Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Árni Baldursson veiddi gríðarstóran lax í Skiphyl í Selá í Vopnafirði á laugardag. Reyndist hængurinn 109 cm langur og var hann þykkur og mikill um sig. Árni hefur víða veitt og segir laxinn þann stærsta sem hann hefur séð hér á landi og senni- lega er þetta stærsti lax sem veiðst hefur í Selá. Taldi hann laxinn hafa verið um eða yfir þrjátíu pund. Hængurinn tók hitstúpu með litlum þríkrók, á tólf punda taum. Miklið af laxi hefur gengið í Vopnafjarðarárnar síðustu daga en til marks um það veiddust rúmlega 150 í Hofsá og Selá samanlagt um helgina. Að sögn Orra Vigfússonar, formanns Strengs sem leigir árnar, hefur laxinn dreift sér vel um þær og einnig í Vesturdalsá. Rúmlega 400 laxar hafa farið um teljarann sem er neðarlega í henni. Hefur verið erfið fæðing Aðstæður hafa verið afar erfiðar í laxveiðiám víða í sumar, í þessu sí- fellda blíðviðri og sólskini. Ekki síst hefur blíðan gert veiðimönnum á Vestur- og Norðvesturlandi gramt í geði, því þótt talsvert af laxi hafi gengið þá hefur hann tekið afar illa. Má sjá það endurspeglast í veiðitöl- unum, til að mynda í Norðurá og Þverá/Kjarrá. Laxá í Dölum er ein sú á sem fellur hvað mest í þurrkum og þar hafa aðstæður verið afar erf- iðar undanfarið. Árni Friðleifsson umsjónarmaður hennar var því afar lukkulegur þegar hann svaraði í sím- ann úti í einum hylnum í gær, þar sem hann var að segja veiðimanni til. „Nú er þessi fína rigning hérna og það hefur vaxið töluvert í ánni. Hún er meira að segja að verða svolítið skoluð. Þetta lofar mjög góðu,“ sagði hann kátur. „Lax er nú að ganga inn á hverju flóði og dreifist strax vel um ána, en hingað til hafði hann bunkast töluvert í Þegjanda. Við sáum laxa efst í ánni í morgun, í Sólheimafossi. Þá var líka sett í níu fiska en þrír þeirra náðust á land. Það hefur verið svo lítið vatn í sumar að þetta hefur verið erfið fæð- ing, en nú er þetta allt að ganga.“ Rigningarspáin brást Þverá Hljóðið var hinsvegar ekki jafn- gott í Andrési Eyjólfssyni leiðsögu- manni við Þverá, þar sem hann var við ána í gærkvöldi í léttum úða. „Öll sú rigning sem hafði verið lof- að hér um helgina brást, það var óvera sem við fengum“ sagði hann og bætti við: „Ég veit ekki hvað við höfum gert af okkur!“ Aðeins bætti þó í ána við þessa litlu úrkomu sem féll á Arnarvatnsheiði og innst í Borgarfirði og dagurinn í gær var orðinn góður miðað við síðustu vik- ur, tólf laxar komnir á land. Und- anfarið hafa sum holl aðeins fengið tólf til fimmtán laxa á stangirnar sjö, sem telst lítið á þeim bænum, en áin hefur verið svo vatnslítil að margir veiðistaðir, sem eru fínir í með- alrennsli, halda nú engum fiski. Blaðamaður var við Ytri-Rangá um helgina þar sem alltaf er nægi- legt vatn enda gekk laxinn þar af krafti. Einkum var góð veiði á neðstu svæðunum, neðan við Æg- issíðufoss og voru til að mynda að veiðast um eða yfir tíu laxar á vakt á neðsta veiðistaðnum, Borg, og allt var það lax með halalús. Um fimmtíu laxar hafa veiðst daglega þar eystra undanfarið, í hvorri Rangánna fyrir sig. Veiddi sannkallað tröll í Selá  Árni Baldursson landaði 109 cm hæng  Góð veiði í Vopnafjarðaránum  Loksins hefur rignt í Dölunum og aðstæður lofa góðu  „Það var óvera sem við fengum,“ segir leiðsögumaður við Þverá Morgunblaðið/Einar Falur Strand Breski veiðimaðurinn Martin Bell rennir nýgengnum laxi á land við Klöppina neðan Ægissíðufoss í Ytri-Rangá. Öflugar göngur eru nú í ána. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra 366 1.170 288 486 495 826 534 484 739 479 Ekki fáanlegar 141 204 352 261 Staðan 18. júlí 2012 Ytri-Rangá og Hólsá (20) Norðurá (14) Eystri-Rangá (18) Elliðaárnar (6) Haffjarðará (6) Blanda (16) Selá í Vopnafirði (5) Langá (12) Þverá / Kjarrá (14) Miðfjarðará (10) Brennan (í Hvítá) (2) Haukasdalsá (5) HofsámeðSunnudalsá (7) Laxá í Aðaldal (18) Grímsá og Tunguá (8) 601 592 573 564 543 490 474 406 326 318 235 228 202 193 188FYRIR BÚSTAÐINN OG HEIMILIÐ Lykilverslun við Laugaveginn frá 1919 Áratuga þekking og reynsla Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is | opið virka daga frá 9-18 og lau frá 10-16 Landsins mesta úrval af laxa- og silungaflugum Frí flugubox Krókar fylgja öllum túpum www.frances.is Heimsþekktar flugur atvinnumanna          Sökum mistaka á laugardaginn var við birtingu veiðitalna í gjöfulustu lax- veiðiánum í liðinni viku, er taflan nú endurbirt. Eins og sjá má hefur Ytri- Rangá skotist fram úr Norðurá, sem gjöfulasta á landsins, og Eystri-Rangá er skammt undan. Báðar eru á mun betra róli en á sama tíma í fyrra. Afar góð veiði er enn í Elliðaánum, þar sem veitt er á sex stangir. Ytri-Rangá hefur tyllt sér á toppinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.