Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einhver ættingi þinn bankar upp á og er stútfullur af nýjum og spennandi frétt- um. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér líður eins og tilfinningabrunnur þinn sé á þrotum. Hættu því að snúa upp á þig og komdu til móts við þá sem eru reiðu- búnir til sátta. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að venja þig á að flytja mál þitt með þeim hætti, að viðmælendur þínir viti upp á hár, hvert þú ert að fara. Leit- aðu leiða til að stuðla að því að þetta gangi eftir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu að stofna til nýrra viðskipta- sambanda því að þau gömlu eru orðin nokk- uð þreytt og gætu gefist upp á árinu. Eyddu kvöldinu í góðra vina hópi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Allt sem viðkemur fjármunum og reiðufé er í óvissu í dag. Vertu raunsær. Leggðu þig fram við að líta vel út þannig að þér líði betur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér finnst einhvern veginn allt rekast á annars horn. Minnstu allra góðu stund- anna með viðkomandi og láttu þær létta þér lífið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er ómögulegt að segja hvaða vand- ræði dagsins eru það besta sem hafa fyrir þig komið, en ein þeirra eru það. Horfðu framhjá því sem sagt er. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þennan dag ætti að nota til þess að skipuleggja ferðir með fjölskyldunni. Leggðu inn í gleðibankann líka. Hafðu bara hægt um þig þar til öldurnar lægir og ræddu þá málið við yfirmann þinn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að reyna að útiloka þig frá öllum óþarfa truflunum svo þú getir ein- beitt þér að því sem máli skiptir. Vertu léttur við fólk og haltu leið þinni áfram. 22. des. - 19. janúar Steingeit Sá tími sem listirnar taka er dýr- mætur. Ekki slá á framrétta hönd þess, sem vill veita þér aðstoð í viðkvæmu vandamáli. Það verður að leysa það farsællega. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú gætir fundið til óvæntrar löng- unar til að sýna einhverjum ókunnugum góðvild í dag. Eins er komið fyrir mannfólk- inu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er mikil hætta á átökum og því ættirðu að forðast að lenda í deilum við lög- reglu, yfirmenn þína eða foreldra. Breytingar sem þú leggur til mæta mikilli andstöðu. Karlinn á Laugaveginum var aðkoma úr Dómkirkjunni, þegar ég sá hann á sunnudaginn, því að hann er kirkjurækinn. Við gengum meðfram alþingishúsinu og hann benti mér á grjóthnullung gráan á flötinni við Kirkjustræti og sagði: Mælti Brynjólfur bóndi á Felli: „Mér blöskrar í hárri elli þetta útlenda dót þetta drasl, þetta grjót þessi della á Austurvelli.“ Og síðan settist hann á bekkinn með kumpánum sínum og fékk sér Egil sterka. Ég fékk góðan netpóst frá Frið- geiri Einari, sem bar þessa yf- irskrift: „Bónorðið: Ást er einstök. Hjónaband er allt annað“: Að ljúga og mæla satt í senn er snilld, villa öðrum sýn og viti menn að vild. Maður daufheyrðist í denn fordild og hættir til þess aftur og enn ást mild Við leiðumst fagra fröken í fylgd svo hvarfstu á braut og ég brenn brottsigld. Að ljúga og mæla satt í senn var snilld. Einsamall fór villt og viti menn að vild. Jón Bergmann orti: Ástin blind er lífsins lind – leiftur skyndivega – hún er mynd af sælu og synd, samræmd yndislega. Og enn orti hann: Ástin heilög heillar mig, hún er Drottins líki. Meðan einhver elskar þig áttu himnaríki. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ást er einstök – hjónaband er allt annað G æ sa m a m m a o g G rí m u r G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð ile g i F er d in a n d SÆL KRAKKAR ÞAÐ ER KOMINN TÍMI TIL AÐ... ...HITTA DANSANDI HEILA- DINGULINN ÉG ÞOLI EKKI FRÆÐSLUÞÆTTI ÞETTA FÓR EKKI VEL AF HVERJU GETURÐU EKKI GERT NEITT RÉTT? VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ BORGA MÉR MIKIÐ? AF HVERJU SÆTTI ÉG MIG VIÐ ÞAÐ AÐ ÞÚ KLÚÐRIR ALLTAF ÖLLU SEM ÞÚ TEKUR ÞÉR FYRIR HENDUR? HVAR ER VINUR ÞINN, HANN NONNI NAUT? HANN ER EKKI NAUT LENGUR. EFTIR AÐ ÞEIR BREYTTU STJÖRNU- MERKJUNUM ÞÁ ER HANN ORÐINN STEINGEIT HMMM... STEINGEIT, ERU ÞÆR EKKI MIKLU VIÐKVÆMARI EN NAUT? HEFURÐU TEKIÐ EFTIR EINHVERJUM BREYTINGUM Í FARI HANS NEI, ÉG GET EKKI SAGT ÞAÐ Víkverji kom víða við í sum-arfríinu og naut þess sem ís- lensk ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða. Ekki vantaði að nær daglega komu freistandi tilboð í pósthólfið frá flugfélögunum um hoppferðir til útlanda. Til hvers að fara út, hugs- aði Víkverji með sér. Brakandi sól og blíða upp á hvern dag á meðan fregnir bárust utan úr heimi um flóð, fellibylji, skógarelda og þess háttar óveður og náttúruhamfarir. Nei, við þessar aðstæður er betur heima á Fróni setið en af stað farið. x x x Eitt af því sem gladdi Víkverja ífríinu var að uppgötva hvað mikið er um hreint ágætis golfvelli víða um land. Meðal þeirra valla sem komu skemmtilega á óvart var Reykholtsdalsvöllur á bænum Nesi í Reykholti í Borgarfirði, skammt frá kirkjustaðnum. Þar ráða ríkjum Bjarni Guðráðsson og Sigrún Ein- arsdóttir sem á fáum árum hafa byggt upp völl sem stenst sam- anburð við marga á suðvesturhorn- inu og í stærra þéttbýli en Reyk- holtsdalur er. Völlurinn er hannaður af Hannesi Þorsteinssyni golfvallaarkitekt og hefur honum tekist að hanna nokkrar skemmti- legar en um leið erfiðar brautir fyr- ir jafn lélegan kylfing og Víkverji er! Á vellinum er ein lengsta par 5 hola landsins, um 540 metrar, og það þarf að taka upp kíki á teignum til að sjá fánann við enda braut- arinnar. x x x Fyrir sumarfríið fjárfesti Víkverji íGolfkortinu og sér ekki eftir því. Stórsniðug hugmynd fyrir kylfinga með fjölskylduna á ferðalagi og þeir kynnast betur þeirri flóru sem golf- vellir landsins hafa upp á að bjóða. Af fleiri stöðum getur Víkverji einn- ig nefnt Þórisstaði í Svínadal. Þar er skemmtilegur golfvöllur og einn- ig mikið og gott tjaldstæði, ásamt ýmissi annarri afþreyingu fyrir ferðafólk. Er óhætt að mæla með smákrók af þjóðveginum í Leir- ársveit, inn með Hvalfirði og yfir hálsinn hjá Ferstiklu. Þá blasir við útivistarparadís. Eða bara sleppa göngunum og aka fyrir Hvalfjörð- inn, þar hefur kviknað blómlegt líf „eftir göngin“. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Hver, sem gjörir vilja Guðs, sá er bróðir minn, systir og móð- ir. (Mk. 3, 35.) Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 & Strandgata 25 • Akureyri • sími 456 1185 • www.tonastodin.is Tónastöðin býður upp á mikið úrval hljóðfæra og nótnabóka fyrir allar tegundir tónlistar og leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.