Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 Björg í bú Sumar hafnir landsins hafa verið fullar af makríl að undanförnu og veiðimenn eins og Heiður Þrastardóttir, sjö ára, og Sjöfn Þrastardóttir, fjögurra ára, láta ekki segja sér það tvisvar. Eggert Makríll skilaði þjóðarbúinu rúmum 24 milljörðum króna í út- flutningsverðmæti á síðasta ári. Makríllinn kemur í íslenska fisk- veiðilögsögu og eykur þyngd sína um 650 þúsund tonn, samkvæmt orðum sjávarútvegsráðherra Steingríms J. Sigfússonar í Fréttablaðinu þann 9. júlí. Forveri Steingríms J. í emb- ætti sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, ákvað að makrílkvóti Íslands skyldi vera 145 þúsund tonn í ár. Ákvörðun Jóns var tek- in í ágreiningi við Evrópusam- bandið sem heldur fram rétti írskra og skoskra sjómanna að veiða makrílinn. Íslensk stjórn- völd hafa haldið fram þeirri kröfu að um 16 til 18 prósent af heild- armakrílkvóta komi í hlut okkar. Evrópusambandið telur hæfilegt að Ísland fái 3 til 5 prósent kvót- ans. Skipti út samningamanni Íslands til að friða ESB Áður en Steingrímur J. Sigfús- son settist í stól sjávarútvegs- ráðherra um síðustu áramót var fast haldið á hagsmunum Íslands í makríldeil- unni við Evrópusambandið. Þrautreyndur samningamaður okkar, Tómas H. Heiðar þjóð- réttarfræðingur, leiddi samninganefnd Ís- lands. Eftir að Steingrímur J. tók við af Jóni Bjarnasyni sem sjávarútvegsráðherra var um- boð Tómasar afturkallað og nýr formaður samninganefndarinnar skipaður. Í erlendum fjölmiðlum, t.d. www.fishingnewseu.com, var haft eftir sendiherra Íslands í Bretlandi, Bene- dikt Jónssyni, að breyting á formennsku samn- inganefndar Íslands væri merki um aukinn „samningsvilja“ af hálfu íslenskra stjórnvalda. Benedikt sendiherra átti fund í London með breskum þingmönnum fyrir rúmum mánuði, þann 13. júní, til að kynna breyttar áherslur ís- lenskra stjórnvalda gagnvart Evrópusam- bandinu. Ríkisstjórnin hefur ekki kynnt ís- lenskum almenningi hvað það felur í sér fyrir þjóðina að Steingrímur J. vill friða Evrópu- sambandið. Um eitt þúsund manns hafa at- vinnu af makrílveiðum hér á landi og skyldi ætla að það fólk ætti kröfu á upplýsingum frá stjórn- völdum sem varða lifibrauðið. Náinn samherji Steingríms J., Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismála- nefndar, skrifaði grein í vefritið Smuguna um makríldeiluna skömmu eftir fundinn í London. Þar segir Árni Þór að væntan- legir samningar við Evrópusam- bandið verði að taka mið af „verndunarsjónarmiðum“. ESB- sinninn Árni Þór lætur þess óget- ið að um 80 prósent af fiskistofn- um Evrópusambandsins eru of- veiddir. Þegar Evrópusambandið talar um „verndun“ í viðræðum við Íslendinga er meining sam- bandsins sú að vernda makrílinn fyrir veiðum Íslendinga svo að sjómenn í ESB-ríkjum fái meira í sinn hlut. ESB-umsóknin er strand meðan makríldeilan er óleyst Ástæða þess að Steingrímur J. er jafn viljugur og raun ber vitni að þýðast Evrópusambandið er að ESB-umsókn Íslands er strand á meðan makríldeilan er óleyst. Strax árið 2010 var öllum ljóst að ESB-umsókn Samfylkingarhluta ríkis- valdsins væri komin í gíslingu. Þá um haustið sendu þrír framkvæmdarstjórnarmenn ESB íslenskum ráðherrum bréf vegna makríldeil- unnar. Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri, Stefan Füle stækkunarstjóri og Karel de Gucht viðskiptamálastjóri skrifuðu sameig- inlega undir bréfið til að leggja áherslu á tengsl ESB-umsóknarinnar og deilunnar um makrílveiðar. Evrópusambandið hótar Íslendingum við- skiptaþvingunum ef við gefum ekki eftir. Und- ir þessum kringumstæðum ættu íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar og afturkalla ESB-umsóknina. En því er ekki að heilsa. Öðru nær: á næsta samninganefndafundi um makríldeiluna, sem verður í haust, verður að öllum líkindum tilkynnt um uppgjöf ríkis- stjórnar Íslands fyrir Evrópusambandinu. Eftir Ásmund Einar Daðason »Makríll skil- aði þjóðar- búinu 24 millj- örðum á síðasta ári. Íslensk stjórnvöld eiga að standa í lapp- irnar þegar ESB hótar þjóð- inni viðskipta- þvingunum. Ásmundur Einar Daðason Höfundur er alþingismaður Framsóknarflokksins. Er Steingrímur J. að gefa eftir í makríldeil- unni við ESB? Kreppan í Evrópu er þegar farin að taka sinn toll hjá ís- lenskum útflytjendum sem selja vöru sína inn á evrusvæð- ið. Fréttir berast af því að vöruverð hafi lækkað og tregða sé með greiðslur frá við- skiptavinum. Þannig eru erf- iðleikar evrusvæðisins líka orðnir að vanda þeirra sem eiga viðskipti við fyrirtæki í þeim löndum sem búa við evr- una. Forystumenn ESB sitja slímusetur á fundum til þess að finna lausn á þeim alvar- lega vanda sem efnahagsvandinn á evru- svæðinu hefur skapað og allir eru sammála um að enn sjáist ekki til lands. Viðbúnaður vegna evruvandans Íslensk stjórnvöld virðast vera farin að gera sér grein fyrir alvöru málsins gagnvart okkur. Illugi Gunnarsson hafði frumkvæði að sérstakri umræðu um stöðu evrunnar og áhrif evruvandans á þróun Evrópusam- starfsins á Alþingi hinn 12. júní sl. þar sem Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og við- skiptaráðherra var til andsvara. Í þeirri um- ræðu sagði ráðherrann m.a: „Varðandi viðbúnað okkar að öðru leyti hefur verið farið yfir hann allan saman. Ráð- herranefnd um efnahagsmál fylgist reglu- lega með framvindu mála. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið á grundvelli síns sam- starfssamnings gera það sömuleiðis. Umboð nefndar um fjármálastöðugleika hefur ný- lega verið endurnýjað á grunni nýrrar verk- lýsingar. Stýrihópur um losun gjaldeyr- ishafta hefur komið saman og fjallað um málið og lögð er almennt áhersla á að vakta stöðuna eins vel og kostur er.“ Eftirlitsstofnanir ræstar út Þetta er athyglisvert. Það sem ráðherrann er einfaldlega að segja er þetta: Íslensk stjórnvöld telja að það þurfi sérstakan við- búnað þar sem evran sé orðin sjálfstæður áhættuþáttur fyrir Ísland. Fyrir vikið sé verið að ræsa út eftirlitsstofnanir okkar, Seðlabankann og fjármálaráðuneytið. Um- boð nefndar um fjármálastöðugleika hafi verið endurnýjað á grundvelli nýrrar verk- lýsingar, væntanlega til þess að geta sér- staklega fylgst með þróun mála á evrusvæð- inu. Stýrihópur um losun gjaldeyrishafta hafi rætt málið og þessi staða sé því sérstaklega vöktuð. Þetta þarf ekki að koma nokkrum manni á óvart. Þetta gera aðrar þjóðir líka, enda er það almenn skoðun að staðan á evrusvæðinu skapi sjálfstæða áhættu fyrir önnur ríki og raun- ar fyrir allan heimsbúskapinn. Sérstakur áhættuþáttur Þjóðir heimsins telja sem sagt stöðuna á evrusvæðinu skapa sérstakan vanda og íslenska rík- isstjórnin býr til viðbúnaðar- áætlanir vegna ástandsins. En á sama tíma freista íslensk stjórnvöld þess alla daga að koma okkur inn á það efnahagssvæði sem þau þó telja sérstakt áhættusvæði og kalla á viðbúnaðaráætlanir. Þetta er í rauninni al- gjörlega óskiljanlegt. Við Íslendingar þekkjum viðbúnaðaráætl- anir sem gerðar eru vegna hættu af margs konar náttúruvá. Kjarni slíkra áætlana er að forða fólki sem lengst burt frá slíkum svæð- um. Engum dytti að minnsta kosti í hug að þangað ættu menn sérstaklega að leggja leið sína eða að stjórnvöld hvettu þegna sína sér- staklega til þess. Vaktstöð vegna efnahagsástandsins á evrusvæðinu En í þessu máli hegða íslensk stjórnvöld sér hins vegar með algjörlega óskiljanlegum hætti. Þau eru í öðru orðinu önnum kafin við gerð viðbúnaðaráætlana vegna mögulegra efnahagslegra hamfara á evrusvæðinu og eru í rauninni að setja á laggirnar einhvers konar vaktstöðvar í því sambandi. Á hinn bóginn strita þau daga langa við að senda þjóðina inn á þetta efnahagslega hættu- svæði, með aðildarumsókninni að ESB. Og þegar að því máli kemur er engan bilbug að finna. Þar vinna og tala stjórnarflokkarnir, VG og Samfylking sem einn maður og láta sem ekkert sé. Eftir Einar Kristin Guðfinnsson » Þjóðir heimsins telja sem sagt stöðuna á evrusvæð- inu skapa sérstakan vanda og íslenska ríkisstjórnin býr til viðbúnaðaráætlanir vegna ástandsins. Einar Kristinn Guðfinnsson Höfundur er alþingismaður. Þjóðinni stefnt inn á efnahagslegt hættusvæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.