Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 ✝ KristrúnGuðnadóttir fæddist á Ux- ahrygg á Rang- árvöllum 8. nóv- ember 1920. Hún lést á Droplaug- arstöðum að morgni mánudags- ins 16. júlí. Foreldrar henn- ar voru Guðni Magnússon frá Hrauk í Vestur-Landeyjum f. 12. nóvember 1889, d. 28. sept- ember 1978 og Rósa Andr- ésdóttir frá Hemlu í Vestur- Landeyjum f. 19. mars 1890 d. 28. janúar 1983. Systkini Krist- rúnar voru Jón bóndi í Götu (1918-1991), Andrés stór- kaupmaður í Reykjavík (1919- 2008) og Magnea Guðbjörg ljós- móðir í Vänersborg í Svíþjóð (f. 1922). Uppeldissystir þeirra systkina var Gerður Stefanía Elimarsdóttir síðar bóndi í Hólmum (f. 1937), en auk henn- ar ólust upp í Hólmum um ára- bil Kristín Jóhannesdóttir (f. 1928) og Valgarður Sigurðsson (f. 1943). Tveggja ára gömul fluttist meðal annars hjá Vegagerð ríkisins, Vélasjóði ríkisins og síðast hjá Tryggingastofnun ríkisins þar sem hann var aðal- gjaldkeri. Kristrún og Hörður bjuggu í Reykjavík fyrst á Hringbraut en síðan alla tíð á Fornhaga 11. Síðast bjó Kristrún á Droplaug- arstöðum í tæp tvö ár. Þau eignuðust fjögur börn og eru þau: 1) Guðni, líffræðingur og myndlistarmaður, f. 15. desem- ber 1950, kvæntur Helgu Harð- arson enskukennara, f. 16. ágúst 1957. Þau eiga dæturnar Elvu, f. 1984, og Lilju, f. 1986. 2) Grétar Hrafn, dýralæknir, f. 22. desember 1953, kvæntur Sigurlínu Magnúsdóttur ensku- kennara, f. 2. september 1954. Þau eiga börnin: Styrmi, f. 1982, og Björk, f. 1985. Kona Styrmis er Berglind Elíasdótt- ir, f. 1988, og eiga þau dótt- urina Sölku Sif, f. 2011. 3) Sverrir, læknir, f. 17. maí 1958, var kvæntur Salbjörgu Ósk- arsdóttur íslenskufræðingi, f. 31. júlí 1960, en hún lést 24. september 2008. Dætur: Arn- heiður Gróa Björnsdóttir, f. 1996, og Kristrún, f. 2004. 4) Sólrún Harðardóttir námsefn- ishöfundur, f. 29. júní 1964, gift Skúla Skúlasyni líffræðingi, f. 11. nóvember 1958. Útför Kristrúnar fer fram frá Neskirkju í dag, 24. júlí 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Kristrún að Hólm- um í Austur- Landeyjum með fjölskyldu sinni. Þar ólst hún upp við sveitastörf og sinnti bæði úti- og inniverkum. Sem ung kona fór hún til Reykjavíkur og vann á saumastofu Andrésar Andr- éssonar klæðskera sem var móðurbróðir hennar. Síðan vann hún í eldhúsi Far- sóttarheimilisins undir styrkri stjórn Maríu Maack. Kristrún vann um áratugaskeið við ræst- ingar í Melaskóla. Aðalstarf Kristrúnar var þó húsmóð- urstarfið. Kristrún giftist 8. júlí 1950 Herði Guðmundssyni skrif- stofumanni úr Reykjavík. Hann var fæddur 15. september 1922, en lést 19. september 2003. Hann var sonur Halldóru Sig- urjónsdóttur saumakonu frá Hreiðri í Holtum, f. 19. ágúst 1894, d. 20. nóvember 1973, og Guðmundar Péturssonar nudd- læknis, f. 24. maí 1873, d. 18. febrúar 1944. Hörður vann Tengdamóðir mín, Kristrún Guðnadóttir, er gengin á vit feðra sinna eftir langa og góða jarðvist. Við þessi tímamót renna margar myndir í gegnum huga minn, myndir sem sýna þessa gæðakonu við ýmsar athafnir, alltaf glaða og alltaf þakkláta fyrir það sem lífið bauð henni upp á. Mig langar til að draga fram nokkrar þeirra hér. Fyrsta mynd: Feimin ung kona í heimsókn hjá tengdó í fyrsta sinn, blóðrjóð í framan, hikstandi upp orðum svo lágt að enginn heyrði í henni. Kristrún sat aðeins utan við sjónmál og skoðaði þessa stelpu sem fangað hafði hug og hjarta sonar númer tvö. Hún sagði ekki margt, Hörður sá um sam- skiptin. Sonurinn lá uppi í sófa og hjálpaði lítið til við samræðurnar og heimasætan, Sólrún, sat jafn feimin og unga konan og gjóaði á hana augunum. Unga konan var vegin og metin og stóðst skoðun. Önnur mynd: Kristrún í elt- ingaleik við barnabörnin, Styrmi og Björk, fyrir utan sumarbústað- inn, þá komin undir sjötugt og fór létt með það, gaf þeim ekkert eftir og hafði gaman af. Þriðja mynd: Kristrún stand- andi í dyragættinni á „Höllinni“, brosandi og ánægð á svipinn að fylgjast með því sem fram fór fyrir utan. Augnabliki síðar var kallað inn í kaffi og pönnsur ásamt öllu hinu á kaffihlaðborðinu. Þriðja mynd: Kristrún í essinu sínu með alla ungana sína í mat. Hún vissi fátt betra en að hafa börn og barnabörn í kringum sig, naut sín best í mömmu- og ömmu- hlutverkinu. Fjórða mynd: Amma Rúna og Björk að setja niður kartöflur eða að koma kjagandi neðan úr kart- öflugarði með fullar fötur af ný- uppteknum kartöflum, skælbros- andi og ánægðar með uppskeruna. Fimmta mynd: Lopapeysur, sokkar og vettlingar í löngum bunum sem ylja á köldum vetr- arkvöldum eða inn til fjalla þegar sól lækkar á lofti. Sjötta mynd: Kristrún með hrífu í hönd eða á fjórum fótum við trjáplöntun í Rjóðri. Hún hafði yndi af sveitadvölinni og féll aldrei verk úr hendi. Sjöunda mynd: Steik á pallin- um á „Höllinni“ og Kristrún að njóta sólarinnar með prjónana sína. Það voru alltaf einhverjar hendur sem þurftu vettlinga eða fætur sem gátu notað sokkana. Áttunda mynd: Kristrún í dag- vistuninni á Vitatorgi, brosandi og enn með handavinnuna sína. Níunda mynd: Kristrún í stóln- um sínum í skotinu á Droplaug- arstöðum, enn brosandi við gest- um, handavinnan enn innar seilingar en minna tekið í hana en áður. Fleiri myndum verður ekki raðað á blað að sinni. Allar hinar geymi ég með sjálfri mér, þær verða dregnar fram úr hugskotinu og skoðaðar reglulega. Ég vil þakka tengdamóður minni, þess- ari öðlingskonu, samfylgdina öll þau mörgu og góðu ár sem við höf- um þekkst. Blessuð sé minning hennar. Sigurlína Magnúsdóttir. Góðmennska, jákvæði og lífs- kraftur er það fyrsta sem leitar á hugann þegar ég minnist Krist- rúnar tengdamóður minnar. Líf hennar er okkur hinum sem kennslustund í þessum efnum. Góðmennska Kristrúnar átti sér rætur í hógværð og lítillæti sem einkenndi allt hennar fas. Hún höndlaði þessi grunnverðmæti lífsins vel og vissi í hjarta sínu að maður sem er hógvær og lítillátur er einnig sá sem sér og höndlar hið stóra og getur gefið öðrum mest. Samræður okkar Kristrún- ar við eldhúsborðið á Fornhaga 11 snérust oft um tilgang lífsins út frá þessum lífsgildum hennar. Þegar aldurinn færðist yfir og kraftur þvarr sagði hún gjarnan: „Lítið var en lokið er.“ Í fyrstu virðist svona yfirlýsing vera kald- hæðin, en af látbragði Kristrúnar mátti strax greina að hér bjó miklu meira undir. Setningin var nefnilega sögð með líkamlegri reisn og látbragði þess sem veit hvað hann er að segja, látbragði leiðtoga sem maður ber umsvifa- laust virðingu fyrir. Ef gengið var á hana kom í ljós að þetta „litla“ var að hafa alist upp og lært að verða manneskja á íslensku sveitaheimili í stórbrotinni nátt- úru; koma undir sig fótunum með litlum efnum í höfuðborg nýstofn- aðs lýðveldis, njóta samvista með vel innrættum, lífsglöðum og list- fengum pilti úr Reykjavík, eignast og ala með natni upp með honum fjögur yndisleg börn, kenna þeim að elska annað fólk og náttúruna; vera stolt af framlagi sínu og sinna til samfélagsins og veita barna- börnum og barnabarnabarni mik- ilvægt veganesti með væntum- þykju og góðum ráðum. Þessu til viðbótar átti hún gefandi sam- skipti við marga góða vini utan og innan stórfjölskyldunnar. „Já, lítið var en lokið er“ sagði Kristrún með reisn og tilfinningu. Með orð- unum „en lokið er“ fólst sátt henn- ar og þakklæti að verkefni lífsins höfðu tekist. Og þakklætið óx með árunum. Kristrún sá hlutina í heild; hugsaði áður en hún fram- kvæmdi, vandaði sig og lagði sig alla fram í verkefnum sínum, og hafði siðferðisþrek og gáfur til að meta og skilja framlag sitt og ár- angur með meðvituðum hætti og beita þeirri þekkingu á veru- leikann í víðum skilningi. Þetta auðnast ekki öllum – og líklega fáum – með jafnskýrum hætti. Af þessu getum við öll lært. Samfélagsleg sýn Kristrúnar einkenndist af sömu gildum og mótuðu verk hennar og ekki þyrfti að efast um farsæld samfélags sem legði slíka sýn til grundvallar. Þar mundi ríkja sú góða menning að fólk vissi hvað það væri að gera, vandaði sig og gleddist yfir góðum árangri. Við erum öll stór í smæð okkar en galdurinn er að vita það og haga lífi sínu í samræmi við það. Það tókst Kristrúnu. Ég gekk ætíð betri maður af hennar fundi. Á efri árum byggðu Kristrún og Hörður sér lítinn bústað í sunn- lenskri náttúru sem ól þau bæði og nefndu hann Höll sumarlands- ins. Þar áttu þau góðar stundir. Allur búskapur þeirra hjóna í víðri merkingu var með sönnu skap- andi og raunveruleg fyrirmynd þjóðar sem vill vera sjálfstæð, hafa sterkar rætur og bera falleg- an ávöxt. Blessuð sé minning Kristrúnar Guðnadóttur. Skúli Skúlason. Elsku amma Rúna Lífið er skrýtið núna. Ég trúi því varla ennþá að þú sért búin að kveðja, svo snögglega gerðist það. Þú kláraðir þetta síðasta verk þitt hér eins og öll önnur, af röggsemi, sjálfstæði og án þess að nokkur þyrfti að hafa fyrir þér. Svoleiðis vildirðu hafa það og er ég mjög ánægð í hjartanu að vita að þú skulir nú vera komin á betri stað. Ég man hvað var mikið sumar og gleði hjá okkur síðast þegar ég kom í heimsókn til þín, enda uppá- haldstíminn okkar – bjart allan sólarhringinn. Við töluðum um allt milli himins og jarðar og kvödd- umst svo vel eins og alltaf. Þú hafðir nefnilega svo raunsæja og fallega sýn á lífið, eitt af því fjöl- marga sem ég hef lært af þér, elsku amma mín. Þú kenndir mér svo ótal margt, um lífið í sveitinni í gamla daga, hvernig á að rækta kartöflur, hver raunveruleg lífsins gildi eru og svo miklu meira eitt- hvað annað en „Hundarnir á hin- um bæjunum“! Að því mun ég búa alla ævi. Við erum einstaklega heppin og þakklát fyrir að hafa fengið að njóta þess að hafa þig hjá okkur svona lengi, amma mín. Ég á minningakistu, og við öll, sem við munum opna og miðla við hvert tækifæri til þess að halda minn- ingu þinni á lofti. Sérstaklega mun ég gæta þess að Salka Sif fái að heyra sögur og skoða myndir af ömmu Rúnu og afa Herði. Þú varst svo sterk og hraust alla þína tíð. Að geta farið í þúfna- hlaup komin á áttræðisaldur er eitthvað sem ég tek mér til fyr- irmyndar og ætla að geta líka. Þú varst líka alltaf að og þó þú værir á fullu í garðinum, galdraðir þú samt á einhvern hátt líka ávallt fram veisluborð í kaffinu og á kvöldin með kökum og bestu pönnsum í heimi. Takk fyrir að vera svona ynd- islega góð amma. Ég bið að heilsa afa, ég veit að það hafa verið mikl- ir fagnaðarfundir þegar þið hitt- ust aftur. Kysstu hann, knúsaðu og kitlaðu frá mér. Guð blessi þig, elsku amma mín. Þín sonardóttir, Björk. Kristrún Guðnadóttir Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA G. HALLSDÓTTIR frá Gríshóli, Efstasundi 94, Reykjavík, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli laugar- daginn 14. júlí, verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 25. júlí kl. 13.00. Þorbjörg Kristvinsdóttir, Bjarni B. Sveinsson, Höskuldur Kristvinsson, Barbara J. Kristvinsson, Hallur Kristvinsson, Sigrún Einarsdóttir, Katla Kristvinsdóttir, Jóhann Thoroddsen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUS KRISTJÁNSSON húsasmíðameistari, Dvalarheimili aldraðra, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, lést fimmtudaginn 19. júlí. Útförin fer fram frá Landakirkju, Vestmanna- eyjum, laugardaginn 28. júlí kl. 14.00. Ólafur Einar Lárusson, Emma H. Sigurgeirsdóttir, Kristín Auður Lárusdóttir, Jónas Kristinn Eggertsson, Hrönn Lárusdóttir, Bergur Elíasson, Elín Lárusdóttir, Ómar Jóhannsson, Iðunn Lárusdóttir, Óðinn Ari Guðmundsson, Lára Kristjana Lárusdóttir, Bjarki Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Guðjónsdóttir frá Núpi í Fljótshlíð, Bólstaðarhlíð 41, andaðist á Landspítalanum mánudaginn 23. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Guðrún Pétursdóttir, Kristján Aðalsteinsson, Guðjón Örn Pétursson, Ágústa Sumarliðadóttir, Hólmfríður Pétursdóttir, Ólafur M. Óskarsson, Guðbjörg Pétursdóttir, Ólafur Ragnarsson, Karítas Pétursdóttir, Símon Sigurpálsson, Dóra Pétursdóttir, Jón Á. Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær föðursystir okkar, HELGA ÓLAFÍA JÓHANNSDÓTTIR frá Seyðisfirði, lést mánudaginn 9. júlí á Hjúkrunarheimilinu Eir. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólafía Þ. Stefánsdóttir, Nína Waldmann, Auður J. Stefánsdóttir, Jóhann Stefánsson, Stefán Þór Stefánsson, Guðrún Íris Þórsdóttir, Baldvin Þórsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær bróðir okkar og mágur, JÓSEF HELGI HELGASON, Gyðufelli 6, Reykjavík, lést á Landspítala, Hringbraut, aðfaranótt sunnudagsins 22. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigríður Bryndís Helgadóttir, Ólafur Steinþórsson, Hrönn Bartosh Helgadóttir, Einar Helgason, Kristrún Helgadóttir, Jóhann Pétur Margeirsson. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og amma, JÓHANNA SVANLAUG SIGURVINSDÓTTIR, Upphæðum 7, Sólheimum, lést á Kvennadeild Landspítalans föstudaginn 20. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 27. júlí kl. 13.00. Þorvaldur Kjartansson, Kjartan Þorvaldsson, Sólborg Gígja Guðmundsdóttir, Jóhanna Þorvaldsdóttir, Baldvin Ingi Gíslason, Kristjana Vilborg Þorvaldsd., Magni Freyr Guðmundsson, Hrafn Theódór Þorvaldsson, Erna Elísabet Óskarsdóttir, Jóhanna Karlsdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur bróðir okkar, GUÐMUNDUR THEODÓRSSON frá Bjarmalandi í Öxarfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sunnudaginn 22. júlí. Þorbjörg Theodórsdóttir, Gunnlaugur Theodórsson, Halldóra Theodórsdóttir, Guðný Anna Theodórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.