Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 11
Einbeiting Hugurinn skiptir ekki minna máli en líkaminn þegar fólk stundar hapkido. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Útiflísar á frábæru verði Gæði og glæsileiki á góðu verði Eigum á lager yfir 1.000m2 á sérverði (4 litir) 3. flokkur. ATH fleiri litir væntanlegir Af hverju lenda flísar í 3. flokki? Flísarnar hugsanlega hornskakkar. – Eitthvað að yfirborði flísanna. –Litatónar etv. ekki alveg réttir. – Kannski aðeins kvarnað úr hornum. – Afgangar af framleiðslu frá 1. og 2. flokk. ATH! 3. flokkur er aðeins seldur í heilum pakkningum og ekki er hægt að skila afgöngum. 1.790 kr. fm 2 Hengilshlaupið verður haldið í fyrsta sinn næstkomandi laugardag 28. júlí og er það lengsta utanvegahlaup árs- ins, eða 81 kílómetri. Hlaupið verður um Hengilssvæðið en hlaupið byrjar og endar við Lystigarðinn í Hvera- gerði. Hlaupaleiðin er mjög fjölbreytt og má nefna að hlaupið er upp á hæsta tind á svæðinu sem er Skeggi, yfir í Grafning framhjá Úlfljótsvatni og í átt að Nesjavöllum. Útsýni og landslag er stórkostlegt og er m.a. hlaupið um hverasvæði, yfir heitar ár, framhjá fossum og útsýni um allt Suðurland og inn á Þingvelli. Búast má við að hlaupið taki 10-12 klst. og eru starfsmenn hlaupsins um 30 sem passa upp á að hlauparar vill- ist ekki og fái þjónustu á leiðinni. Nánar um hlaupið og hlaupaleiðina á vefslóðinni: www.hamarsskokk.wordpress.com Hengilshlaupið 2012 Á fjöllum Mörgum finnst meira gaman að hlaupa utanvegar. Lengsta utanvegahlaup ársins Fáskrúðsfjarðarhlaupið verður haldið í sjötta sinn í tengslum við hátíðina Franska daga á Fáskrúðsfirði föstu- daginn 27. júlí. Auk þess að vera heilsubót er hlaupinu um leið ætlað að vekja athygli á sögu og end- urbyggingu Franska spítalans. Frakk- ar reistu spítalann í þorpinu á Búðum í Fáskrúðsfirði árið 1904 en Fá- skrúðsfjörður var aðalbækistöð franskra sjómanna á Austfjörðum. Nýlega hófust framkvæmdir við end- urbyggingu Franska spítalans en hann var fluttur úr Hafnarnesi haust- ið 2010. Hlaupið er frá Franska spítalanum við Hafnargötu og út með norður- strönd Fáskrúðsfjarðar. Hlaupaleiðin er malbikuð en möl út við vegarbrún. Tvær vegalengdir eru í boði, 21 og 10 km. Í hálfa maraþoninu er hlaupið út að Kolfreyjustað og til baka en í 10 km hlaupinu er snúið við nálægt Brimnesi. Skráning fer fram á net- fanginu birnabaldurs@gmail.com en allar nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni hlaup.is. Fáskrúðsfjarðarhlaupið Morgunblaðið/Ómar Fáskrúðsfjörður Franskir dagar verða haldnir í bænum næstu helgi. Hlaupið frá Franska spítalanum við Hafnargötu á hátíðinni Hapkido er kóresk sjálfsvarnar- list þar sem jöfn áhersla er lögð á standandi tækni eins og í systuríþróttinni taekwondo, lása, fellur og glímutök eins og í aikido, japönsku jiu jitsu og júdó. Til að byrja með er farið vel í grunnatriði standandi viðureignar og svo koma sífellt fleiri lásar, fellur og slíkt inn í námsskrána. Hapkido-iðkendur nýta sér einnig vopn og æfa varnir gegn einföldum vopnum fyrir hærri beltin. Gætt er fyllsta öryggis á æfingum og skilyrði að vera með punghlíf, tannhlíf og hlífar fyrir hendur og fætur. 16 ára aldurstakmark er til þess að æfa Hapkido. Fólki gefst tækifæri á að prófa og verða æfingarnar ókeypis út júlí- mánuð, en þá hefst Hapkido- kennslan fyrir al- vöru. Nánar: www.hapkido.is Hapkido ÓKEYPIS ÆFINGAR ÚT JÚLÍ Það er sniðugt að nota papaja í hollan þeyting ef þú vilt breyta dálítið til og nota eitthvað sum- arlegt í slíkt. Hinn exótíski ávöxtur papaja er sagður vera góður til að draga úr harðlífi og útþembdum maga sem veldur óþægindum og getur orðið til þess að þér finnist þú þung/ur á þér og fötin kannski örlítið þrengri en gengur og gerist. Í papaja er gnótt af C og A vítam- íni og er gott að skera það niður og borða sem eftirrétt eða blanda því saman með klaka og hreinni jógúrt í hollan og góm- sætan þeyting. Frískandi og góður ávöxtur sem hentar vel í góðu sumarveðri líkt og nú. Sumarlegur þeytingur Góður við magaónotum Gott Hollur þeytingur með papaja. Virðing Þegar sparkað er og kýlt er virðing í hávegum höfð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.