Morgunblaðið - 02.07.2012, Page 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2012
Sigyn Jónsdóttir
sigyn@mbl.is
Ímyndaðu þér að taka papp-írssöngbókina og troða henniinn í símann,“ segir ArnarTumi Þorsteinsson, einn af
stofnendum vefsíðunnar Guitarp-
arty.com sem margir kannast eflaust
við undir nafninu Gítargrip.is, um
nýjustu afurð þeirra félaga, söngbók í
símann. „Þú ert með fullt af fólki í
hóp. Af þessu fólki þekkja þrír text-
ann við lagið og aðrir hafa kannski
ekki hugmynd um hvaða listamaður á
lagið eða hvað það heitir. Í hvert
skipti sem einhver vill spila eitthvert
lag þurfa allir að fletta og þá skapast
vesen. Pælingin er sú að einn stjórn-
ar, til dæmis gítarleikarinn,“ útskýrir
hann en þessi nýjung frá Guitarp-
arty.com verður frumsýnd á Þjóðhá-
tíð í Vestmannaeyjum um versl-
unarmannahelgina. „Sá sem er
stjórnandinn ræður hvaða lag er
næst og þá fá allir á skjáinn sinn text-
ann við lagið. Það þarf ekkert að gera
annað en að byrja að syngja,“ segir
Sævar Öfjörð Magnússon, annar
stofnandi síðunnar og upphaflegi gít-
arleikarinn í hópnum að sögn sam-
starfsfélaga hans.
Gegnblautar söngbækur
„Þetta byrjaði allt með vanda-
máli sem Sævar þurfti að leysa fyrir
nokkrum árum síðan. Hann var
nefnilega rokkstjarnan í hverju ein-
asta gítarpartíi,“ segir Kjartan
Sverrisson sem var ráðinn fram-
kvæmdarstjóri fyrirtækisins árið
2010. „Eins og margir gítarleikarar
var hann með möppu með lögum.
Blöðin rifin og gegnblaut af
drykkjum. Hann þurfti leið til að búa
Söngbókinni
troðið inn í símann
Vefsíðan Guitarparty.com kynnir nýjung fyrir söngelska notendur sína. Um er að
ræða farsímavef sem inniheldur meðal annars svokallað Party Mode þar sem
allir í gítarpartíinu geta fengið textana beint í símann.
Brekkan Allir geta sungið með í brekkusöngnum þetta árið.
Kennsla Hér má sjá skjámynd af gítarkennslu Guitarparty.com.
Bollakökuæðið á Íslandi virðist engan
enda ætla að taka og eru áhugabak-
arar landsins á góðri leið með að
verða bollakökusérfræðingar. Gaman
er að prófa sig áfram í bollaköku-
gerðinni og reyna að finna nýjar upp-
skriftir til að vinna með.
Hin bandaríska Ming Thompson
ákvað fyrir nokkrum árum að byrja að
baka bollakökur og skrásetja ferlið á
síðuna sína. Nú hefur hún sankað að
sér yfir 30 uppskriftum að bollakök-
um sem er hver annarri girnilegri. Á
síðunni má til dæmis finna upp-
skriftir að klassískum súkku-
laðibollakökum en einnig frumlegum
hugmyndum á borð við mangóbolla-
kökur með kókoskremi og fíkjubolla-
kökur með rjómaosti.
Nú hefur Ming einnig byrjað að
setja inn uppskriftir að smákökum og
öðrum sætindum svo von er á góðu
fyrir lesendur síðunnar á næstunni.
Vefsíðan www.mingmakescupcakes.yolasite.com
Gómsætar Ming Thompson býr til bollakökur úr ótrúlegustu hráefnum.
Frumlegar bollakökur
Hádegisleiðsögn er í boði á Listasafni
Íslands á þriðju- og föstudögum kl
12:10-12:40. Í safninu eru nú uppi fjór-
ar sýningar. Ölvuð af Íslandi er byggð
á samnefndu þjóðarátaki þar sem Ís-
land, í kjölfar bankahrunsins 2008,
var kynnt sem náttúruleg paradís.
Sýningin stendur til 4. nóvember. Þá
hefur hin áhrifamikla innsetning Rúrí-
ar, Archive, Endangered Waters, 2003,
verið til sýnis í Listasafni Íslands frá
því í marsbyrjun 2012, sem hluti af yf-
irlitssýningu hennar og er núna á sýn-
ingunni Hættumörk/Endangered.
Sýningin stendur til 31. desember. Á
sýningunni Dáleidd af Íslandi, getur að
líta fossa úr safneign Listasafns Ís-
lands á árlegri sýningu úr fórum
stofnunarinnar sem stendur til 4. nóv-
ember. Loks er uppi í safninu sýning-
in[I]ndependent People/,,Sjálfstætt
fólk sem var hluti af Listahátíð í
Reykjavík 2012. Sýningarstjóri er Jo-
natan Habib Engqvist.
Endilega…
…njótið hádeg-
isleiðsagnar
Morgunblaðið/Ómar
Hádegisleiðsögn Listasafn Íslands.
Það er ekki óalgengt að fólk geri mis-
tök við eldamennskuna og þá kannski
sérstaklega þegar verið er að prófa
eitthvað nýtt. Ef þú gerir sömu mis-
tökin aftur og aftur er það hins vegar
eitthvað sem þú gætir þurft að skoða.
Hér eru nokkur góð ráð sem fengin eru
af vefslóðinni cookinglight.com
Í fyrsta lagi ber að nefna mikilvægi
þess að smakka matinn til. Annars
getur hin besta uppskrift orðið
óspennandi og bragðið skrýtið. Í
mörgum uppskriftum er einmitt tekið
fram að krydda eigi eftir smekk. Þetta
er mikilvægt að muna og eins að
treysta bragðlaukunum.
Uppskriftir skal lesa vel og vandlega
áður en þú byrjar að elda. Annars gæti
svo farið að þú eigir ekki til mikilvægt
hráefni eða krydd í réttinn. Auðvitað
er hægt að hlaupa út í næstu búð en
það minnkar stress að þurfa þess
ekki. Undirbúðu eldamennskuna líka
vel og vertu tilbúin/n með það sem
þarf við höndina.
Þegar kemur að marineringu er
mikilvægt að salta hráefnið ekki um of
og bæta frekar við salti þegar hráefnið
er eldað. Þú vilt vissulega dálítið salt
til að binda saman þau krydd sem þú
notar en farðu varlega með saltstauk-
inn.
Nokkur góð ráð við eldamennskuna
Kryddað eftir
smekk og
smakkað til
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Skoðaðu úrvalið
www.jens.is
Kringlunni og
Síðumúla 35
Brúðkaup 2012
Persónuleg þjónusta
og mikið úrval
úr eðalstáli skreyttur
íslenskum steinum
Íslensk hönnun
og handverk
Kökuhnífur 11.800.-
Borðbúnaður
Salattöng
17.800.-
Demantshringur með
10 punkta demanti
131.900.-
Handsmíðaðir hringar
úr 14 karata gulli
133.400.- parið
Ostahnífur
5.900.-
Smjörhnífur
5.900.-
Settu upp óskalista
hjá okkur og fáðu
15% af andvirði
þess sem verslað er
fyrir í brúðkaupsgjöf
frá Jens!