Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 14
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla A81 Hönnuðir: Atli Jensen og Kristinn Guðmundsson Verð frá: 27.800,- www.facebook.com/solohusgogn 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sveitarstjórnarmenn á Norðaustur- landi sjá mikil tækifæri samfara olíu- leit á Drekasvæðinu á næstu miss- erum og þeim möguleikum sem opnun siglingaleiða norður af land- inu kann að leiða til. Er þá meðal annars horft til umskipunarhafnar. Halldór Jóhannsson, talsmaður Huang Nubo, gerði frumdrög að skipulagi sem vikið er að hér til hlið- ar en það bregður birtu á málið. Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri á Vopnafirði, telur brýnt að á næstu árum verði vel haldið á spilunum. „Sveitarfélögin á svæðinu hafa í mörg ár unnið að verkefnum sem tengjast hugsanlegri olíuleit á Drekasvæðinu. Árið 2008 fóru fram útboð um olíuleit á svæðinu sem minna varð úr en efni stóðu til. Nú er þetta að lifna við aftur og er til skoð- unar hvort ekki eigi að úthluta aftur svæðum til leitar. Öll þessi vinna tengist einnig Norðuríshafssigling- um og þeim möguleikum sem þær kunna að skapa. Nægir þar að nefna hugmyndir um umskipunarhöfn. Hugmyndin er að markaðssetja Ís- land sem fýsilegan stað fyrir slík um- svif. Þetta snýst ekki um einhver til- tekin svæði, heldur um landið allt.“ Olíuvinnslan eftir áratug? Þorsteinn horfir til olíuleitar. „Olíuleit gæti hafist á næsta ári og staðið yfir í um áratug. Ef olía finnst gæti olíuvinnsla hafist í kringum miðjan næsta áratug og hugsanlega staðið yfir þangað til um miðbik ald- arinnar. Ýmsar stofnanir hafa unnið skýrslur sem þessu tengjast og iðn- aðarráðuneytið og utanríkisráðu- neytið komið að málum. Horft hefur verið til þess að setja upp þjónustu- miðstöðvar við hafnirnar á Vopna- firði og Þórshöfn enda er talið heppi- legra að nýta þau mannvirki sem til staðar eru við fyrirhugaða olíuleit en að fjárfesta í nýjum mannvirkjum. Ef olía finnst í vinnanlegu magni er hins vegar ekki rætt um hafnirnar á Vopnafirði og Þórshöfn, enda þyrfti þá miklu stærri hafnir. Hér er einkum horft til Finnafjarðar en Siglingastofnun og Orkustofnun hafa margt um kosti þess staðar að segja. Bæði kemur þar til að gott skjól er talið fyrir höfn á Langanesi og nóg dýpi. Svo er það meginkost- urinn, að styttra er til Drekasvæð- isins frá þessu svæði en nokkurri annarri höfn,“ segir Þorsteinn sem telur heimamenn jákvæða í málinu. „Stemningin hefur verið sú að hér í bæjarfélögunum líta menn á þetta sem möguleika til framtíðar. Flestir líta þá jákvæðum augum, enda er lit- ið svo á að með þeim yrði lagður grunnur að auknu atvinnuöryggi. Auðvitað þarf að standa svo að mál- um að gætt sé að velferð náttúrunn- ar. Ef af þessum hugmyndum verður er ljóst að samfélögin gætu stækkað hratt og eins og jafnan er geta því fylgt vaxtarverkir. En ég held að menn séu tilbúnir. Nú þegar styttist í að olíuleitin hefjist heyri ég að stærri hafnirnar, eins og Reyðarfjörður og Eyjafjörð- ur, geri orðið tilkall til hlutanna. Það er engin spurning að ef af þessu verður eru atvinnutækifærin mikil. Samfélögin þyrftu að stækka og það yrði aðflutningur fólks. Hins vegar þyrfti að gæta hófs í uppbygging- unni. Satt að segja er ég að sumu leyti hissa hvað stjórnvöld eru róleg í tíðinni við allan undirbúning, enda gætu þarna verið um verulega hags- muni fyrir þjóðina að ræða.“ Frá Kyrrahafi til Atlantshafs Þorsteinn segir horft til siglinga kínverska ísbrjótsins Snædrekans í sumar og þeirra siglingaleiða sem hann geti sýnt fram á að séu færar. „Menn horfa til aukinna vöruflutn- inga frá Kyrrahafi til Atlantshafs um Norðuríshafsleiðina og þá er Ísland afar vel staðsett og nægir þar að horfa til Finnafjarðar undir Langa- nesi. Á Finnafjarðarsvæðinu væri því fýsilegt að byggja upp umskip- unarhöfn fyrir vörur sem yrði um- skipað og þær síðan fluttar frá Finnafirði til Evrópu og Bandaríkj- anna. Ef siglingaleiðin opnast er ljóst að hún mun keppa við vöru- flutninga um Súez-skurðinn. Hann ber ekki meiri umferð en fer um hann í dag auk þess sem það er miklu, miklu styttri siglingaleið að sigla Norðuríshafsleiðina.“ Finnist olía á Drekasvæðinu telur Þorsteinn koma til greina að reist verði olíuhreinsunarstöð á Finna- fjarðarsvæðinu fyrir olíu af Dreka- svæðinu og þá olíu sem flutt sé frá Murmansk-svæðinu í dag. „Gríðarlegt magn óunninnar olíu er flutt frá Murmansk í Rússlandi til Bandaríkjanna og framhjá Íslandi. Ef við hugsum grænt, eins og er dá- lítið tíska í dag, er mun umhverfis- vænna að olían kæmi í land á Íslandi til vinnslu og hreinsunar. Við það yrði enda mun minna magn olíu flutt í allar áttir með tilheyrandi mengun. Þetta yrði því miklu grænni hugsun en að flytja óunna hráolíu milli heilu heimsálfanna. Við höfum skoðað olíuhreinsunar- stöðvar víða. Sums staðar eru þær andstyggilegar en annars staðar eru þær mjög vel búnar m.t.t. mengunar og umhverfisins. Þetta er spurning um hvernig haldið er á málum. Við Íslendingar eigum að hafa bein í nef- inu til að skoða svona möguleika og treysta okkur til að semja um svona hluti. Við þurfum ekki að vera með neina minnimáttarkennd. Tækifærin eru mikil,“ segir Þorsteinn. Olíuhreinsunarstöð rísi í héraði Hugmyndir um umskipunarhöfn og olíuinnviði á Austurlandi Halldór Jóhannsson, skipulagsfræðingur og talsmaður Huang Nubo, hefur útbúið kynningar- bækling um Austurland og tækifæri til uppbyggingar innviða þar til siglinga. Þórshöfn Finnafjörður Grunnkort/Loftmyndir ehf.Norður 4 Þá er komið að Þórshöfn. Er þar gengið út frá þvíað flugvöllurinn verði stækkaður í tvær 2,2 km langar flugbrautir til að skapa „framúrskarandi aðstæður fyrir innanlandsflug ogmillilandaflug meðalstórra flugvéla“. Mjög góðar aðstæður séu fyrir þyrluflugvöll við völlinn. Dregið hefur verið úr umfangi þessara hugmynda í nýju aðalskipulagi og er nú gengið út frá því að við stækkun vallarins verði byggð 1 km braut til viðbótar við þá 885 m braut sem fyrir er. 1 Finnafjörður erkynntur sem ákjósanlegur staður fyrir stórskipahöfn. Fjörðurinn sé um 4,5 km breiður og 5,5 km djúpur sem skapi „ríflegt rými fyrir stór olíuflutningaskip og olíuborpalla“. 3 Vikið er að Vopnafirði sem ákjósanlegrimiðstöð fyrir þjónustu fyrir fyrstu stig olíu- og gasvinnslu á Drekasvæðinu. 2 Við fjörðinn séyfir 10 km svæði sem henti fyrir hafnaraðstöðu og yfir 2.000 hektarar til ráðstöfunar fyrir iðnað. Mynd er af olíuhreinsunarstöð við Finnafjörð.  Sveitarstjórnarmenn á Norðausturlandi sjá fyrir sér stórfellda uppbyggingu  Talsmaður Huang Nubo kynnir Finnafjörð sem góðan stað fyrir stór olíuskip  Vopnfirðingar horfa til kínversks ísbrjóts „Sveitarstjórnir á svæðinu eiga hvorki landið né geta þær sýnt fram á almenningsþörf fyrir því að stórskipahöfn rísi á svæðinu. Það er til dæmis til skipulagt svæði í Eyjafirði í eigu sveitarfélaganna þar sem gæti allt eins risið stór- skipahöfn. Það eru því ekki þjóðar- hagsmunir sem skapa almennings- þörf fyrir eignarnám á Norðaustur- landi til að greiða fyrir slíkum hugmyndum,“ segir Guðmundur Vilhjálmsson, eigandi jarðarinnar Syðra-Lóns, í nágrenni Þórshafnar. Undanfarin tvö ár hefur Guð- mundur staðið í málaferlum við sveitarstjórn Langanesbyggðar og hefur lögfræðingur hans unnið í málinu fyrir hans hönd og eigenda jarðarinnar Fells, eigenda helm- ings hlutar í jörðinni Helluland og loks skógarbónda sem á land- spildu á Hellulandi. En allar eru jarðirnar við skipulagssvæðið. „Ef sveitarstjórnirnar hefðu bor- ið gæfu til að vaða ekki yfir eign- arrétt landeigenda og ef þær hefðu ekki beitt leiðinlegum starfsaðferðum, eins og að gera mönnum ekki fyllilega ljóst hvaða réttarstöðu þeir hefðu, væri málið ef til vill ekki í jafnslæmum far- vegi. Eins og staðan er í dag munu landeigendur á svæðinu ekki vilja láta land sitt undir stóriðju- starfsemi,“ segir Guð- mundur og gagnrýnir vinnubrögð Halldórs Jó- hannssonar, talsmanns Hu- ang Nubo og skipulags- ráðgjafa Langa- nesbyggðar. „Skipulagning og markaðssetning, þ.m.t. erlendis, hefur verið í óþökk landeigenda. Það hlýtur að vera sérstakt að eignir fólks skuli vera markaðssettar að því forspurðu. Kínverjarnir eru að leita að at- hafnasvæðum. Heimamenn skiptast í tvö horn. Annars vegar þá sem ólmir vilja framkvæmdir og svo þá sem vilja þær ekki. Hvað er fengið með risa- framkvæmdum sem eru kannski mestmegnis framkvæmdar af er- lendu vinnuafli?“ Yfirgangur sveitarstjórna LANDEIGANDI GAGNRÝNIR ÁFORMIN Skannaðu kóðann til að lesa bréf lögmanns Guðmundar. Skannaðu kóðann til að lesa um umrædd áform. Guðmundur Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.