Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 27
Vestmannaeyjum. En er hægt að skrifa fræðiritgerð um úthátíð? „Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum er ekki bara einhver útihátíð. Hún er stómerkilegt menningarfyrirbrigði sem á rætur að rekja til þúsund ára afmælis byggðar í landinu, árið 1874. Slíkar hátíðir voru þá haldnar í Reykjavík og víða um land en lögð- ust svo fljótlega af, nema í Eyjum. Þar hefur hún verið árlegur við- burður frá aldamótunum 1900 utan eins skiptis, 1914. Í gosinu var hátíð- in svo færð til. Að öðru leyti hafa Eyjamenn haldið í þessa hefð sem er vel til fundið enda fékk Alþingi lög- gjafarvald árið 1874.“ Þjóðhátíðin er karnival Hver er sérstaða hátíðarinnar? „Hún var upphaflega hátíðlegur íþróttaviðburður eins og hátíðin í Reykjavík og mörg héraðsmótin, en síðan kemur tónlistin í stað íþróttanna og þjóðhátíðin breytist í raun í karnival, þó enginn hafi í sjálfri sér skipulagt það meðvitað. Hátíðarsvæðið er afmarkað og þar verður til nýtt samfélag með nýjar reglur og viðmið. Innan hátíðar- svæðisins leyfist ýmislegt sem ekki er leyfilegt í hinu hversdagslega lífi. Bæjarstjórinn má klæða sig í kjól, börnin fá að vaka frameftir, karl- arnir staupa sig og það er eldað, borðað, drukkið, spilað og sungið fram á rauða nótt. Það er einnig athyglisverður mun- ur á Eyjamönnum og aðkomnum á þessari hátíð. Þegar komið er inn á svæðið eru kúlutjöld gesta vinstra megin en hin hvítu tjöld heima- manna hægra megin. Og það eru engin venjuleg tjöld heldur sér- sniðin, stór tjöld með innbúi. Varð- eldurinn og flugeldasýningin undir- strika líka karnivalstemminguna en Brekkusöngurinn undirstrikar það að söngurinn og gleðin úr hverju tjaldi fyrir sig sameinast síðan á ein- um stað, í Brekkusöngnum. Eftir gos varð Þjóðhátíðin svo einnig að nokkurs konar sigurhátíð yfir því að byggðin hélst í Eyjum, fólk flutti aftur út og að hin vikur- svarta Eyja varð aftur græn.“ Elsa var vinnukona í sveit að Seli í Grímsnesi er hún var þrettán til fimmtán ára, stundaði síðan versl- unarstörf í ýmsum verslunum og hefur sinnt stundakennslu og að- stoðarkennslu við HÍ sl. eitt og hálft ár. MA-ritgerð hennar fjallar um grasalækningahefðina hér á landi og hvernig hún hefur þróast til nútímans. Fjölskylda Fyrrv. maður Elsu er Ásgeir Sig- urðsson, f. 24.5. 1978, bifvélavirki. Börn Elsu og Ásgeirs eru Sig- urður Freyr Ásgeirsson, f. 10.5. 2005; Guðrún Katla Ásgeirsdóttir, f. 6.3. 2008. Unnusti Elsu er Jóhann Gunnar Sigurðsson, f. 7.4. 1974, rafvirki í Noregi. Stjúpsonur Elsu og sonur Jó- hanns Gunnars er Aron Goði Jóhannsson, f. 30.8. 2002. Bræður Elsu eru Matthías Svavar Alfreðsson, f. 26.5. 1986, nemi í líf- fræði við HÍ; Sigurður Björn Al- freðsson, f. 23.8. 1992, nýstúdent. Foreldrar Elsu eru Alfreð Svavar Erlingsson, f. 28.4. 1958, for- stöðumaður hjá Fjársýslu ríkisins, og Guðrún Sigurðardóttir, f. 10.3. 1961, leiðbeinandi við leikskóla. Úr frændgarði Elsu Óskar Alfreðsdóttur Björn Kjartansson b. í Seli í Grímsnesi Unnur Sigurðardóttir húsfr. í Seli Óskar Áskelsson b. í Skarði í Bjarnarfirði á Ströndum Jóhanna Elíasdóttir húsfr. í Skarði Ingiríður Kristín Helgadóttir ljósm. á Ketilsstöðum Alfreð Búason verslunarm. í Rvík. Svava Marjónsdóttir húsfr. í Rvík. Elsa Ósk Alfreðsdóttir Alfreðs Svavar Erlingsson forstöðum. hjá Fjársýslu ríkisins Guðrún Sigurðardóttir leikbeinandi við leikskóla Elsa Óskarsdóttir f. fyrrv. kirkjuvörður Sigurður B. Björnsson húsasmíðam. og kennari Elsa Haidy húsfr. Erlingur Hansson deildarstjóri við ríkisbókhaldið Hans Kristjánsson búfræðingur að Ketilsstöðum í Dölum Afmælisbarnið Elsa Ósk. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 Ditlev Thomsen, kaupmaður íReykjavík og síðar í Kaup-mannahöfn, fæddist í Reykjavík 24.7. 1867. Foreldrar hans voru H.Th.A. Thomsen, kaup- maður í Reykjavík, og k.h., Anna Christine Sörensen. Afi Ditlevs var Ditlev Thomsen, umsvifamikill kaupmaður í Reykja- vík og bæjarfulltrúi þar frá 1852 en hann fórst með póstskipinu Sölöven undir Svörtuloftum 1857. Ditlev yngri ólst upp í Reykjavík fyrstu fjögur árin en síðan í Kaup- mannahöfn þar sem hann var í lat- ínuskóla. Hann kom síðan aftur til Íslands, vann við verslun á Eyr- arbakka og síðan við verslun föður síns í Reykjavík frá 1895. Hann tók alfarið við verslunarrekstrinum í Reykjavík, árið 1899, og bar þá Thomsen Magazin höfuð og herðar yfir önnur verslunarfyrirtæki lands- ins, með aðsetur í fjölda húsa austast við Hafnarstræti. Versluninni var skipt niður í margvíslegar deildir, þ. á m. vindlaverksmiðju, áfeng- isútsölu, nýlenduvörudeild og álna- vörudeild. Jón Trausti rithöfundur orti mik- inn brag til þessa umsvifamikla fyr- irtækis í tilefni af einhverju merk- isafmæli þess og er það líklega skemmtilegasta heimildin um þessa „Bónusverslun“ fyrri tíma. Jón Trausti gerði töluvert af því að yrkja erfiljóð og tækifærisljóð af ýmsum toga og er nú líklega fæst af því talið merkilegur skáldskapur. Ekki er ólíklegt að Thomsens- verslun og Ditlev séu að einhverju leyti fyrirmyndir að Gúdmundsen kaupmanni og verslun hans í Brekkukotsannál Halldórs Laxness. En Ditlev var engu að síður talinn vel gefinn, framfarasinnaður og fjöl- fróður. Hann flutti til landsins fyrstu íslensku bifreiðina og samdi m.a. leikrit. Árið 1915 flutti hann til Kaup- mannahafnar og varð þar stór- kaupmaður. Kona Ditlevs var Ágústa, dóttir Hallgríms Sveinssonar biskups en synir þeirra voru Hallgrímur lög- fræðingur og Knud kaupmaður. Ditlev lést þann 12.2. 1935. Merkir Íslendingar Ditlev Thomsen 95 ára Guðrún Sigurðardóttir Lára Dagbjartsdóttir 90 ára Guðrún Árnadóttir Þorbjörn Einarsson 85 ára Eiríkur Þorgeirsson Tryggvi Gunnarsson Þorgils Stefánsson Þorvarður Þorvarðsson 80 ára Grétar Óttar Gíslason Kristín Pálsdóttir Kristín Sólborg Árnadóttir Þóra Ágústsdóttir 75 ára Ásta Erla Antonsdóttir Kristján Þórðarson Margrét Hermannsdóttir Rósa Jónsdóttir 70 ára Auður Theódórs Birgir Sævar Kristjánsson Íris Sigurjónsdóttir Ragnheiður F. Lárusdóttir Tómas Zoëga 60 ára Dóra Guðmundsdóttir Guðjón Sigþór Jensson Klængur Stefánsson Kristín Kristjánsdóttir Kristján Hermannsson Þorgrímur Óli Sigurðsson 50 ára Albert Axelsson Anna Margrjet Þ. Ólafs- dóttir Ásgeir Heimir Guðmundsson Berglind Jóna Carlsen Bergþór Guðmundur Jónsson Dorthe Möller Þorleifsson Friðrik Már Bergsveinsson Guðríður Ragnarsdóttir Hannes Valbergsson Helgi Laustsen Hrönn Hafsteinsdóttir Jón Jakob Jakobsson Ólafía Kristín Jensdóttir Sigríður Hermannsdóttir Sigurður Bragi Sigurðsson Sigurjón Þór Guðjónsson Vala Lárusdóttir Örnólfur Kristjánsson 40 ára Andrejs Fomicevs Árni Haukur Árnason Árni Magnússon Guðbjörg Íris Atladóttir Guðmundur Hafsteinsson Hanna Dóra Jóhannesdóttir Júlíana Þóra Magnúsdóttir Karitas Sóley Haesler Lovísa Sveinsdóttir Sigríður Björnsdóttir Sigríður María Eyþórsdóttir Sigríður Valgerður Jónsdóttir Steinar Immanúel Sörensson Steindór Stefán Guðmundsson Svanur Sævar Lárusson Þröstur Karelsson 30 ára Anna Lilja Sigurðardóttir Anný Rós Guðmundsdóttir Arnþór Haukur Birgisson Gunnar Sigvaldi Hilmarsson Kjartan Kjartansson Kristinn Bjarnason Marcin Lukawski Oddur Kristjánsson Til hamingju með daginn 30 ára Lilja fæddist á Höfn, lauk BA-prófi frá HA, MBA-prófi frá Evr- ópska háskólanum í Barcelona og starfar hjá Iceland Pelagic á Höfn. Sonur: Aðalsteinn, f. 2009. Foreldrar: Aðalsteinn Að- alsteinsson, f. 1955, skrif- stofumaður hjá Skinney Þingnes á Höfn, og Elísa- bet Einarsdóttir, f. 1957, sjúkraliði við Hjúkrunar- heimilið á Höfn. Lilja Rós Aðalsteinsdóttir 30 ára Ari ólst upp á Hellu, lauk kjötiðn- aðarprófi frá Hótel- og matvælaskólanum og starfar við sorphirðu hjá Reykjavíkurborg. Maki: Inga Þóra Magn- úsdóttir, f. 1985, nemi. Dóttir: Stella Björk Ara- dóttir, f. 2011. Foreldrar: Örn Hauksson, f. 1960, múraram. og kjötiðnaðarmaður, og Elín Ágústsdóttir, f. 1957, starfsm. hjá Ríkisskattstj. Ari Arnarson 30 ára Bjarki lauk námi í húsasmíði við FSU 1999 og starfar nú sjálfstætt. Maki: Ingibjörg B. Hregg- viðsdóttir, f. 1985, húsm. Börn: Amelía Rán, f. 2006; Aron Rafael, f. 2008, og Anton Rökkvi, f. 2011. Foreldrar: Áskell Gunn- laugsson, f. 1948, húsasmíðam,, og Sesselja Sólveig Óskarsdóttir, f. 1950, starfsm. við Ljós- heima. Bjarki Áskelsson Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is GOTT AÐ GRILLA Fjölbreytt úrval fiskrétta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.