Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 www.kemi.is • Sími: 544 5466 • Tunguhálsi 10 , 110 Reykjavík UMHVERFISVÆNT BÆTIEFNI FYRIR ELDSNEYTI ALLT AÐ 20% ELDSNEYTISSPARNAÐUR YFIR 50% MINNI MENGUN BYLTING! „Það er ekki hægt að fullyrða á þess- ari stundu hvaða áhrif verða af auknu framboði á þorski,“ segir Arn- ar Sigurmundsson, formaður Sam- taka fiskvinnslustöðva. Fyrr í mán- uðinum var ákveðið að auka heildaraflamarkið á þorski um 10,4% og verður þorskkvótinn því hátt í 200 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Einnig mun þorskkvótinn í Barents- hafi verða aukinn um 200 þúsund tonn og bendir slík aukning í þorsk- magni til þess að verðmætaaukning verði ekki að veruleika vegna mögu- legs offramboðs á þorski. Gert var ráð fyrir um 10 milljarða verðmæta- aukningu. „Það er meira heldur en framboð og eftirspurn sem spilar inní, því efnahagsástandið í markaðslöndun- um þarf einnig að vega og meta. Í eðli sínu eru þetta ánægjuleg tíðindi fyrir okkur Ís- lendinga að það skuli vera aukinn þorskafli,“ segir Arnar sem telur það óvíst hvaða áhrif þessi mikla aukning á fram- boði á veiðum í Barentshafi hafi. „Auðvitað er líklegra að það leiði til verðlækkunar en þarna spilar inn ástandið eins og í Suður-Evrópu. Allar nýjustu fréttir segja manni það að nú sé kreppa sem heimurinn er að ganga í gegnum, það þarf að líta til þess. Þetta eykur ákveðna óvissu sem magnar upp það slæma ástand sem er í sumum markaðslöndum.“ Með þeirri magnaukningu sem kemur með meiri þorskafla á Íslandi sem og í Barentshafi verður um 22% aukning á þorskmagni sem gæti far- ið inn á markaðina. „Þegar allt er komið til alls eru það jákvæð tíðindi að það sé aukin afla- heimild á Íslandsmiðum, aukið fram- boð annars staðar þýðir auðvitað það að það eru meiri líkur á að það geti leitt til offramboðs. Það er ekki hægt að fullyrða hvað það verður mikið og við vonum til að það verði sem allra minnst.“ Arnar hefur einnig áhyggjur af veiðigjaldinu sem nýlega var lagt á sjávarútveginn. „Íslenskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir því á sama tíma og þetta er að gerast að það er verið að margfalda gjaldtöku á sjávarútvegi, það er mikið áhyggjuefni að þetta sé að bera upp á sama tíma.“ aslaug@mbl.is Áhyggjur af verðlækkun  „Vonumst til að offramboðið verði sem allra minnst“ Arnar Sigurmundsson Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Þetta er orðið heilmikið af fólki,“ svarar Guðrún Jónsdóttir þegar Ragnar Guðmundsson, veit- ingamaður í Lauga-ási, innir hana eftir því hvað niðjar hennar séu orðn- ir margir, en í gærkvöldi bauð hann velkomna fimm ættliði, ásamt mök- um, á veitingastaðinn við Laug- arásveg. Niðjarnir, í beinan legg, eru Hilmar Guðlaugsson, fæddur 1930, Steingerður Hilmarsdóttir, fædd 1949, Jóna Hildur Bjarnadóttir, fædd 1967, og Ágústa Ýr Sigurðardóttir, fædd 1991. Guðrún fæddist á Bala í Gnúp- verjahreppi en maður hennar var Guðlaugur Þorsteinsson sjómaður, fæddur í Reykjavík. Þau eiga fjögur börn og sjö barnabörn en alls eru niðjarnir orðnir geysilega margir, segir Hilmar, sonur Guðrúnar. Meðal þeirra er mikið handboltafólk; sonur Hilmars, Atli, og börn hans Arnór og Þorgerður Anna, en Hilmar segir langömmu þeirra fylgjast vel með því hvernig þeim gangi, þrátt fyrir að sjá orðið illa. „Hún sér þó þegar barna- barnið skorar og segir okkur frá því. Hún fylgist mjög vel með handbolt- anum en ekki öðrum íþróttum,“ segir Hilmar. Sama kennitalan Guðrún er einn af mörgum við- skiptavinum Lauga-áss sem haldið hafa tryggð við staðinn en þangað kom hún gjarnan og fékk sér vínars- nitsel eftir að hafa hlýtt á vín- artónleika í Háskólabíó með syni sín- um Þorsteini. Lauga-ás er einn örfárra veit- ingastaða, að sögn Ragnars, sem stofnaði staðinn ásamt mági sínum fyrir 33 árum, sem alla tíð hafa verið reknir á sömu kennitölu, en segir það líka hafa útheimt mikla vinnu að halda rekstrinum gangandi. „Það hafa komið erfiðir tímar en það hafa líka komið góðir tímar. Og maður hefur bara verið vakandi yfir þessu,“ segir Ragnar. Fyrirtækið sé sannarlega fjölskyldufyrirtæki, þar sem þrír ættliðir hafi komið að rekstrinum, en Ragnar rekur staðinn í samvinnu við Guðmund son sinn. „Svo hef ég verið þarna í salnum með þremur barnabörnum og fólki þykir það ægilega gaman að heyra þau kalla á mig „afi!,“ segir hann. Saman á gleðistundu  Guðrún Jónsdóttir er 101 árs en fylgist vel með handboltanum  Fimm ætt- liðir koma saman á veitingastaðnum Lauga-ási  Halda tryggð við staðinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Saman Eftir matinn á Lauga-ási fór hluti hópsins á landsleikinn í handbolta þar sem langömmubarn Guðrúnar, Arnór, var í eldlínunni. Notalegt Guðrún notar orðið „kósí“ til að lýsa Lauga-ási, þrátt fyrir að finnast það miður fallegt orð. Þrjú börn, 3, 7 og 10 ára, sluppu ómeidd eftir bíl- veltu sem átti sér stað við Presthól á Álftanesvegi um miðjan dag í gær. Tildrög slyss- ins voru þau að ökumaður jeppabifreiðar var að sinna börnunum þegar hann missti stjórn á bifreiðinni og hún valt á veginum. Betur fór en á horfðist því börnin og ökumaðurinn voru úrskurðuð óslösuð eftir skoðun á slysadeild. Það mun að miklu leyti vera vegna þess að þau voru öll í bílbeltum, að sögn lögreglu. Valt með þrjú börn í jeppa á Álftanesvegi Fyrirtaka í máli sérstaks sak- sóknara gegn fimm karl- mönnum, sem grunaðir eru um að hafa svikið út tugi milljóna króna, m.a. af Íbúðalánasjóði árið 2009, fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Saksóknari gaf út ákæru á hendur fjórum mönn- um, fæddum 1986-1990, fyrir skjalafals, umboðssvik, fjárdrátt og hylmingu í tengslum við fasteigna- viðskipti árið 2009. Áður höfðu fimm verið kærðir til efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra vegna málsins. Sátu fjórir þeirra um tíma í gæsluvarðhaldi en var sleppt. Nú hefur fimmti karlmað- urinn bæst í hóp ákærðu en sá er fæddur árið 1980. Fimm ákærðir vegna fasteignasvindls Ein líkamsárás var kærð til lög- reglunnar í Vest- mannaeyjum eft- ir skemmtana- hald helgarinnar. Árásin átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Volcano. Þar hafði orðið ágreiningur á milli tveggja manna um tvítugt sem end- aði með handalögmálum. Ekki er ljóst hver orsök þessa ágreinings var né liggja fyrir upplýsingar um hversu alvarlegir áverkarnir voru. Þrenn eignaspjöll voru tilkynnt lögreglunnar í Vestmannaeyjum í vikunni en m.a. var um að ræða skemmdir á bifreið sem stóð við Ása- veg 18 aðfaranótt 21. júlí sl. Sömu nótt var rúða brotin í bif- reið sem stóð á Strandvegi. Líkamsárás kærð í Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.