Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 Skapaðu góðar minningar með teppi frá Danfloor Erum með fjölbreytt úrval af teppum á heimili, stigahús og verslanir Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum! Vonin um stóran vinstriflokkdugði til að ýta ólíku fólki und- ir eitt pólitískt merki. En þar sem undirrót átaka þessa fólks er áfram til staðar þrífst Samfylkingin að- eins sem einsmáls flokkur. Styrmir Gunnarsson skrifar:    Hvernig ætli sémeð þennan flokk, sem heitir Samfylking og á þá ósk æðsta að koma Íslandi inn í Evr- ópusambandið? Ætli þessi flokkur hafi enga þörf fyrir að skýra afstöðu sína til þeirra atburða, sem hafa verið að gerast í Evrópu síðustu tvö árin fyrir kjós- endum?    Kannast einhver við að hafaheyrt Jóhönnu Sigurð- ardóttur, formann Samfylkingar, fjalla um framvindu mála innan Evrópusambandsins á málefna- legan hátt? Kannast einhver við að hafa heyrt Össur Skarphéðinsson, utan- ríkisráðherra og fyrrverandi for- mann Samfylkingarinnar, tala um þessa þróun á annan veg en þann að svara út í hött eða hafa uppi sína sérstöku tegund af fyndni, sem ekki skal gert lítið úr?    Er ekki lágmarkskrafa að for-ystusveit Samfylkingarinnar geri landsmönnum grein fyrir því hvernig þróun Evrópusambandsins og evrusvæðisins horfir við þeim og hver rök þeirra eru fyrir því að þrátt fyrir það sem þar er að gerast eigi að halda áfram með aðild- arumsóknina?    Er það ekki þáttur í þeirri opnuog gagnsæju stjórnsýslu, sem Samfylkingin lofaði – að tala við fólk?    Eða er Samfylkingin hætt aðtala við fólk?“ Styrmir Gunnarsson Rofið talsamband STAKSTEINAR Veður víða um heim 23.7., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 8 rigning Akureyri 10 rigning Kirkjubæjarkl. 18 skýjað Vestmannaeyjar 13 skýjað Nuuk 11 léttskýjað Þórshöfn 13 þoka Ósló 17 alskýjað Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 20 skýjað Helsinki 16 skúrir Lúxemborg 23 heiðskírt Brussel 25 heiðskírt Dublin 22 léttskýjað Glasgow 15 skýjað London 27 heiðskírt París 26 heiðskírt Amsterdam 25 heiðskírt Hamborg 25 heiðskírt Berlín 25 heiðskírt Vín 25 léttskýjað Moskva 21 heiðskírt Algarve 23 léttskýjað Madríd 35 heiðskírt Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 26 skýjað Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 23 léttskýjað Montreal 27 léttskýjað New York 28 léttskýjað Chicago 33 léttskýjað Orlando 30 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 24. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:12 22:58 ÍSAFJÖRÐUR 3:49 23:31 SIGLUFJÖRÐUR 3:30 23:15 DJÚPIVOGUR 3:34 22:34 Þeir ríflega 2.000 skátar sem eru á Landsmótinu á Úlfljótsvatni höfðu í nógu að snúast í gær, á fyrsta form- lega dagskrárdegi mótsins. Töluvert rigndi á skátana við setningu móts- ins á sunnudag en í gær lék sólin hins vegar við mótsgesti. Dagskrá gærdagsins var afar fjöl- breytt. Þar sýndu m.a. upprennandi söngvarar, dansarar og fatahönn- uðir listir sínar. Ennfremur tókust skátaflokkar á við hjólaferðir og fjallgöngur auk þess sem um 130 ferðir voru farnar upp klifurturn skátanna, en það eru um 1.170 metr- ar sem jafngildir 15 ferðum upp Hallgrímskirkjuturn. Ekki bar á öðru en að skátarnir skemmtu sér vel og ekki spillti fyrir að geta slegið á hungrið með því að gæða sér á heilgrilluðu lambakjöti á dagskrár- svæði víkinganna. Fjör og fjölbreytt dagskrá á skátamóti Ljósmynd/Baldur Árnason Landsmót Skátar úr Svönum á Álftanesi settu upp „Facebook-vegg“ þar sem öðrum gefst kostur á að skrifa innlegg og senda þannig skilaboð. Góður gangur er í framkvæmdum sem standa nú yfir við smíði nýjar brúar yfir Reykjadalsá nærri Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Brúarvinnuflokkur Vegagerðar- innar á Hvammstanga, undir stjórn Sigurðar Halls Sigurðssonar, hóf smíðina í vor og er brúin nú upp- steypt. Vegur að brúnni verður lagður næsta sumar og hún tekin í notkun þá á haustdögum. Fjárveit- ingar eyrnamerktar þessu verkefni eru skráðar á þetta og næsta ár. Hið nýja mannvirki kemur í stað eldri brúar sem er einbreið og löngu úr sér gengin. Er nýja brúin fjörutíu metra löng og tíu metra breið og greiðir mjög leiðina t.d. milli Kleppjárnsreykja og Reyk- holts og þaðan í Húsafell sem er einn vinsælasti og fjölsóttasti ferða- mannastaður landsins. sbs@mbl.is Ný brú yfir Reykja- dalsá í smíðum við Kleppjárnsreyki Framkvæmdir Nýja brúin yfir Reykjadalsá greiðir leiðir í Borgarfirði. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.