirtækinu Evry í Nor-
egi. „Mínar persónulegu aðstæður
eru þannig að ég á börn af fyrra
sambandi með norskri konu og það
gerir mér því miður ekki kleift að
snúa aftur til Íslands alveg ennþá, úr
því að svona fór, þannig að ég verð
líklega að bíða,“ segir Hannes og
bætir því við að vonandi geti hann
flust til Íslands á næsta ári.
Spurður að því hvort hann sé sáttur við kosningabar-
áttu sína segist Hannes ekki geta sagt annað. „Ég hef
náttúrlega bara gert þetta af bestu efnum og þá er ég
ekki endilega að tala um peninga heldur líka mannleg
efni,“ segir hann. Það hafi verið ákveðin hug-
myndafræði hjá honum að vera í nánum tengslum við
fólk sem leitað hafi til hans, m.a. blaðamenn, og þá án
nokkurra milliliða. „Ég get ekki stungið því undir stól
að ég bjóst kannski við því að það væri meiri áhugi hjá
almenningi að taka svolítið uppgjör við hrunið. En við
tókum eftir því, smám saman, að þetta snerist miklu
meira um Evrópusambandið en margt annað.“
Hverfur aftur til fyrri starfa
Hannes
Bjarnason
„Ég sný mér aftur að lögmennskunni
og störfum mínum á sviði mannrétt-
inda fyrir Evrópuráðið,“ segir Her-
dís Þorgeirsdóttir um það sem við
tekur hjá henni að loknum kosn-
ingum. Spurð að því hvort hún sé
sátt við sína kosningabaráttu segir
hún úrslit kosninganna sýna að fólk
hafi kosið á milli tveggja turna.
„Þetta voru hápólitískar kosningar.
Skoðanamótandi skoðanakannanir
höfðu áhrif á kjörsóknina og úrslitin
sem og afstaða fjölmiðla frá upphafi baráttunnar. Um-
ræðan framan af snerist um valdsvið forseta, aðallega
málskotsréttinn. Ég hamraði á þörfinni á að rjúfa
tengslin milli peningaafla og stjórnmála enda sýnt fyrir
hrun að ítök viðskiptalífsins í stjórnmálum voru ein
meginorsök hrunsins. Ég opnaði bókhald framboðsins
og þáði ekki styrki frá fyrirtækjum og sýndi þar í verki
að baráttan gegn spillingu krefst gagnsæis og heið-
arleika.“ Herdís segir að í þrjá mánuði hafi margir
unnið í sjálfboðavinnu fyrir framboð hennar og því
fólki sé hún óendanlega þakklát. Hún óskar meðfram-
bjóðendum alls hins besta og forsetanum til hamingju
með endurkjörið.
Snýr sér að lögmennskunni
Herdís
Þorgeirsdóttir
Þóra Arnórsdóttir er á leið í fæðingarorlof og sumarfrí
eftir stranga kosningabaráttu. Þóra segist ekki vita
hvað taki við að loknu fæðingarorlofi, spurð að því hvort
hún snúi aftur til starfa hjá RÚV eða snúi sér að ein-
hverju öðru. „Við verðum að sjá til í haust, við bæði, ég
þarf eiginlega að senda Svavar á sjó, ef þú veist um laust
pláss þá erum við með vanan mann,“ segir hún á léttum
nótum. „Það getur vel verið að ég snúi aftur til starfa á
RÚV en það er bara of snemmt að segja til um það.“
Þóra segir það vissulega mikla reynslu að bjóða sig
fram til forseta Íslands, reynslu sem hún þurfi að melta
og draga lærdóm af og hún muni eflaust nýtast henni vel
í framtíðinni. Nú sé hins vegar kominn tími til að slaka á með fjölskyldunni.
„Nei, ég var það ekki,“ svarar Þóra, spurð að því hvort hún hafi verið
sátt við kosningabaráttuna en bætir því við að til lítils sé að velta sér upp úr
því. Þóra greindi frá því á kosningavöku RÚV í fyrrakvöld að hún ætlaði
ekki að bjóða sig aftur fram til forseta. „Það er mín skoðun að maður geri
þetta bara einu sinni á ævinni, ég veit ekkert hvar ég verð eftir fjögur ár.“
Þóra
Arnórsdóttir
Fæðingarorlof og sumarfrí
6
„Það veit enginn sína ævina fyrr en
öll er og það er eiginlega ómögulegt
að spá um hvað er framundan,“ segir
Andrea Ólafsdóttir, spurð að því
hvað taki við að loknum kosninga-
slag. Hún segir málstað sinn, að berj-
ast fyrir hagsmunum heimilanna,
hafa hlotið mikinn hljómgrunn hjá
því fólki sem hún hafi hitt fyrir í
kosningabaráttu sinni. „Réttlæti fyr-
ir fólkið í landinu brennur á mér og
er það sem hefur rekið mig áfram,“
segir Andrea, hún muni að öllum líkindum halda áfram
þeirri baráttu. Spurð að því hvort hún sé sátt við sína
kosningabaráttu segist Andrea hafa ákveðið strax í
upphafi að hafa hana málefnalega, hún myndi ekki
taka þátt í neins konar skítkasti á aðra. „Ég stóð við
það og frá mínum bæjardyrum séð finnst mér ég hafa
komið heiðarlega og málefnalega fram og yfirvegað og
ég er mjög sátt við það.“ Andrea telur að henni hafi
tekist að vekja fólk til umhugsunar um stjórnarfar og
stjórnarskrá Íslands og vonast til þess að fólk hugleiði
hvernig hægt sé að móta betra lýðræðissamfélag þar
sem fólk hafi meiri áhrif á ákvarðanatöku.
Réttlæti fyrir fólkið í landinu
Andrea Jóhanna
Ólafsdóttir
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, segir að hann sé mjög þakk-
látur fyrir þann ótvíræða stuðning við
sig, sem niðurstöður kosninganna á
laugardaginn hafi sýnt fram á. Sá
stuðningur hafi birst bæði í rúmum
meirihluta greiddra atkvæða og í því
bili sem var á milli hans og næsta mót-
frambjóðanda: „Hvort tveggja felur í
sér mjög skýr skilaboð og stuðning
sem ég met mikils og mun gera glím-
una við ýmis vandasöm mál á komandi
árum auðveldari.“
Ólafur segir að niðurstaðan sýni
ekki bara stuðning við sjálfan sig
heldur snúist hún mun meira um
sterk skilaboð þjóðarinnar til allra
ráðamanna um að fólkið í landinu vilji
hafa aukin áhrif með beinum hætti á
niðurstöður stórra mála. Forsetinn
segir að þjóðaratkvæðagreiðslurnar
um Icesave hafi sýnt fólkinu að það
gat ráðið för, að ekki mætti útkljá stór
mál án þess að það væri haft með í
ráðum. „Þess vegna finnst mér þessi
niðurstaða fyrst og fremst ekki vera
gleðiefni fyrir mig persónulega, held-
ur fyrir lýðræðislegan styrk þjóð-
arinnar.“ Hann bætir við: „Niðurstaða
Icesave-málsins sýndi þjóðinni að
fólkið í landinu hafði réttara mat á
stöðunni heldur en meirihluti Alþingis
og ríkisstjórn og það er lærdómur
sem greinilega hefur fest djúpar ræt-
ur í hugum fólks og hefur leitt til þess
að krafan um beint lýðræði hvílir nú á
styrkum stoðum í vitund fólks.“
Ólafur segir að kosningabaráttan
hafi verið bæði fræðandi og gefandi.
Forsetahjónin hafi hitt að minnsta
kosti ríflega 30.000 manns á vinnu-
stöðum og öðrum fundum og að alls
staðar hafi farið fram efnisrík sam-
ræða um forsetaembættið, stjórn-
skipunina og framtíðina. Auk mál-
skotsréttarins vildu menn einkum
ræða stöðu Alþingis en Ólafur segir
að margir hafi haft áhyggjur af þeim
miklu átökum sem setji svip sinn á
störf þingsins, þar sem sífelld tog-
streita sé um átakamál í stað þess að
samtakamátturinn í samfélaginu sé
nýttur.
Tortryggni gagnvart Alþingi
„Þegar maður fer um landið og
heimsækir fólk þá fæst á skömmum
tíma ansi skörp sýn á hve unnið er af
miklum krafti á ólíkum sviðum. Þess
vegna er það enn grátlegra að þegar
fólkið er reiðubúið til að taka höndum
saman skuli kröftum þjóðarinnar
vera sóað í sífelldum átökum um stór-
mál.“
Forsetinn segir að hið djúpa van-
traust sem ríkir í garð Alþingis hafi
vakið ugg hjá sér. „Ég hef aldrei fyrr
orðið vitni að því að slík tortryggni og
beinlínis reiði gagnvart Alþingi sé
jafn útbreidd og sterk og almenn.
Þetta tel ég alvarlegt hættumerki
fyrir okkur öll, því ef fólkið treystir
ekki Alþingi, þá kemur að því að fólk
mun ekki treysta lögunum sem það
setur heldur.“
Ólafur segir að þetta vantraust hafi
leitt til þess að hann hefði á seinni
stigum kosningabaráttunnar sagt að
hann teldi eitt af meginverkefnum
forsetans á næsta kjörtímabili vera
að reyna að endurreisa traust Alþing-
is í samvinnu við helstu aðila í þjóð-
félaginu. Hann telur það eitt af
brýnni verkefnum sínum á kjör-
tímabilinu.
Vill miðla af reynslu sinni
Spurður um önnur verkefni sem
hann muni taka sér fyrir hendur á
síðasta kjörtímabili sínu segir Ólafur
að það sé nauðsynlegt að árétta að
hin daglegu störf forsetans haldi
áfram, en þau helgast af stöðu forset-
ans í stjórnskipaninni. Hins vegar
segir forsetinn að það sé alveg greini-
legt að úrslit kosninganna feli í sér
ósk um að forsetinn taki aukinn þátt í
umræðunni í samfélaginu, t.d. hvað
varðar aðild Íslands að Evrópusam-
bandinu, sem hafi vegið þungt í hug-
um fólks í kosningabaráttunni. „Það
þýðir ekki að forsetinn verði forystu-
maður já- eða nei-hreyfingar, en mér
fyndist óeðlilegt, ef sá fulltrúi þjóð-
arinnar sem hefur átt lengst sam-
skipti við áhrifamenn í Evrópu ætti
ekki að miðla af þeirri reynslu til Ís-
lendinga.“ Ólafur bætir við að þess sé
oft óskað bæði hérlendis og erlendis
að forsetinn leggi málefnum lið, og að
hann muni áfram beita sér í ýmsum
málum, eins og t.d. umhverfismálum,
málefnum norðurslóða auk málefna
hafsins en þessi málefnasvið þjóni öll
langtímahagsmunum Íslands.
Ólafur hyggst sitja út kjörtíma-
bilið. „Sá andi sem ég hef fundið hjá
fólkinu í landinu og stuðningurinn
sem ég fann í hugum og hjörtum
fólks vítt og breitt um landið fylla mig
auðmýkt gagnvart þeim trúnaði og
trausti sem stór hluti þjóðarinnar
sýnir mér. Sérhver sem hlýtur slíkt í
veganesti hlýtur að hafa það að leið-
arljósi að bregðast ekki því fólki.“
Skýr skilaboð frá íslensku þjóðinni
Forsetinn segir að hann sé mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem sér hafi verið sýndur Vill
endurreisa traust fólks á Alþingi Telur að skapa verði breiða sátt um breytingar á stjórnarskrá
Morgunblaðið/ Árni Sæberg
Endurkjörinn Ólafur Ragnar Grímsson segir að stuðningurinn sem hann
hafi fundið hjá fólkinu í landinu hafi fyllt sig auðmýkt.
Forsetakosningar 2012
Ólafur Ragnar segir að tillögur
stjórnlagaráðs um forseta-
embættið séu á þann veg að
þær efli vald þess og áhrif.
Sumir af þeim sem sátu í stjórn-
lagaráði hafi hins vegar túlkað
þær á annan hátt sem sé merki
þess að vinna þurfi verkið betur.
Forsetinn segir að Alþingi hafi
ekki tekist að skýra fyrir þjóð-
inni hvert hlutverk forsetans
ætti að vera í nýrri stjórnskipan
en hefði í staðinn sett málið í
ráðgefandi atkvæðagreiðslu.
„Þá minni ég á að upphaf þess-
arar vegferðar var að það ætti
að gera nýjan sáttmála við þjóð-
ina. Í ljósi þess mega menn ekki
flýta sér svo mikið í því verki að
niðurstaðan verði í verulegum
ágreiningi.“ Forsetinn segir að
stjórnarskráin eigi ekki að vera
samin með hagsmuni einnar rík-
isstjórnar í huga og minnir á að
það hafi nær alltaf tekist að
skapa breiða samstöðu um
breytingar á stjórnarskránni.
„Stjórnarskráin á að vera þeirr-
ar gerðar að allar ríkisstjórnir á
öllum tímum sjái hag sinn í að
fylgja henni og það verður þing-
ið að hafa í huga þegar menn
koma að þessari vinnu í haust.“
Má ekki flýta
sér of mikið
STJÓRNARSKRÁIN