Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 206. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Fyrirsæta lofar Ísland í hástert 2. Þórarinn Sigurjónsson látinn 3. Birti nöfn árásarmanna á Twitter 4. Klein huggar Katie Holmes »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Í dag fer fram þriðjudagsganga í Viðey þar sem boðið verður upp á leiðsögn með táknmálstúlkum. Gang- an hefst kl. 19.30 og eru gestir hvatt- ir til þess að klæða sig eftir veðri og mæta í þægilegum skófatnaði. Morgunblaðið/Ómar Viðeyjarganga með táknmálstúlki  Í tilefni af 50 ára afmæli og 30 ára söngafmæli sínu heldur Sigga Beinteins afmæl- istónleika í Há- skólabíói fimmtu- daginn 26. júlí kl. 20. Fjöldi þekktra tónlistarmanna stígur á svið ásamt Siggu, m.a. Björg- vin Halldórsson, Páll Óskar Hjálmtýs- son, Grétar Örvarsson og Regína Ósk Óskarsdóttir. » 30 Afmælistónleikar Siggu Beinteins  Kammerkórinn Schola cantorum syngur á hádegistónleikum í Hall- grímskirkju á morgun kl. 12, en tón- leikarnir eru í samstarfi við Al- þjóðlegt orgelsumar kirkjunnar. Kórinn fagnar einnig út- gáfu nýrrar hljóm- plötu sem nefnist Foldarskart sem inniheldur ís- lensk lög af efnisskrá sum- artónleikanna. Kammerkórtónleikar í Hallgrímskirkju Á mánudag, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag Hæglætisveður, úrkomulítið og bjart með köfl- um. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt eða hafgola og víða léttskýjað. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum. VEÐUR Það er óhætt að segja að ís- lenska landsliðið í hand- knattleik karla fari lemstrað til London á Ólympíuleikana. Margir lykilleikmenn liðsins eru tæpir og sumir hreinlega meiddir. Áhyggjuefni Guð- mundar Þórðar Guðmunds- sonar landsliðsþjálfara hlýtur því að vera meiðsl- in og hvort þeir leik- menn sem glíma við þau geti hreinlega haldið út langt og erfitt mót. »1 Lemstrað lið á leið til London Badmintondrottningin Ragna Ing- ólfsdóttir getur verið ánægð með rið- ilinn sem hún leikur í á Ólympíu- leikunum í London sem hefjast um helgina. Hún dróst gegn einum af lök- ustu keppendunum úr fyrsta styrk- leikaflokki og síðan gegn andstæð- ingi sem Ragna þekkir vel og hefur ávallt sigrað. »4 Ragna heppin með riðil á Ólympíuleikunum Eyjamenn unnu sjötta leik sinn í röð í Pepsi-deild karla í fótbolta í gærkvöld þrátt fyrir að þeir væru manni færri gegn Selfyssingum frá fyrstu mínútu. Fylkismenn koma áfram á óvart og eru í fimmta sæti eftir sigur í Keflavík. Mikil dramatík var í lokin þegar ÍA og Breiðablik skildu jöfn, 1:1, og aðalfjörið í sigri Fram á Val var á tveimur mín- útum um miðjan síðari hálfleik. »2-4 Tíu Eyjamenn með sjötta sigurinn í röð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is „Þetta er ofsalega spennandi og stór draumur að rætast hjá mér,“ segir Emilía Benedikta Gísladóttir dansari en hún fékk á dögunum inn- göngu í einn stærsta dansflokk Spánar, Compañía Nacional de Danza. Að sögn Emilíu átti hún ekki von á að komast inn, en inntökuferlið er afar strangt og margir um hituna. „Fyrst þurfti ég að sækja um þátt- töku í prufunni. Þá sendi ég út fer- ilskrána mína og myndir. Síðan voru dansarar valdir úr þessum um- sóknum og ég fékk boð um að koma í prufuna, en alls var 350 dönsurum boðið í prufur. Eftir fyrsta dag kom- ust 60 áfram og svo var smátt og smátt skorið niður. Að lokum kom- ust svo sjö stelpur og sjö strákar inn í flokkinn,“ segir Emilía. Fékk frí frá golfinu Spurð hvað hafi kveikt áhuga hennar á að ganga til liðs við flokk- inn segir hún sýningu með honum hafa haft mikil áhrif á sig. „Ég sá þennan dansflokk fyrir nákvæmlega ári en þá var ég stödd í fjöl- skyldufríi. Flestir voru uppteknir við að spila golf alla daga og mig langaði að verja einum degi í áhuga- málin mín og keypti mér miða á sýningu með flokknum. Ég varð þá alveg ástfangin af honum og hugs- aði með mér að þetta væri nokkuð sem ég vildi gera. Mig hefur alla tíð langað að spreyta mig í erlendum dansflokki og núna líður mér eins og ég sé tilbúin í það,“ segir Em- ilía. Flokkurinn takmarkar sig ekki við eina dansstefnu. „Verkin sem flokkurinn setur upp eru ým- ist klassísk eða módern en ég er ráðin sem móderndansari,“ segir Emilía en hún hefur starfað hjá Íslenska dans- flokknum síðan árið 2005. Hún hefur náð miklum árangri á sínu sviði og hlaut meðal annars Grímuverðlaunin árið 2008 sem besti dansari ársins. Hún fær ekki mikinn tíma til að flytjast búferlum milli landa. „Pruf- urnar voru um síðustu helgi og ég hef störf í byrjun september svo fyrirvarinn er stuttur. Í ágúst mun- um við fjölskyldan flytja til Madr- ídar, og þá þarf að byrja á að finna leikskólapláss og koma sér fyrir,“ segir Emilía en hún flytur út ásamt tveggja ára syni sínum og kærasta, Herði Sigurjóni Bjarnasyni. „Flokkurinn er nokkuð stór en í honum eru um 40 dansarar sem eru meðal annars frá Ítalíu, Bandaríkj- unum og Kóreu en að mér vitandi er enginn annar frá Norðurlönd- unum,“ segir Emilía. Áhorfandi í fyrra, dansari í ár  Ein örfárra sem komust inn í dans- flokk í Madríd Ævintýri „Mig hefur alla tíð langað að spreyta mig í erlendum dansflokki og núna líður mér eins og ég sé tilbúin í það,“ segir Emilía Benedikta sem síðustu ár hefur dansað með Íslenska dansflokknum. Emilía segir muninn á Compañía Nacional de Danza og Íslenska dansflokknum aðallega fel- ast í stærðinni. „Hjá Dans- flokknum eru yfirleitt í kringum 10 dansarar í hverri sýningu en þarna eru 40 dansarar. Þar ríkir meiri samkeppni, maður þarf að fara í prufu fyrir hvert einasta verk,“ segir Emilía. „Flokk- urinn er ekki bundinn við neitt leikhús heldur ferðast um allan Spán og sýnir mjög víða sem mér finnst ofsalega skemmtilegt,“ seg- ir hún. „Það verður gaman að kynnast landinu frá þessu sjón- arhorni.“ Aðspurð segist hún hlakka til að fara í spænskunám af fullum krafti, „ég lærði tungumálið í menntaskóla og hef ágætis grunn sem ég ætla mér að byggja á“. Ferðast um gervallan Spán DÝRMÆTT TÆKIFÆRI TIL AÐ KYNNAST LANDINU Emilía Benedikta Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.