Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2012 ✝ Sigurður Jóns-son fæddist á Ísafirði 28. desem- ber 1919. Hann lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 23. júní 2012. Foreldrar Sig- urðar voru Jón Ólafur Jónsson málari og lög- regluþjónn, f. 24. maí 1884, d. 14. janúar 1945 og Arnfríður Ingv- arsdóttir, f. október 1885, d. 18. janúar 1950. Systkini Sigurðar voru Ingvar, f. 1910, d. 1974, Jón Hermann, f. 1913, d. 1993, Sigríður Ragnhildur, f. 1917, d. 2007, Herdís Elísabet, f. 1924 og Kjartan, f. 1928, d. 2009. Þann 28. desember 1940 kvæntist Sigurður Mörthu Árnadóttur. Hún var fædd 3. janúar 1917 og lést 22. júlí 2010. Foreldrar Mörthu voru Árni B. Ólafsson smiður, f. á Ísafirði 7. ágúst 1888, d. 28. júní 1958 og Málfríður Jóns- dóttir, f. á Ísafirði 5. febrúar 1891, d. 30. júní 1984. Börn Sigurðar og Mörthu eru: 1) Árni f. 1941, kona hans er Guðrún Halldórsdóttir, f. 1948. Synir þeirra eru Arnar október 1938, en hafði unnið þar frá því í júlí 1937. Prent- stofan var vinnustaður Sig- urðar í áratugi að und- anteknum fáeinum vikum í Félagsprentsmiðjunni 1942 og Odda 1945. Sigurður var prent- smiðjustjóri Ísrúnar frá árinu 1948 til ársins 1986. Þá söðlaði hann um og réði sig til Íshúss- félags Ísfirðinga og vann þar á umbúðalager árin 1987 til 1999. Sigurður tók virkan þátt í leiklistar- og tónlistarlífi bæj- arins um árabil og var lengi eftirsóttur einsöngvari við margs konar athafnir. Hann starfaði í Oddfellowreglunni og var félagi í Rótarýklúbbnum á Ísafirði. Hann stundaði útivist og skíðamennsku af lífi og sál alla tíð, steig síðast á skíði á 91. ald- ursári. Tók þátt í Fossavatns- göngunni ótal sinnum, síðast vorið 2007 og fór tvisvar í Vasagönguna, árin 1983 og 1994. Sigurður var sæmdur gullmerki ÍSÍ árið 2004 og heiðurskrossi Skíðasambands- ins árið 2007. Sigurður og Martha bjuggu lengst af á Engjavegi 22 á Ísa- firði en fluttu árið 2006 á Hlíf, íbúðir aldraðra á Ísafirði. Sigurður Jónsson verður jarðsunginn frá Ísafjarð- arkirkju í dag, 6. júlí 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Þór, f. 1967, Jón Ólafur, f. 1971, d. 1997 og Sigurður Halldór, f. 1980. Fyrir átti Árni dótturina Mörthu, f. 1960. 2) Jón Ólaf- ur, f. 1945, kona hans er Jóhanna Oddsdóttir, f. 1961. Sonur þeirra er Al- bert, f. 1997. Fyrir átti Jóhanna dótt- urina Brynju Huld. Börn Jóns Ólafs og fyrri konu hans, Krist- jönu Sigurðardóttur, eru Sig- urður, f. 1965, Herdís Alberta, f. 1966 og Anna Málfríður, f. 1970. 3) Málfríður Þórunn, f. 1946, maður hennar var Örn- ólfur Guðmundsson, f. 1947, þau skildu. Börn þeirra eru Kristín Bergljót, f. 1968, Magn- ús Pálmi, f. 1971, Martha Sig- ríður, f. 1975 og Örnólfur Þór- ir, f. 1981. 4) Þórhildur Sigrún, f. 1948, hennar maður er Guð- mundur Hafsteinsson, f. 1945. Börn þeirra eru Hrólfur Kári, f. 1978, d. 1980, Jón Hafsteinn, f. 1980 og Hrefna Katrín, f. 1981. Afkomendur þeirra Mörthu og Sigurðar eru alls 49. Sigurður hóf prentnám í Prentstofunni Ísrún á Ísafirði í Pabbi minn var maður þeirrar tegundar, sem við skyldum öll vilja vera. Hæfileikaríkur, hóg- vær, jafnlyndur, staðfastur eru aðeins fá af þeim orðum, sem koma upp, ef persónulýsing skyldi smíðuð. Fyrir utan að vera smekkvís fagmaður, hafði hann framúr- skarandi söngrödd og næmi til listrænnar túlkunar. Meðal fyrstu minninganna um hann er að mér leiddist að hann skyldi fara út í bæ og skilja mig eftir. Taldi, 3ja ára, að ég ætti erindi þangað sem hann færi. Hann huggaði mig og mér leið mikið betur þegar hann söng í minn orðastað: Þegar ég er orðinn stór, elti ég þig um bæinn. Fer með þér í kirkju og kór, og hvert sem þú ætlar um daginn. Hann söng með kórum ára- tugum saman og tíðum einsöng við hin ýmsu tækifæri. Pabbi fór með meiriháttar hlutverk í Bláu kápunni, sem Ísfirðingar settu upp af stórhug. Þeim sem enn minnast til að mynda Bláu káp- unnar og Meyjarskemmunnar, sem mamma mín lék eitt af aðal- hlutverkunum í, hlýnar um hjartarætur, þegar talið berst að þessum stórviðburðum í menn- ingarlífi bæjarins. Mestan hluta starfsævinnar var pabbi prentari og stjórnandi Prentstofunnar Ísrúnar. Lengst af var hann aðaleigandi. Oft hafði hann yfir orð meistara síns, Magnúsar, en hann hafði haft að orðtaki: „Það er lítið sem lagar og lítið sem bagar“. Rímar þetta vel við smekkvísina, sem ein- kenndi vinnubrögð pabba og reyndar lífsviðhorf. Seint á sjötta áratugnum var ráðist í byggingu húss yfir prentsmiðjuna, en hún hafði ver- ið til húsa að Sólgötu 1, þar sem nú er safnaðarheimili Ísafjarð- arkirkju. Það hús reis við Að- alstræti 35, þar sem Oddfellow- stúkurnar á Ísafirði eiga sér nú heimili og er það vel viðeigandi, þar sem pabbi var alla tíð virkur í þeim félagsskap. Ég man mína fyrstu skíðaferð á Seljalandsdal, líklega 3ja ára gamall, með pabba og afa Jóni Ólafi. Til er vísnabréf eftir afa minn um það ferðalag en hann var góður hagyrðingur, og hafði það væntanlega frá móður sinni, skáldkonunni Herdísi. Pabbi gat líka vel látið fjúka í kviðlingum, einkum í löngum vökum, sem urðu tíðum í kosningatörnum og jólatörnum í prentsmiðjunni. Skíðagangan var hans íþrótt. Thule-mótið 1938 var hans fyrsta skíðakeppni þar sem mættust kappar af öllu landinu. Þetta mót var undanfari Skíðamóts Ís- lands, sem síðan var haldið ár- lega og hann tók þátt í fram yfir miðjan sjöunda áratuginn. Fossavatnsgöngu gekk hann fyrst 1938, en síðast 2007 og tók þátt í þeim flestum um allt þetta tímabil. Nú í apríl var hann enn einu sinni mættur við endamark Fossavatnsgöngunnar á Selja- landsdal. Þar samfagnaði hann rúmum tug afkomenda og fjöl- skyldumeðlima, sem tóku þátt. Það gladdi hann líka að heilsa uppá gamla samherja og keppi- nauta frá fyrri skíðamótum. Þetta varð síðasta ferðin hans pabba á Seljalandsdalinn. Mamma mín og pabbi voru tíðast nefnd í sömu andrá, Búbbi og Martha. Þeim lá aldrei slæmt orð til nokkurs manns og okkur börnum þeirra var innrætt að bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Við fengum að hafa þau hjá okkur lengur en flestum auðnast að hafa sína foreldra. Á kveðjustund er efst í huga þakk- læti og virðing. Árni Sigurðsson. Afi minn, Sigurður Jónsson, er fallinn frá, árin voru orðin 92 en hugurinn síungur. Ég naut þeirrar gæfu að alast upp í næstu götu við afa Búbba og ömmu Mörthu, ég gat hlaupið yf- ir garðana beint heim á Engja- veg 22. Þar höfðu afi minn og amma búið lengi og áttu einstak- lega fallegt og hlýlegt heimili þar sem lítið stelpuskott var alltaf velkomið. Afi var hlýr maður og sérstakt snyrtimenni og þau, hann og amma, voru samtaka í því að láta fólki líða vel í kringum sig og fylgdust með okkur barnabörn- unum og okkar börnum af áhuga og með athygli. Börnum var allt- af sýnd virðing á sama hátt og fullorðnum og talað við þau í samræmi við það. Að leiðarlokum langar mig til þess að þakka þeim báðum fyrir alla ástina og stundirnar sem ég og mínir höfum notið í öll þessi ár og það hversu góðar fyrir- myndir þau voru okkur með lífi sínu, hlýju og virðingu. Í lokin er hér lítið kvæði eftir Ólínu Andrésdóttur skáldkonu, ömmusystur Búbba afa. Dýri steinn, af skálda brotinn bergi! Breitt er skarðið, autt er sætið þitt. Þú varst stór, en meðal maður hvergi. Móðurfold þér býður armlag sitt. Lóan mildan kveðjusöng þér syngur. Sæll í drottni, göfgi Íslendingur. Herdís Alberta Jónsdóttir. Það er skrítið til þess að hugsa að Afi á Ísó sé farinn frá okkur. Síðustu tvö ár voru honum erfið. Stuttu eftir að amma dó datt hann á hjólinu sínu og þurfti að fara í aðgerð á sjúkrahúsi. Eftir það fór heilsu hans að hraka hratt. Hann bar sig þó vel en maður fann að hann hafði lítið gaman af lífinu einn, hann sakn- aði ömmu. Amma og afi áttu fallegt heimili. Það var alltaf snyrtilegt hjá þeim og mér fannst alltaf svo góð lykt þar. Þau áttu lengst af stórkostlegan garð sem var alltaf vel hirtur og afi sló hann með gamalli handknúinni garðsláttu- vél. Það var því veruleg vinna að slá garðinn en afi var upptekinn af því að halda sér í formi. Enda var afi fyrirmynd okkar allra í lífsstíl og heilsu. Hann var venju- lega í miklu betra formi en bæði börnin hans og barnabörn. Brúnn og frísklegur eftir göngu- ferðir, skíðagöngu og hjólreiðar. Við fórum saman í nokkrar fjallgöngur sem ég er sérlega þakklát fyrir. Hann var auðvitað alltaf aðeins á undan mér, sér- staklega á leiðinni niður því hann hafði þá venju að hlaupa niður. Það kom svo í hans hlut að kenna mér á gönguskíði, ég var tuttugu og tveggja, hann sjötíu og sjö ára. Ég mátti hafa mig alla við til að halda í við hann. Við fórum góðan hring og ég var mjög stolt af mér yfir að hafa ekki dregist meira afturúr. Þá stoppaði hann og sagði: Nú ætla ég að fara smá hring á meðan þú æfir þig. Svo brunaði hann eitthvað út í blá- inn. Ég horfði á eftir honum eins og kjáni því hann hafði bara ver- ið að rölta á undan mér þegar ég hamaðist másandi og blásandi við að ná honum. Með söknuð í hjarta kveð ég afa en þó svo þakklát fyrir allt það sem afi og amma voru og gerðu fyrir okkur. Ég veit ekki hvaða árstíð er hinumegin en það er ég viss um að þar sitja þau saman með nesti úti í móa og tína ber. Martha Sigríður Örnólfsdóttir. Elskulegur afi á Engjó er nú farinn frá okkur. Ég trúi því að þau amma séu saman á ný eftir tveggja ára aðskilnað sem reyndist afa þungbær. Þau Martha amma voru fyrirmynd okkar sem yngri erum á allan hugsanlegan hátt, fallegri og heilsteyptari manneskjur verður erfitt að finna. Það er ekki hægt að minnast Búbba afa án þess að minnast þeirra beggja sem áttu að baki 70 ára sterkt og samhent hjónaband. Það voru forréttindi að alast upp í nálægð við ömmu og afa á Engjaveginum. Við systkinin í Hraunprýði gátum hlaupið niður stíginn hjá Hreini eða klifrað yfir girðingar og stolist yfir garðinn hans Odda Kobba til þess að fá skemmtilegt spjall og kökubita. Amma og afi höfðu áhuga á öllu sem við vorum að gera, allt frá því við vorum lítil og fram á þeirra síðasta dag. Þau voru vel lesin og fróð og þótt þau væru ekki sammála öllu sem um var rætt hlustuðu þau með miklum áhuga og kenndu okkur að sýna skoðunum annarra virðingu. Eitt skemmtilegt dæmi er þegar ég sem fullorðin kona kom til þeirra og hafði látið húðflúra á mig hálsmen. Afi bara hló og skoðaði þetta með sinni alkunnu ná- kvæmni og þegar ég spurði ömmu hvernig henni litist á brosti hún og sagði: „Ja, þetta er ekki ljótt en ég hefði ekki fengið mér svona.“ Afi kunni skemmtilegar sögur um okkur frá því við vorum lítil og hafði gaman af því að segja okkur þær. Hann var kankvís og lúmskt stríðinn, hafði lag á að spjalla við alla um allt, óháð aldri eða stöðu. Hann var prentari af gamla skólanum og allt sem hann tók sér fyrir hendur ein- kenndist af þeirri nákvæmni sem það starf krafðist. Hvort sem um var að ræða viðhald á húsi eða bíl eða í seinni tíð, eftir að hann tók tölvutæknina í sínar hendur, að prenta utan á umslög. Dætur mínar muna ekki eftir afa í prentsmiðjunni þar sem ég fór að fá afskorninga af pappír þeg- ar ég var lítil. Hann var farinn að vinna í íshúsinu þegar þær komu til og fyrir börn sem þekkja að- eins orðið prentari yfir tölvu- prentara, fannst þeim ekki passa að fólk kallaði langafa þeirra „Búbba prentara“, afi hafði óskaplega gaman af þessum mis- skilningi. Afi og amma voru mikið úti- vistarfólk og höfðu mjög gaman af því að ferðast, bæði innan- lands og erlendis. Þau voru lík- lega búin að aka alla mögulega vegaslóða á landinu, fyrst með tjald og seinni árin með litla tjaldvagninn í eftirdragi. Ég læt öðrum eftir að minnast ótrúlega langs og farsæls skíðaferils eða þeirra virku þátttöku í lista- og menningarlífi Ísafjarðar. Ég hef alltaf verið ótrúlega montin af afa mínum sem hjólaði marga kílómetra á dag fram á nírætt, skrapp upp á fjöll svona rétt á milli mála og sem tók tölvu- tæknina í sínar hendur í hárri elli. Það eru ekki margir sem eiga langafa á Facebook eða sem geta haft samband við aldraðan afa sinn í gegnum tölvupóst. Elsku afi og amma, takk fyrir samfylgdina og allt það góða sem þið kennduð okkur. Takk fyrir að hafa verið bestu fyrirmyndir fyrir lífið sem nokkur getur hugsað sér. Hvíldu í friði, elsku afi og langafi. Anna Málfríður, Ólöf og Hildur. Afi á Ísó var einn af bestu mönnum sem ég hef hitt. Þegar ég var um það bil sjö ára fórum við Kjartan oft til ömmu og afa en þá hlupum við af Urðarvegi niður á Engjaveg. Áð- ur en við fórum inn náðum við okkur í rifsber úr fallega garð- inum þeirra. Við fórum svo inn og spiluðum við þau eða lékum okkur við það að láta litla dóta- bíla detta niður af sófaborðinu þeirra. Ég man að eftir að þau fluttu á Hlíf voru alltaf til súkku- laðikúlur en á Engjavegi var hefð hjá mér að fá brauð með lifrarkæfu. Í síðasta skipti þegar ég fór í heimsókn á Hlíf fann ég hvað langafi var mikill sprelligosi. Hann grínaðist með næstum allt sem ég og hann sögðum. Ég fór með ömmu Fríðu og Jóhönnu Maríu til hans á sjúkra- húsið, þá var hann hress og kát- ur og spjallaði við okkur í svolitla stund. Við töluðum um allt milli himins og jarðar en þó aðallega um gönguskíði en það held ég að hafi verið aðaláhugamálið hans og er mitt líka. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hann sem langafa og fyrir að hafa náð að kynnast honum og ömmu. Í nokkra daga eftir að mamma sagði að þú værir farinn trúði ég því ekki en svo sá ég það í blaðinu en ég er samt ennþá ekki alveg viss. Elsku afi, ég mun sakna þín og muna eftir þér alla mína ævi. Ég bið að heilsa ömmu og vona að þið hafið það gott núna. Unnur Eyrún Kristjánsdóttir. Kallið er komið, kominn tími til að kveðja kæran fyrrverandi tengdaföður minn, Sigurð Jóns- son, eða Búbba prentara eins og hann var venjulega kallaður. Segja má að hluti af honum hafi dáið fyrir tveimur árum þeg- ar hans ástkæra eiginkona lést, og samþykkti hann það við mig nokkrum dögum áður en hann lést, þegar við áttum gott spjall saman um lífið og tilveruna og hvað börnin mín og barnabörn væru að gera. Hann fylgdist vel með öllum fjölskyldumeðlimum sínum hvar sem þau voru í heim- inum. Í þau 27 ár sem ég var í fjöl- skyldunni bar aldrei skugga á, hann var hægur og rólegur og alltaf tilbúinn að rétta hjálpar- hönd ef á þurfti að halda. Fyrir mig, unglinginn, að kynnast þessari frábæru fjöl- skyldu hefur verið mér gott veganesti í gegnum lífið og fyrir það vil ég þakka. Ég þakka þér af alhug allar góðu samveru- Sigurður Jónsson HINSTA KVEÐJA Í faðmi fjalla blárra þar freyðir aldan köld. Í sölum hamra hárra á Huldan góða völd. Er lætur blysin blika um bládimm klettaskörð, er kvöldsins geislar kvika og kyssa Ísafjörð. (Guðmund Guðmundsson) Það voru mikil forrétt- indi að fá að kynnast þér og ég hugsa oft til stundanna sem við áttum saman þegar við ræddum saman fyrir Skíðablaðið. Hvíl í friði. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eigin- konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR frá Fáskrúðsfirði, Lækjasmára 6, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítala, Fossvogi, deild 2B, fyrir hlýhug og góða umönnun. Eggert Oddur Össurarson, Sigurður Þórir Eggertsson, Ingileif Kristinsdóttir, Valdimar Eggertsson, Ásta Sigurjónsdóttir, Guðbjörg Eggertsdóttir, Ásmundur Karl Ólafsson, Ásdís Eggertsdóttir, Gunnar Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær fóstursystir, mágkona og frænka okkar, GUÐBJÖRT ÞÓRDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR, Stella, frá Hvallátrum við Patreksfjörð, lést á sjúkrahúsi Patreksfjarðar föstudaginn 22. júní. Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju mánudaginn 9. júlí kl. 14.00. Kristinn Guðmundsson, Margrét Ingvadóttir, Jóna Vigdís Kristinsdóttir, Emilía Alexandersdóttir, Bára Ágústsdóttir, Helgi Magnús Baldvinsson, Ómar Þór Ágústsson, Margrét Rósa Sigurðardóttir og frændsystkini hinnar látnu. ✝ Elsku maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN KRISTJÁNSSON húsgagnasmíðameistari, Seljavegi 23, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 3. júlí. Útför hans fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 12. júlí kl. 15.00. Valdís B. Bjarnadóttir, Kristján S. Þorsteinsson, Astrid Sörensen, Arna Guðrún Þorsteinsdóttir, Guðni Hrafn Grétarsson, Bjarni Óskar Þorsteinsson, Þorsteinn Atli, Siggeir Karl, Sigríður Kristín, Jóhanna Þórný, Brynjar Þór, Grétar Hrafn, Arnar Hrafn, Hrafntinna, Valdís Bríet og Melkorka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.