Morgunblaðið - 02.07.2012, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2012
✝ Bjarni Bjarna-son fæddist á
Norðfirði 25. febr-
úar 1925. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði þann
15. júní 2012.
Foreldrar hans
voru Guðrún Hall-
dórsdóttir frá
Hliði á Eyrar-
bakka og Bjarni
Vilhelmsson frá
Nesi í Norðfirði.
Bjarni giftist 25. febrúar
1961 Auði Sigurðardóttur, f.
27. október 1933. Foreldrar
hennar voru Valgerður Ívars-
dóttir frá Sviðskoti, Álftanesi
og Sigurður Kristjánsson frá
Suðurkoti í Grímsnesi. Börn
Bjarna og Auðar eru: 1) Ívar, f.
6. febrúar 1951, maki Gunn-
hildur Ásta Gunnarsdóttir, f. 4.
apríl 1968, 2) Sólveig Edda, f.
12. mars 1957, maki Gunn-
laugur Sigurðsson, f. 12. des-
ember 1954, 3) Guðrún Bjarna-
dóttir, f. 11. október 1960, maki
Jóhannes Kristjánsson, f. 19.
ágúst 1960, 4) Valgerður
Bjarnadóttir, f. 11.
október 1960, maki
Haraldur Árnason,
f. 15. apríl 1954.
Barnabörnin eru
15 og barna-
barnabörnin 14.
Bjarni ólst upp í
stórum syst-
kinahópi og byrj-
aði ungur að
stunda sjóinn, fyrst
á smábátum síðan
á nýsköpunartogurunum og
hinum ýmsu togurum og ver-
tíðarbátum fyrir sunnan. Um
tvítugt flutti hann til Hafn-
arfjarðar. Þar kynntist hann
eiginkonu sinni og bjuggu þau
lengst af á Reynihvammi 2 eða í
46 ár. Þaðan var stutt niður á
smábátabryggjuna. Í kringum
1970 keypti hann sér bát og hóf
grásleppuveiðar. Hann starfaði
síðan við eigin útgerð þar til
fyrir fjórum árum er hann fékk
heilablóðfall. Árið 2011 flutti
hann ásamt Auði eiginkonu
sinni á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Bjarna hefur farið
fram í kyrrþey.
Kveðja til Bjarna afa.
„Afi, afi, afi. Heyrðist í þok-
unni.“ Saga sem afi fékk að segja
oft eftir Þórsmerkurferð sem
drukknaði í rigningu og þoku. Ég
var líklega á leikskólaaldri og við
Bjarni Viðar kölluðum á veruna í
þokunni, sem var risavaxin og
færðist nær og nær. Bjarni afi
var með hávaxnari mönnum sem
ég hef kynnst, enda frá Norð-
firði. Allt var stærra þar, skildist
mér. Krækiberin ultu niður
brekkurnar fyrir austan, sagði
hann þegar við vorum í berjamó.
Oft var afi uppi á háalofti að
fella net og maður fékk að kíkja
upp til hans og róla. Á sjómanna-
daginn fengum við krakkarnir að
fara með honum í siglingu á trill-
unni hans. Ótal veiðitúrar upp að
Kleifarvatni. Þó að fiskifælan ég
hafi oftar en ekki setið uppi í
brekku með bók.
Það hefur margt breyst í
Hafnarfirði síðan maður var
svona lítill og bryggjan var mið-
punkturinn í bænum. En það var
lengi vel hægt að kíkja niður í
skúr til afa og sníkja af honum
harðfisk.
Mér fannst ég kynnast afa upp
á nýtt þegar ég eignaðist börn.
Hann ljómaði þegar maður kom
með þau í heimsókn. Hann tók
þau og hossaði þeim og trallaði
við þau, þó þau væru alveg pínu-
lítil. Svo var ekki verra að gefa
þeim gotterí og taka hraustlega í
höndina á þeim þegar þau stækk-
uðu.
Við erum afskaplega þakklát
fyrir að hafa náð að heilsa upp á
þig þegar við komum síðast til Ís-
lands. Vertu sæll og blessaður.
Hvíl í friði.
Fjóla Jóhannesdóttir og
fjölskylda.
Við systurnar eigum margar
skemmtilegar minningar um afa
í Reynihvammi. Oftast var komið
kvöld þegar við vorum loksins
komin alla leiðina frá Hornafirði
í Hafnarfjörðinn en það var samt
alltaf hægt að treysta á það að
amma væri tilbúin með kaffi og
með því og afi sæti við stofuborð-
ið og legði kapal. Beðið var með
óþreyju eftir að kapallinn yrði
búinn og afi myndi spila við okk-
ur Olsen Olsen, og það var alltaf
jafn fyndið þegar stór höndin
skellti í borðið og afi sagði olsen.
Annar uppáhaldsleikur var að
byggja turn með litlum kreppt-
um hnefum og bíða svo rosalega
spennt eftir því að stóri hnefinn
hans afa færi efst á turninn og
allar litlu hendurnar hrundu í
borðið, ótrúlegt hvað þetta gat
verið fyndið. Maður gat líka alltaf
átt von á einhverju gotteríi hjá
afa eins og ópal eða suðusúkku-
laði.
Afi var mikill áhugamaður um
veiði og stundum fórum við með í
veiðiferðir í Kleifarvatn eða
berjamó. Okkur systrum tókst
yfirleitt betur til í berjamónum.
Amma hafði alltaf útbúið gott
nesti til þess að hafa með og
kaffitíminn var stór hluti af
hverri ferð því þá fengum við líka
að heyra eitthvað um „gamla
daga“.
Afi var stór og hlýr og hafði
þægilega nærveru, hann var ró-
legur en líka lúmskt fyndinn og
svolítið stríðinn. Minningarnar
eru margar og góðar og við vor-
um heppnar að eiga þig svona
lengi.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Bryndís, Auður og Vala.
Hæ, afi.
Góðar minningar á ég um þig,
elsku afi. Frá blautu barnsbeini
umgekkst ég þig mikið og bjó um
tíma hjá þér og ömmu. Ég var svo
heppinn að hafa þig óskiptan í
mörg ár og ég fékk mikla athygli
frá þér. Sem lítill snáði vaknaði
ég stundum þegar þú varst að
fara á sjó eldsnemma á morgn-
ana og drakk með þér kaffi áður
en þú fórst. Ég á margar minn-
ingar um okkur niðri á bryggju í
skúrnum og ég fékk alltaf að taka
þátt í því sem þú varst að gera,
þræða í nálar, setja á pípur þegar
þú varst að fella net og svo fékk
ég líka að selja með þér grá-
sleppu og rauðmaga enda vinnu-
launin góð fyrir snáða á þessum
aldri, kók og prinspóló. Þegar ég
varð eldri fékk ég að koma með
þér nokkra róðra á Kóp og þú
stríddir mér með krabbanum, þú
sagðir oft þá sögu þegar þú hélst
á mér heim eftir erfiðar sjóferðir.
Margar minningar eru af ferðum
okkar að Kleifarvatni og eftir að
ég náði þeirri hæð að sjá yfir
stýrið þá fékk ég oftast að keyra
frá Vatnsskarði og út í höfða.
Takk fyrir allar góðu minning-
arnar, afi, ég mun alltaf sakna
þín.
Bjarni Viðar.
Hann elskulegi afi minn er fall-
inn frá, 87 ára að aldri. Efst í
minningum mínum eru allar
veiðiferðirnar sem við fórum
saman í og eru til ófáar ljósmynd-
ir af okkur fjölskyldunni að veiða
saman í Kleifarvatni og Brúará í
gegnum árin. Við löbbuðum
gjarnan framhjá kríuvarpi til að
komast að góðum veiðistað og
eftir eina veiðiferðina sýndi afi
mér nokkur göt á sixpensaranum
sínum og sagði götin vera eftir
kríurnar. Ég man eftir að hafa
hugsað með mér að afi hefði farið
ansi nálægt kríunum og fannst
hann afar hugrakkur maður, en
sjálf mætti ég í næstu veiðiferð
með reiðhjólahjálm.
Afi var hreinskilinn, sjálfstæð-
ur og góður maður og þótti mér
alltaf gott að fara í heimsókn til
ömmu og afa á Reynihvamminn
þar sem afi bjó hálfa ævi sína.
Andrúmsloftið var alltaf afslapp-
að og hafði afi góða og hlýja nær-
veru. Í nokkur ár kom ég viku-
lega á Reynihvamminn til að
aðstoða við þrif eða hina ýmsu
hluti og var þá oftast spjallað um
daginn og veginn og fengið sér
eitthvað með kaffinu eða í það
minnsta allavega eitt kókglas.
Elsku afi minn, takk fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman.
Hvíldu í friði. Kveðja,
Sólrún litla.
Bjarni Bjarnason
Mig langar til að kveðja kæra
vinkonu mina og fyrrverandi
kennara, Ásrúnu Kristmunds-
dóttur frá Patreksfirði, með
nokkrum orðum. Ég kynntist Ás-
rúnu í Grindavík þegar ég var 12
ára, þá nýkomin frá Reykjavík.
Hún var þá að hefja störf sem
kennari sem svo varð hennar ævi-
starf. Mér var mjög vel tekið af
öllum og sérstaklega af Ásrúnu en
hún hafði þá tekið að sér uppeldi
tveggja systursona sinna en þeir
Ásrún
Kristmundsdóttir
✝ Guðmunda Ás-rún Þóra Krist-
mundsdóttir fædd-
ist að Húsum í
Selárdal, Arn-
arfirði, 12. sept-
ember 1923. Hún
lést á heimili sínu
16. júní 2012.
Útför Ásrúnar
fór fram frá Sel-
tjarnarneskirkju
27. júní 2012.
voru um fermingar-
aldur. Við urðum
góðar vinkonur og
hún var mjög fús að
leiðbeina mér við
handavinnu og hef
ég búið að því alla
ævi. Líf okkar tvinn-
aðist einnig síðar
saman því faðir
minn, Þórður Helga-
son, leigði hjá Ás-
rúnu og Höskuldi
um tíma á Patreksfirði, en þeir
unnu saman hjá Vegagerð ríkis-
ins. Eftir það jókst samband mitt
við þau. Ásrún var ráðagóð, mjög
listræn og ákaflega trúuð kona.
Um hver jól benti hún mér á ritn-
ingargrein sem hún hvatti mig
lesa á aðfangadagskvöld. Ég sendi
fjölskyldu hennar mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Ég kveð
Ásrúnu með sömu orðum og hún
kvaddi mig í síðasta símtali okkar.
Ég kveð þig, elsku vina mín.
Esther E. Þórðardóttir.
Elsku amma.
Þú varst frábær kona sem ég
hef litið upp til síðan ég man eftir
mér. Við áttum margar frábærar
stundir saman sem ég mun aldrei
Guðmunda
Ingibjörg
Guðmundsdóttir
✝ GuðmundaIngibjörg Guð-
mundsdóttir fædd-
ist á Högnastöðum í
Hrunamanna-
hreppi 15. janúar
1939. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 12.
júní 2012.
Guðmunda Ingi-
björg var jarð-
sungin frá Þorláks-
kirkju 27. júní 2012.
gleyma. Þú kenndir
mér svo mikið, sér-
staklega muninn á
réttu og röngu. Al-
veg sama hvað það
var, ég gat alltaf
leitað til þín. Allar
minningar um þig
lifa áfram í hjarta
mínu og það mun
seint líða sá dagur
að ég hugsi ekki til
þín. Alveg sama
hvað gerist þú verður alltaf hluti
af mér. Ég get ekki lýst því með
orðum hvað ég sakna þín mikið.
En ég veit að þú ert á góðum stað
og hefur það gott.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Iðunn Berta.
Sveinn M. Árnason var sam-
kennari minn í íslenskudeild
Menntaskólans við Sund frá
árinu 1987 þegar ég steig mín
fyrstu skref í kennslu. Áður hafði
ég kynni af honum sem nemandi
við skólann enda þótt hann hefði
aldrei kennt mér. Á þeim árum
var hann slík goðsögn meðal
nemenda að stúlkurnar fengu
stjörnur í augun er þær töluðu
um hann og drengir þráðu að líkj-
ast honum. Hann var ungur, fríð-
ur og föngulegur, ljós yfirlitum,
orðheppinn og frjálslegur til orðs
og æðis. Skemmtilegur, ræðinn
og vingjarnlegur og ekki spillti
heldur fyrir að hann var einn
yngsti kennari við skólann. Síðar
þegar ég varð þess heiðurs að-
njótandi að verða samstarfskona
hans og hinna eðalmennanna sem
þá voru kennarar í íslenskudeild-
inni, Aðalsteins Davíðssonar,
Brynjúlfs Sæmundssonar og
Páls Bjarnasonar, kynntist ég
öllum þessum sjarmerandi hlið-
um hans aftur. Hann var dýrk-
aður og dáður af nemendum sín-
um. Hvernig fór hann að? Ég
vildi svo gjarnan geta lært eitt-
hvað af honum. Það var ekki al-
veg einfalt því galdurinn lá í per-
sónutöfrunum. Hinu
óáþreifanlega en kannski líka
svolítið í skemmtilegu frásagnar-
gáfunni hans, glettninni og húm-
ornum og því hvað hann var fjöl-
fróður. Ekkert sem auðvelt er að
stæla beinlínis.
Sveinn var forkur til vinnu og
vann allan sinn starfsferil við ís-
lenskukennslu í Menntaskólan-
um við Sund eða hátt á fjórða
áratug og tók að auki að sér ýmis
önnur störf á vegum skólans. Á
öllum þessum tíma tókst Sveini
einhvern veginn alltaf að sigla
milli skers og báru, vera hæfilega
íhaldssamur gagnvart ýmsum
nýjungum bæði í tæknimálum og
kennsluaðferðum og halda sínum
stíl. Honum þótti stundum nóg
um framúrstefnulega nálgun
okkar ungu kvennanna í deild-
inni, hélt bara sínu striki og rúll-
aði upp kennslunni með engri
fyrirhöfn að því er okkur virtist.
Nemendum var hlýtt til
Sveins, hann var ávallt tilbúinn
að hlusta á þá og sýna þeim sann-
girni og skilning. Vildi þeim öll-
um vel. Hann var góður félagi og
það var gott að leita til hans og
gaman að spjalla við hann um
dægurmálin. Hann hélt sig þó
svolítið prívat og augljóst eftir
því sem árunum í skólanum fjölg-
aði að hann hafði lært að for-
gangsraða og fjölskyldan naut
þess. Hann var stoltur af börnum
sínum og eiginkonu. Það leyndi
sér ekki að þau áttu í honum
hvert bein. Einnig bar hann
mikla umhyggju fyrir móður
sinni og tengdamóður.
Góður drengur er nú allur.
Hann sór af sér að vera bardaga-
maður þegar ég reyndi af veikum
mætti að stappa í hann stálinu
eftir að ljóst var að banvænt mein
hafði bankað á dyr. Nú væri ekk-
ert annað í boði en að berjast.
Það var líka alveg rétt hjá hon-
um, hann var friðarins maður,
dró aldrei upp vopnin í samskipt-
um við neinn, bar frekar á þau
klæði, en nú var ekkert slíkt í
boði. Það vissi hann og það viss-
um við því miður öll, alltof
snemma, alltof ungur, öllum ást-
kær.
Blessuð sé minning Sveins M.
Árnasonar.
Halla Kjartansdóttir.
Sveinn M. Árnason
✝ Sveinn MikaelÁrnason fædd-
ist í Reykjavík 23.
janúar 1952. Hann
andaðist á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi
24. júní 2012.
Útför Sveins fór
fram frá Fossvogs-
kirkju 29. júní
2012.
Elsku Svenni, við
þökkum fyrir allar
þær góðu stundir
sem við höfum átt
saman. Þú varst
okkur öllum kær og
það var alltaf jafn
gott að koma heim
úr skólanum þar
sem þú tókst á móti
okkur með hlýju og
gleði.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Vinkonur Örnu Grétu,
Agnes, Lára og Una.
Elsku Svenni.
Nærvera þín var hlý og gleðin
ávallt í fyrirrúmi. Með bros á vör
hefur Arna sagt okkur margar
skemmtilegar sögur af þér sem
áfram verða rifjaðar upp um
ókomna tíð.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Við verðum alltaf til staðar.
Hennar vinkonur,
Eva, Elín, Nanna, Katrín,
Laufey og Sigríður.
Þessi orð eru skrifuð til að
minnast íslenskukennarans míns
og vinar, Sveins M. Árnasonar.
Ég kynntist Sveini á áttunda
áratugnum þegar hann kenndi
mér íslensku við Menntaskólann
við Sund. Hann varð strax mjög
vinsæll meðal nemenda sinna.
Hann kenndi íslensku af smitandi
áhuga og gleði. Sveinn leiddi okk-
ur inn í undraveröld málvísinda
og Íslendingasagna af slíkri
ástríðu að við gátum ekki annað
en hrifist með enda fór svo að ég
fetaði í fótspor hans og lærði ís-
lensku og málvísindi. Sveinn var
líka vinur okkar og lét sér annt
um okkur. Ég minnist þess að
einu sinni stoppaði hann mig á
ganginum og sagði: „Guðrún, ég
frétti að þú værir hætt að mæta í
latínu.“ Ég gat ekki neitað því. Þá
sagðist hann hafa rætt við Maríu
konu sína og hún byði mér nú
aukatíma í latínu. Aukatímarnir
hjá Maríu urðu svo til þess að
stúdentsprófið í latínu gekk vel.
Áhrif afburðakennara eins og
Sveins M. Árnasonar verða seint
ofmetin. Ég minnist hans með
þakklæti og gleði. Ég votta Mar-
íu og fjölskyldu hans innilega
samúð mína.
Guðrún Theodórsdóttir.
Elsku amma.
Tíminn flýgur áfram og hann
teymir mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið um það
hvert hann fer.
En ég vona bara að hann hugsi
svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.
Ég gaf þér forðum keðju úr gulli
um hálsinn þinn,
svo gleymdir þú mér ekki í dagsins
amstri nokkurt sinn.
Í augunum þínum svörtu horfði
ég á sjálfan mig um hríð
og ég vonaði að ég fengi bara að
vera þar alla tíð.
Það er margt sem angrar en ekki
er það þó biðin
Því ég sé það fyrst á rykinu, hve
langur tími er liðinn.
Og ég skrifa þar eitthvað með
fingrinum sem skiptir öllu máli.
Jórunn Sigríður
Thorlacius
✝ Jórunn Sigríð-ur Thorlacius
fæddist í Steintúni
við Bakkafjörð 14.
ágúst 1928. Hún lést
á dvalarheimilinu
Grund í Reykjavík
11. júní 2012.
Útför Jórunnar
fór fram frá Graf-
arvogskirkju 28.
júní 2012.
Því að nóttin mín er
dimm og ein
og dagurinn á báli.
Já, og andlitið þitt mál-
að. Hve ég
man það alltaf skýrt,
augnlínur og bleikar
varir, brosið
svo hýrt.
Jú ég veit vel, að ókeyp-
is er allt
það sem er best,
En svo þarf ég að greiða dýru
verði það sem er verst.
Ég sakna þín í birtingu að hafa
þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn þegar
sólin brosir við mér.
Og ég sakna þín á kvöldin þegar
dimman dettur á.
En ég sakna þín mest á nóttinni
er svipirnir fara á stjá.
Svo lít ég upp og sé við erum
saman þarna tvær
stjörnur á blárri festingunni sem
færast nær og nær.
Ég man þig þegar augu mín eru
opin, hverja stund.
En þegar ég nú legg þau aftur, fer
ég á þinn fund.
(Megas)
Blessuð sé minning þín,
Ingi Lárus Ágústsson og
Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir.