Morgunblaðið - 02.07.2012, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2012
Haraldur Sumarliðason, húsasmíðameistari og fyrrverandi forseti
Landssambands iðnaðarmanna og formaður Samtaka iðnaðarins, er
75 ára í dag. Hann ætlar ekki að halda sérstaklega upp á afmælið.
„Ég hélt myndarlega upp á afmælin þegar ég varð 40, 50 og 60
ára og þá hætti ég! Fimmtugs- og sextugsafmælin voru mjög fjöl-
menn og virkilega eftirminnileg,“ sagði Haraldur. Auk þess að vera
í forystu samtaka iðnaðarmanna og iðnaðarins um 15 ára skeið var
hann einnig í bygginganefnd Reykjavíkur í 20 ár, sat í bankaráðum
þriggja banka og gegndi fleiri stjórnunarstörfum. Þetta var auka-
vinna því aðalstarf hans alla tíð var við eigin byggingarekstur.
„Ég vildi ekki festast inni á skrifstofu sem forystumaður ein-
hverra samtaka,“ sagði Haraldur. „Þá fara menn að halda í starfið
sitt og ég er ekki hrifinn af því. Ég sé það svolítið í verkalýðshreyf-
ingunni að menn vilja ekki hætta. Það er ekki sniðugt. Þegar við
stofnuðum Samtök iðnaðarins var sett sú regla að enginn má vera
formaður lengur en í sex ár.“ En er hann sestur í helgan stein?
„Já, núna,“ sagði Haraldur. „Þetta er allt í lagi á sumrin, en ég er
ekki alveg búinn að finna mig á veturna. Fyrsti veturinn án fastra
starfa var síðasti vetur og hann var svolítið skrítinn. En á sumrin er-
um við hjónin mikið í golfi og við förum dálítið í golfferðir. Golfið er
aðal tómstundaiðja okkar.“ gudni@mbl.is
Haraldur Sumarliðason er 75 ára í dag
Morgunblaðið/Golli
75 ára Haraldur Sumarliðason húsasmíðameistari hefur unnið mest
við byggingastörf en einnig gegnt fjölmörgum forystustörfum.
Vildi ekki festast
inni á skrifstofu
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Stefán Þór Páls-
son gleðigjafi með
meiru er fimmtíu
og tveggja ára í
dag, 2. júlí. Hann
mun fagna deg-
inum á heimili sínu
að Erluási í Hafn-
arfirði með fjöl-
skyldu og vinum.
Árnað heilla
52 ára
Magnea Vignisdóttir og Arndís Erla Örvarsdóttir héldu tombólu fyrir utan versl-
un Samkaupa við Borgarbraut á Akureyri. Þær söfnuðu 4.962 kr. sem þær
styrktu Rauða kross Íslands með.
Hlutvelta
Stefán fæddist í Keflavík og ólst þar
upp, var búsettur á Laugarvatni
1972-74 en hefur síðan verið búsett-
ur á Seltjarnarnesi.
Stefán lauk stúdentsprófi frá ML
1962, prófi í líffræði frá háskólanum
í Belgrad 1967 og stundaði fram-
haldsnám í vistfræði og vatna-
líffræði þar 1967-69, lauk prófi í upp-
eldis- og kennslufræði frá HÍ 1971
og stundaði fræða- og kennslustörf í
Svíþjóð 1984-86.
Stefán var kennari við MR 1969-
72 og 1974-78 og við ML 1972-74,
varð lektor í líffræði við KHÍ 1978,
dósent þar í líffræði og umhverf-
ismennt frá 1998 og síðan við
menntavísindasvið HÍ. Hann var að-
stoðarrektor KHÍ 1979-83 og starf-
andi rektor 1981-83.
Stefán var formaður Náttúru-
verndarfélags Suðvesturlands 1971-
Stefán Bergmann, dósent við Háskóla Íslands, 70 ára
Striplast í sólinni Barnasynirnir Árni Stefán, Gabríel og Oliver svala þorstanum í sumarbústað afa og ömmu.
Fjallað um umhverfi
og menntun í 40 ár
Með frumburðinn Stefán og Helga Hrönn með Þórhall - fyrir tæpum 35 árum.
Hægt er að
sendamynd og texta
af nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Viðskiptavinir Kjaran
eru lítil og stór
fyrirtæki, stofnanir og
prentsmiðjur sem eiga
það sameiginlegt að
gera kröfur um gæði
og góða þjónustu.
bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki
bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum.
Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem
prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit.
Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft
ekki annað tæki en bizhub C35.
Verð: 379.900 kr.
Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir
hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is