Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 Poppdrottningin Madonna er iðu- lega á milli tann- anna á fólki sök- um djarfrar framkomu. Nú síðast olli hún fjaðrafoki eftir að hafa mundað skotvopn á tón- leikum sínum í Skotlandi. Þar- lend yfirvöld hugðust stoppa tón- leika hennar ef hún drægi upp vopnin. Gæslumenn skárust þó ekki í leikinn og söngkonan dillaði sér um sviðið með AK47 hríðskotariffil og skammbyssur, áhorfendum til ómældrar ánægju. Með byssur á sviði Umdeild Söng- konan vígaleg. Fyrsta lagið af nýju plötu Snoop Dogg, Reincarnat- ed, er komið í spil- un en á plötunni má einungis finna reggí-lög. Rappar- inn kennir sig ekki lengur við hund heldur titlar hann sig ljón. Snoop Lion fær dygga að- stoð frá Diplo, sem margir þekkja úr Major Lazer, á nýju plötunni en sá síðarnefndi hefur meðal annars unn- ið með Beyoncé og M.I.A. Hundur orðinn ljón Breyttur Snoop Dogg spilar reggí. Bandaríska sveitin The Kill- ers er með nýja plötu í bígerð og er áætlað að hún komi út 17. sept- ember næstkom- andi. Söngvari hljómsveit- arinnar, Brand- on Flowers, hef- ur lýst því yfir að lögin á nýju plötunni verði frábrugðin því sem hafi áður heyrst frá sveitinni. Eitt lag af plötunni er nú þegar komið í spilun en það er lagið Runaways. Flowers segist vera afar stoltur af laginu og að fleiri lög í svipuðum dúr sé að finna á plötunni. Nýir straumar frá The Killers Sveitin Tónleika- bandið hefur notið mikilla vinsælda. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Þetta leggst mjög vel í mig og verður rosalega skemmtilegt. Við erum búin að vera að æfa á fullu. Hljómsveitin er stór, átta manna, margar raddir og fullt af gestum sem stíga á svið. Það eru nokkrar æfingar eftir og svo er bara komið að stóru stundinni. Þetta er bara yndislegt,“ segir Sigga Bein- teins, glöð í bragði. Hún er hrærð yfir öllu því góða fólki sem stendur að tónleikahaldinu með henni. „Það er svo stórgott tónlistarfólk í kringum mig að ég fæ bara tár í aug- un. Strákarnir sem spila með mér eru frábærir og ég er ekki með verstu bakraddir í heimi heldur. Þetta er al- veg framlínan sem ég er með: Erna Hrönn, Friðrik Ómar, Regína Ósk.“ Auk þeirra mun Björgvin Hall- dórsson og Páll Óskar Hjálmtýsson stíga á stokk auk fjölda annarra. Leynimakk vinanna Sigga fær þó ekki að vita um allt sem fram fer á tónleikunum. Ljóst er að eitthvert leynimakk er á meðal vina hennar. „Ég held að Friðrik Ómar sé eitt- hvað að plotta og er kominn með ennþá fleiri söngvara til liðs við sig. Ég veit ekkert hverjir þeir eru en þekktir eru þeir, ég held að þeir komi fram í kór, án þess að ég viti nokkuð.“ Góður vinskapur er milli Friðriks Ómars og Siggu. „Friðrik atti mér út í þetta. Ég ætlaði ekki að gera þetta fyrr en í haust en ég sé eiginlega ekki eftir því. Þetta hefur verið yndislegur tími og gaman að halda tónleikana á sjálfan afmælisdaginn. Friðrik Ómar er búinn að grafa upp allskyns vídeómyndir sem ég má alls ekki sjá. Hann hlær bara þegar ég spyr hvað hann sé með og segir: „þú sérð það bara seinna.““ Greina má mikla tilhlökkun í rödd- inni þó Sigga reyni að dylja hana. Óvæntar uppákomur og sannkallaðir stórtónleikar eru í uppsiglingu. Mikill metnaður hefur verið lagður í tónleikadagskrána sem spannar all- an söngferil Siggu. Myndir og gamlar vídeóupptökur koma til með að setja lifandi svip á tónleikana. „Friðrik hefur hjálpað mér mikið og er mjög duglegur og ákaflega flinkur í tónleikauppsetningu,“ segir Sigga. Aðspurð um uppáhaldslög gerir hún ekki upp á milli þeirra. „Ég tek öll lög sem mér finnst uppáhalds. Farið verður í gegnum allan ferilinn. Eurovision og Stjórnin eiga stóran þátt í mínum ferli auk sólóferilsins. Fyrsta lagið mitt sem kom út, „Vertu ekki að plata mig“ fær að hljóma. Auk þekktra laga með Stjórninni og að sjálfsögðu verður Eurovision lagið „Eitt lag enn“ tekið. Öll lögin eru hrist saman eins og í góðum kokteil. Við keyrum þetta upp á hressum lögum í bland við rólegri. Þetta verður rosalega skemmtilegt, sumarlegt og létt.“ Talið berst að hljómsveitinni Stjórninni sem hún var aðalsöngkon- an í á níunda og tíunda áratugnum. „Draumurinn var að koma Stjórn- inni saman í fyrsta skipti í mörg ár en það tókst ekki í þetta skiptið að minnsta kosti. Margir eru úti en við komum vonandi saman öll seinna. Grétar Örvarsson kemur að sjálf- sögðu fram með mér á afmælis- daginn.“ Fjörugir tvíburar Sigga og sambýliskona hennar, Birna María Björnsdóttir, eiga saman fimmtán mánaða gamla tvíbura, Alex- öndru Líf og Viktor Beintein. Hún hefur í nægu að snúast að samræma barnauppeldi og erilsamt starf tónlistarmannsins. „Það hefur orðið mikil breyting á mínum högum eftir að þeir komu, að sjálfsögðu til hins betra. Það er mikil vinna að setja saman tónleika eins og þessa, æfingaplan og annað þess háttar. Annars gengur mjög vel að samræma þetta en við eigum líka góða að. Það er mikil vinna að vera með tvö lítil á sama aldri. Lítill svefn hefur verið undanfarið og aðeins svefnóregla á þeim. Á þessum aldri, rúmlega eins árs eru allir fjörugir, út- um allt og uppi á öllu. Maður þarf oft að velja hvor er í meiri hættu, þá hleypur maður þangað,“ segir Sigga þakklát og glöð í bragði. Sigga Beinteins á fullu  Söngkonan fagnar 50 ára afmæli og 30 ára söngafmæli 26. júlí og heldur veg- lega tónleika í Háskólabíói  Óvæntir gestir og gömul myndbrot líta dagsins ljós Morgunblaðið/Styrmir Kári Tvöfalt afmæli „Öll lögin eru hrist saman eins og í góðum kokteil. Við keyrum þetta upp á hressum lögum í bland við rólegri. Þetta verður rosalega skemmtilegt, sumarlegt og létt,“ segir Sigga Beinteins. Kjell Espmark (f. 1930) ermenningarviti í besta ogfyllsta skilningi þessorðs. Hann er jafnvígur á bókmenntafræði, menningarsögu, skáldsagnaritun og ljóðagerð, og nýtur slíkrar virðingar í heimalandi sínu að síðan 1981 hefur hann verið í Sænsku akademíunni, þeim útvalda hópi sem útdeilir bókmenntaverð- launum Nóbels. Þetta ljóðaúrval í fagmannlegri og lipurri þýðingu Njarðar P. Njarðvík inniheldur efni úr öllum 13 ljóðabók- um Espmarks og gefur því gott yfir- lit yfir þróun skáldlistar hans. Það verður þó að segjast að almennt eru nýjustu ljóð hans jafnframt þau bestu – þar finnur hann sína réttu rödd sem skáld og tjáir sig af bæði öryggi og yfirvegaðri nákvæmni. Ef til vill hefði því verið betra að tak- marka úrvalið við síðustu sex ljóða- bækurnar, og sleppa þeim sjö fyrstu. Ef skáld eru steinar, þá er Esp- mark svört basaltperla af Djúpa- lónssandi. Hann glitrar ekki, og hann hefur hvorki hvassar brúnir né margbrotna lögun, en engu að síður vekur hið slétta og fágaða yfirborð ljóða hans hljóð- láta en jafnframt sérstæða nautn með lesendanum. Baksvið margra ljóðanna er sótt úr sögu evrópskrar menningar, þar sem valdbeiting og mannleg reisn takast á. Espmark laumar oft inn til- vísunum í sögulegar persónur eða bókmenntaverk, sem lesandinn þarf að vera nokkuð vel upplýstur til að geta gripið. Ef það tekst ljá þær hins vegar ljóðunum aukna dýpt. Áhuga- vert dæmi um þetta er tilvísun í Gunnar á Hlíðarenda í ljóðinu „Nor- egsfarið beið óþolinmótt“, sem Ís- lendingar skilja strax, en sem búast má við að hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá flestum sænskum lesendum: En á brottfararstundu stóð ég orðlaus við rætur fjallsins. Hlíðin var grænni en frelsið Lifendur eiga sér enga gröf Kjell Espmark - Skrifað í skýin bbbmn Kjell Espmark: Skrifað í skýin. Ljóðaúr- val. Njörður P. Njarðvík íslenskaði. Reykjavík, Uppheimar, 2012. 152 bls. BALDUR KRISTINSSON BÆKUR ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is VANDAÐUR REGNFATNAÐ UR FYRIR ALLA!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.