Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is „Í verkinu fæst ég við hugleiðingar um minningar og hvernig minnið virkar, hvað við munum og hvernig við búum til nýjar minningar,“ segir Þórgunnur Oddsdóttir, listamaður og fréttakona. Um þessar mundir eru myndskeið eftir Þórgunni til sýnis á myndbandsinnsetningu Kling & Bang í Listasafni Reykjavíkur á sýn- ingu sem ber yfirskriftina Úr skuggskjá en hún er í tengslum við (I)ndependent People á vegum Listahátíðar Reykjavíkur. Tíminn og minnið „Mér finnst tengsl ljósmynda og minni mjög áhugaverð. Við tökum bæði myndir til þess að muna og munum líka það sem við eigum myndir af. En svo geta tengsl líka rofnað, t.d. þegar enginn man lengur hvað er á tiltekinni mynd, hver tók hana og í hvaða tilefni hún var tekin,“ segir Þórgunnur. „Þetta er mynd- skeið sem ég tek upp, „slides“ myndasýning,“ segir Þórgunnur og bætir við að upptökuvélin sjálf spili einnig þátt í verkinu. „Mér fannst áhugavert hvernig „slides“-mynda- vélin virkar að vissu leyti svipað og minnið, kallar fram eina mynd í einu.“ Á þann hátt verður miðillinn sem Þórgunnur notast við einhverskonar myndlíking fyrir minnið og sjónina. „Bæði upptökuvélin og „slides“- myndavélin virka að vissu leyti eins og augað.“ En hvað gerist þegar minnið, eða myndavélin, bregst? „Inn á milli koma stundum auðir rammar, og stundum eru ákveðnir hlutir sem maður kýs að sýna eða muna ekki,“ segir Þórgunnur. Hugleiðingar um tímann hafa einn- ig hlutverk í verkinu. „Hljóðið í sýn- ingarvélinni minnir örlítið á klukku, það er tæki sem malar stanslaust áfram í ákveðnum takti. Hljóðið er bæði sefandi og á sama leyti verður maður geðveikur ef maður hlustar of lengi á það,“ segir Þórgunnur. „Pínu notalegt en samt svolítið ógnvekjandi til lengdar.“ „Alltaf einhver miðlun“ Í verkinu notar Þórgunnur myndir úr eigin fjölskyldusafni en þrátt fyrir það segir hún áhersluna í verkinu síð- ur en svo vera á þessar ákveðnu myndir. „Það skiptir ekki máli hvað- an myndirnar koma, ég valdi mynd- irnar frekar út frá því að þær minntu á hefðbundnar og algengur senur úr fjölskyldumyndaalbúmum.“ Ásamt því að vera listakona starfar Þórgunnur einnig sem fréttakona hjá RÚV. „Það er kannski svolítið skrýt- ið. En samt ekki, því í raun snýst þetta allt um einhverja tegund af miðlun.“ Hverfult Minnið og tíminn er ráðgáta sem Þórgunnur fæst við í verkum sínum með ljósmyndun og myndskeiðum. Hugleiðingar úr skuggsjá minninganna og tímans Þórgunnur „Í raun snýst þetta allt um einhversskonar miðlun.“  „Pínu notalegt en samt svolítið ógnvekjandi til lengdar“ og döggin hélt stjörnunum kyrrum. Þetta var góður staður til að deyja. Hér sést reyndar algeng aðferð Espmarks: Hann setur sig í spor einhverrar persónu og talar fyrir munn hennar, en heldur um leið fjarlægð sinni. Þessi togstreita milli innra og ytra, hins huglæga og hlut- læga, ljær rödd hans ákveðinn tregablæ, sem einnig kemur fram í sjálfstæðum hugleiðingum hans um dauðann, náttúruna og þau óljósu tengsl milli vitundar og veruleika sem opinberast í hinu lifandi tungu- máli: Eins lengi og þetta tungumál er talað þarf enginn að greina sig frá skýjunum, enga að slíta frá þeim sem hún elskar: lifendur eiga sér enga gröf. Frágangur bókarinnar er prýði- legur. Pappír, letur og bókband eru í góðu lagi og prentvillur fáar sem engar. Það er hins vegar nokkur galli á útgáfunni að ekki skuli vera að finna neinn formála eða aðra um- fjöllun um skáldið í bókinni. Morgunblaðið/Golli Menningarviti Sænska ljóðskáldið Kjell Espmark er jafnvígt á bókmennta- fræði, menningarsögu, skáldsagnaritun og ljóðagerð. HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 10-18, LAUGARDAGA: LOKAÐ MIKIÐ ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM SJÓNMÆLINGAR– LINSUMÁTANIR TRAUS T OG GÓ Ð ÞJÓNU STA Í YFIR 1 5 ÁR T I L B O Ð GLERAUGU FRÁ 19.900,- DAGLINSUR FRÁ 2.500,- PAKKINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.