Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 Ætli ég verði ekki að mestu rólegur. Vinur minn og mikillFramari, Magnús Gústafsson, sem býr í Bandaríkjunumkíkir venjulega á mig á afmælisdaginn og ég von á því að hann geri það á morgun,“ segir Haraldur Sturlaugsson, en hann er 63 ára í dag. Haraldur er fyrrverandi forstjóri Haraldar Böðvarssonar á Akra- nesi, en hann hætti störfum hjá fyrirtækinu fyrir nokkrum árum. „Ég hef verið í ýmsu síðan ég hætti að vinna og reyni að hjálpa til í alls konar samfélagslegum verkefnum á Skaganum. Ég hef m.a. verið að safna heimildum og myndum úr 130 ára atvinnu- og íþróttasögu Skagamanna,“ segir Haraldur. Haraldur Sturlaugsson varð nokkrum sinnum Íslandsmeistari í fótbolta og spilaði 141 leik í meistaraflokki ÍA liðsins allt til ársins 1975 þegar hann lagði skóna á hilluna, en hann fylgist mikið með fótbolta og er heiðursfélagi í KFÍA. „Ég var nú bara að koma af knattspyrnumóti fyrir norðan þar sem ég var að fylgjast með barna- börnum mínum. Það mætti kalla mig afkomendaþjón í dag,“ segir Haraldur í léttum tón. Haraldur hyggur ekki á ferðalög út fyrir landsteinana í sumar og ætlar að njóta sumarsins á Íslandi. „Við höfum viljað vera heima á Íslandi á sumrin. Þá er besti tíminn til að vera hér,“ segir hann. pfe@mbl.is Haraldur Sturlaugsson er 63 ára í dag Knattspyrnumót Haraldur ásamt barnabörnum sínum og alnafna þeim Haraldi Sturlaugssyni og Ingibjörgu Birtu Pálmadóttur. Ætlar að halda sér á Íslandi í sumar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Fanndís Eva fæddist 8. október. Hún vó 3.930 g og var 53 cm á lengd. Foreldrar hennar eru Kristín Bjarnadóttir og Gísli Harðarson. Nýr borgari Vinirnir Andri Hrafn Vilhelmsson 11 ára og Vignir Berg Pálsson 9 ára söfn- uðu dóti með því að ganga í hús. Þeir héldu tombólu fyrir utan Nettó í Grindavík og seldu fyrir 3.700 kr. sem þeir gáfu til Rauða krossins. Hlutavelta E lsa fæddist við Grett- isgötuna í Reykjavík og átti þar heima fyrstu fjögur árin er fjölskyldan flutti í Ár- bæjarhverfið. Þau voru síðan búsett í Mosfellsbænum. Elsa hóf sjálf sinn búskap í Mosfellsbænum en býr nú í Hlíðunum. Elsa var í Árbæjarskóla, lauk stúdentsprófi frá VÍ 2002, hóf nám í þjóðfræði við HÍ 2005, lauk BA-prófi í þjóðfræði 2009 og lýkur MA-prófi í sömu grein nú í haust. Þá tekur hún þátt í þriggja ára rannsóknarverk- efni með fræðimönnum um Sigurð Guðmundsson málara og Kvöld- félagsmenn um miðja 19. öldina. Þjóðhátíðin í Eyjum er frá 1874 BA-ritgerð Elsu hefur vakið tölu- verða athygli en hún fjallar um sögu, eðli og þróun Þjóðhátíðarinnar í Elsa Ósk Alfreðsdóttir, meistaranemi í þjóðfræði, 30 ára Þjóðhátíð Blys og flugeldar í Vestmannaeyjum. Samkvæmt BA-ritgerð Elsu Óskar er þessi hátíð karnivalhátíð. Sérfræðingur í þjóðhátíð í Eyjum Elsa og börnin Elsa Ósk með Sigurði Frey og Guðrúnu Kötlu. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Sérsmíðaðar állausnir Speglar • Gler • Hert gler Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar Sandblástur • Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir í álprófílum. Við bjóðum upp á sérsmíðaðar skápahurðir, rennihurðir, borð, skápa o.m.fl. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922 SYSTEM STANDEX® Álprófílar Glerslípun & Speglagerð ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.