Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2012 ✝ Jónína MargrétPétursdóttir fæddist í Áreyjum á Reyðarfirði 15. mars 1922. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 15. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pétur Wilhelm Jóhannsson, f. 3.11. 1893, d. 25.2. 1986, og Sóley Sölvadótt- ir, f. 30.4. 1899, d. 10.12. 1928. Systkini Jónínu voru Jóhann Benedikt, f. 1920, maki Kristrún Líney Helgadóttir, látin; Ingólfur, f. 1924, d. 2001, fyrri kona hans var Arnfríður Guðmundsdóttir, kvæntist síðar Stefaníu Gísladótt- ur; Sólveig Alda, f. 1925, maki Kristján Geir Kjartansson, látinn, Kristrún Jóhanna, f. 1927, d. 2008, maki Ingi Guðmann Hjör- Róbertsdóttir, f. 1978; dóttir þeirra er Matthildur Íris, f. 2011. 2) Gunnlaugur, f. 1956, hann var kvæntur Piu Kjær, f. 1962. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Alex, f. 1985, b) Anja, f. 1987, c) Mikael, f. 1989, d) Tobias, f. 1993. 3) Bryn- dís, f. 1958, hún var gift Ólafi Schram, f. 1956. Þau skildu. Dæt- ur þeirra eru: a) Helga Margrét, f. 1981, b) Sunna María, f. 1984, gift Karli Ágústi Þorbergssyni, f. 1982; börn þeirra eru Dagur, f. 2008, og Bryndís, f. 2010. Seinni maður Bryndísar er Hany Hada- ya, f. 1962. Dóttir þeirra er: c) Mona Sif, f. 1993. Jónína lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1939. Hún vann síðan í Ingólfsapóteki í nokkur ár áður en hún hélt til Washington þar sem hún stund- aði nám og starfaði um tíma í ís- lenska sendiráðinu. Stór hluti starfsævi hennar var tengdur hótelrekstri, hún starfaði á City hóteli í Reykjavík, var hótelstjóri á sumrin á hótelinu í Stykk- ishólmi, á Hótel Varðborg á Akureyri, en lengst af á Hótel Bifröst í Borgarfirði. Jónína hóf síðan störf hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar árið 1977 sem forstöðukona heim- ilishjálpar og heimilisþjónustu. Hún lét af störfum þar árið 1992. Jónína hafði yndi af hesta- mennsku og útivist, og naut þess að vera úti í náttúrunni. Hún var mikil áhugamanneskja um brids og spilaði reglulega. Hún unni góðum bókmenntum og listum og las mikið alla sína tíð. Hin síðari ár átti hún góða samfylgd með Matthíasi Bjarnasyni, skólabróð- ur sínum úr Verzlunarskólanum. Þau ferðuðust mikið og nutu lífs- ins saman. Útför Jónínu verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 24. júlí 2012 og hefst athöfnin klukkan 11. leifsson; Ragnar, f. 1928, d. 1983, maki Jóna Ingimund- ardóttir. Jónína missti móður sína sex ára gömul og var þá send í fóstur til afa síns og ömmu, Sölva Jónssonar og Jónínu Gunnlaugs- dóttur, sem bjuggu í Reykjavík. Jónína giftist 30. júní 1950 Halldóri Grímssyni, f. 24.12. 1919, d. 21.9. 2006. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Hörð- ur, f. 1950, kvæntur Þórgunni Skúladóttur, f. 1951. Synir þeirra eru: a) Halldór, f. 1973, kvæntur Kristínu Johansen, f. 1971; börn þeirra eru Nína, f. 2004, Martin, f. 2005 og Þórgunnur Kara, f. 2012. b) Skúli Hrafn, f. 1980, sambýlis- kona hans er Ása Iðunn Þegar ég hugsa til Jónínu Pét- ursdóttur fyllist hugurinn óendan- legu þakklæti fyrir að hafa átt hana að. Hún var heilsteypt mann- eskja, sjálfri sér samkvæm og ákveðin. En hrókur alls fagnaðar á góðri stund og kunni að njóta augnabliksins. Það var ávallt stutt í hláturinn í návist hennar, svo eðl- islægt var það henni að koma auga á hið spaugilega í tilverunni. Snemma þurfti hún þó að horfast í augu við alvöru lífsins. Í huganum bregður fyrir svipmyndum frá lið- inni tíð. Ég sé hana fyrir mér sex ára hnátu takast á við móðurmissi. Þá hrundi heimur litlu stúlkunnar sem fram að því hafði skottast um áhyggjulaus í sveitinni sinni. Þessi sára reynsla varð tengdamóður minni eftirminnileg og hefur ugg- laust mótað viðhorf hennar og per- sónuleika; henni varð mikilvægt að geta staðið á eigin fótum. Að loknu Verzlunarskólaprófi dreif hún sig út á vinnumarkaðinn og hugsaði sig ekki tvisvar um þegar hún fékk tækifæri til að fara út í hinn stóra heim. Ég sé hana fyrir mér gullfallega stúlku með koparrautt hár horfa hnarreista í kringum sig í ókunnri álfu. Ekki var þá um farþegaflug á nútímavísu að ræða og eftir háska- ferð yfir höfin blá, þar sem hún þurfti að sitja með fallhlíf á baki, tók við spennandi kafli í lífi hennar. Henni bauðst starf í íslenska sendiráðinu í Washington. Og síð- ar hitti hún þar draumaprinsinn sinn. Saman eignuðust þau fram- tíðardrauma og stofnuðu heimili sitt í Reykjavík. Börnin urðu þrjú og allt lék í lyndi um árabil. En erf- iðleikar steðjuðu aftur að í lífi hennar þegar tengdafaðir minn missti heilsuna á besta aldri. Það var áfall sem hún tókst á við af sama kjarki og einurð og endra- nær. Ég sá hana fyrst á Hótel Bifröst í Borgarfirði. Hún var hótelstjór- inn sem réð mig þar kornunga til starfa. Sjálfsörugg, elegant og virðuleg í fasi tók hún á móti mér en sýndi mér jafnframt þá vináttu og hlýju sem einkenndi hana alla tíð. Þetta var kona að mínu skapi. Seinna göntuðumst við með að ég hefði af forsjálni viljað tryggja mér hana sem tengdamömmu … áður en mannsefnið skaut upp kollin- um! Bifrastarsumrin voru oft rifjuð upp og hlegið dátt að ýmsum at- vikum sem óhjákvæmilega koma upp á stórum vinnustað með ungu fólki og stöðugum straumi gesta sem gerðu hvers kyns kröfur. Jón- ína stýrði þessari „skútu“ af festu og alúð og naut óskiptrar virðingar og vinsælda. Þessir eiginleikar nýttust henni ekki síður í þeim stjórnunarstörfum sem hún síðar sinnti hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Ég sé hana ávallt fyrir mér sem hina glæsilegu heimskonu sem hún var. Ungleg og kankvís fram til hinstu stundar, fínleg og fáguð. Fagurkeri og smekkvís á alla hluti. Hún var mikil fjölskyldumann- eskja; barnabörnin löðuðust að henni og hún var alsæl þegar lang- ömmubörnin tóku að bætast í hóp- inn. Síðustu árin naut hún þess að eiga góðar stundir með vini sínum, Matthíasi Bjarnasyni. Ég kveð tengdamóður mína með trega í hjarta og sé hana fyrir mér svífa umvafin síðustu geislum kvöldsólarinnar inn í eilífðarlandið. Fögur minning hennar lifir í hug- um okkar sem áttum hana að. Þórgunnur Skúladóttir. Meira: mbl.is/minningar Yfirvegun, örlæti og flottur stíll einkenndi ömmu. Hún tók „ömmu- hlutverk“ sitt hátíðlega, dekraði við barnabörnin sín og það var allt- af gaman að koma í heimsókn til hennar. Amma var að sama skapi svolítið dularfull framan af enda Jónína Margrét Pétursdóttir ✝ Þórir Jónssonfæddist í Húnavatnssýslu 18. apríl 1922. Hann lést 14. júlí sl. Foreldrar hans voru Jón Kristó- fersson kaup- maður f. 1888 frá Köldukinn í Húna- vatnssýslu og Jak- obína S. Ásgeirs- dóttir húsfreyja úr Steingrímsfirði á Ströndum f. 1891. Dóttir þeirra og systir Þór- is var Ásgerður f. 1920, d. 1938. Við fráfall móður sinnar flutt- ist Þórir 3 ára í fóstur að Þing- eyrum í Húnavatnssýslu til þeirra hjóna Jóns Pálmasonar og Huldu Á. Stefánsdóttur. Þar bjó hann við hlýju, umhyggju og gott atlæti uns hann á þrítugsaldri, hleypti heimdrag- anum og freistaði gæfunnar í Reykja- vík. Dóttir þeirra Jóns og Huldu er Guðrún f. 1935. Börn hennar eru Hulda Sigríður, Anna Salka, Stefán Jón og Páll Jakob. Þessi hópur bast Þóri traustum fjöl- skylduböndum. Kona Þóris í nær hálfa öld var Sigríður Hanna Guðmannsdóttir f. í Reykjavík 18. júní 1932. Hún lést 8. júlí 2008. Foreldrar henn- ar voru Guðmann Hannesson bíl- stjóri, f. 1912, og Rannveig Fil- ippusdóttir húsmóðir, f. 1900. Þau eru bæði látin. Sonur Þóris og Sigríðar er Jón f. 1964. Dóttir Jóns er Helena Margrét f. 1996. Fararskjótar urðu viðfangs- efni Þóris ævilangt. Bifreiðar voru hans lifibrauð, í fyrstu akst- ur en síðar viðhald og viðgerðir. Hestar voru hans áhugamál. Eft- ir að til Reykjavíkur kom hélt hann mörg hross en var vandlát- ur í þeim efnum. Hann hafði dá- læti á bleikum og gráum hross- um og ekki kom til greina annað en að rækta þau sjálfur og temja. Honum lét illa að láta hross frá sér fara í annarra hendur og því gat stóðið orðið stórt. Hann var glöggur á hesta og átti marga af- bragðs reiðhesta á sínum hesta- mannsferli. Eftir fráfall Sigríðar, konu Þóris, hrakaði heilsu hans. Hann hélt heimili einn þar til hann fluttist á hjúkrunarheimilið Skjól fyrir nær ári. Þar naut Þórir um- hyggju starfsfólks þar til hann lést þar. Útför Þóris fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi í dag, þriðjudaginn 24. júlí 2012 kl. 11 árdegis. Þórir Jónsson lifði tímana tvenna. Hann fæddist árið 1922 í Húnavatnssýslu. Móðir hans, Jak- obína Ásgeirsdóttir af Ströndum, féll frá þegar hann var einungis 3ja ára. Faðir hans, Jón Kristófersson frá Köldukinn, þurfti að sjá á eftir syni sínum til vandalausra sem þótti ekki tiltökumál á þeim árum. Hann ólst upp hjá Huldu Á. Stef- ánsdóttur og Jóni Pálmasyni á Þingeyrum í Húnavatnssýslu. Það hefur líklega haft mótandi áhrif á ungan dreng að vera ekki í nánum tengslum við foreldra sína, en lífið var svo sem enginn leikur. Hann kynntist eiginkonu sinni, Sigríði Guðmannsdóttur, og átti með henni gott líf í hartnær 50 ár. Lengst af bjuggu þau ásamt einka- syninum Jóni á Miklubraut 40 í Reykjavík en síðar í Lækjarsmára 8 í Kópavogi. Ég var 17 ára þegar ég var farin að venja komur mínar á heimilið hjá Siggu og Tóta á Miklubrautinni enda myndarlegur og skemmtileg- ur strákur sem þau áttu. Tóti lét sér ekki bregða þó það bættist unglingur við kvöldverðarborðið og var alltaf vinsamlegur. Sigga eldaði dýrindismat og sagðar voru skemmtisögur við matarborðið. Kepptust þeir feðgarnir við að segja frá kynlegum kvistum og mikið hlegið. Þegar eiginkonunnar naut ekki lengur við bjargaði hann sér í mat- argerðinni. Hann vildi halda í gamlar hefðir, lambakjöt og hrossakjöt voru lostæti en honum þótti ekki mikið til koma ef kjúk- lingur var á borðum, það taldist ekki til mannamatar, hvað þá held- ur pasta eða pitsur. Tóti var nægjusamur í öllu og fannst óþarfi að hafa mikið tilstand. Æskuárin hafa haft sitt að segja í því viðhorfi. Hann var mikill hesta- maður, í hesthúsinu voru hans bestu stundir. Þegar hann vitjaði hestanna í haga horfði maður á eft- ir honum hlaupandi um móana létt- um á sér eins og unglingsstrák langt fram eftir aldri. Tóti var af þeirri kynslóð sem ekki þótti ástæða til að fara til út- landa en ferðaðist þeim mun meira um landið sitt. Hann hafði gaman af því og var vel að sér um allar helstu sveitirnar, Húnavatnssýslan í mestu uppáhaldi. Þær voru ófáar ferðirnar sem hann fór með fjöl- skyldu sinni og ef leiðin lá norður var ekki við annað komandi en að keyra að Þingeyrum, á hans æsku- slóðir. Forfeður okkar Jóns áttu heima við sömu götu, í Aðalgötunni á Blönduósi. Það voru því sameigin- legir þræðir sem bundu fjölskyldur okkar saman og margt hægt að rifja upp og ræða. Tóti var ekki mikið fyrir að trana sér fram, hann var hæglátur og yfirvegaður. En hann hafði gaman af að segja sögur í fárra manna hópi. Afi Tóti hafði gaman af að hafa sonardótturina, Helenu Margréti, í heimsókn. Hún var svo heppin að fá að vera oft hjá ömmu sinni og afa í Lækjarsmáranum. Hann átti nægan tíma til að gefa henni sem eru nú ekki lítil verðmæti þegar all- ir eru á harðahlaupum í önnum hversdagsins. Hann gaf henni hest með nafninu Kolbrún og heimsótti hún afa og Kolbrúnu í hesthúsin þegar hún var yngri. Hún sá á eftir ömmu Siggu fyrir fjórum árum þegar hún lést eftir erfið veikindi og núna á eftir afa Tóta. Hún á góð- ar minningar sem lifa með henni um góðviljað og hjartahreint fólk. Margrét og Helena. Ég hverf í huganum langt aftur í tímann og hugsa til lítils fjögurra ára drengs, sem kom að Þingeyr- um til foreldra minna Huldu Á. Stefánsdóttur og Jóns S. Pálma- sonar vorið 1926. Hann hafði skömmu áður misst móður sína og hafði faðir hans Jón Kristófersson frá Köldukinn, kaupmaður og org- anisti við Blönduóskirkju, óskað eftir því að drengurinn yrði á Þing- eyrum fram að Krossmessu árið eftir. Að þeim tíma ætlaði Jón að vera búinn að útvega sér ráðskonu, sem annast skyldi heimili hans á Blönduósi. En þegar ráðskonan var fundin, hafði tekist svo góð vin- átta milli drengsins og fósturfor- eldranna, sérstaklega móður minn- ar, að þau máttu ekki hvort af öðru sjá. Svaraði drengurinn því til, þeg- ar komið var að sækja hann, að Hulda mætti ekki missa sig og fór því hvergi. Þórir eða Tóti eins og hann var kallaður af vinum sínum og velunn- urum ólst síðan upp á Þingeyrum í góðu yfirlæti. Hann gekk í skóla með krökkunum í sveitinni og átti sín hross sem hann hirti framúr- skarandi vel. Hann var um ferm- ingu þegar ég kom til skjalanna og var hann mér góður. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar hann smíðaði, málaði og veggfóðraði kassa sem ég notaði sem dúkku- hús. Á stríðsárunum flutti Tóti til Reykjavíkur og vann sem bílstjóri í fjallaferðum á vegum Guðmundar Jónassonar í töluverðan tíma og kynntist hinni ólýsanlegu fegurð hálendisins sem og vísindamönnum sem ferðuðust þar um á þeim tíma. Hann ók einnig mörgum á Skíða- svæðið í Jósepsdal, svo fátt eitt sé nefnt. Síðar rak Tóti bifreiðaverk- stæði ásamt öðrum, jafnframt því sem hann fór aftur að hafa afskipti af hrossum. Þá iðju stundaði hann eins lengi og kraftar leyfðu. Tóti átti afbragðskonu, Sigríði H. Guðmannsdóttur, sem fjölskylda mín hafði miklar mætur á en hún lést fyrir fjórum árum. Einkasonur þeirra er Jón Guð- mann og dóttir hans Helena Mar- grét. Þá fóstruðu Tóti og Sigga dóttur mína Önnu Sölku í nokkurn tíma. Verður sú góðvild seint full- þökkuð. Tóta var alla tíð mjög umhugað um fósturforeldra sína og sinnti mörgum viðvikum fyrir þau. Sem dæmi má nefna að móðir mín hafði ákveðið fyrir andlátið að láta jarðsetja sig á Þingeyrum og þegar hún lést í Reykjavík í marsmánuði 1989, bauðst Tóti strax til að aka með kistuna norður yfir heiðar. Fjölskyldunni þótti vænt um þetta fallega boð og vissi að enginn myndi leysa það verk betur af hendi en hann. Nú er komið að leiðarlokum. Ég og fjölskyldan mín þökkum Tóta samfylgdina. Vertu kært kvaddur kæri fósturbróðir. Guðrún Jónsdóttir. Þórir Jónsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, systur, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRDÍSAR STELLU BRYNJÓLFSDÓTTUR, Norðurbrú 5, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks lungnadeildar A6 á Landspítalanum í Fossvogi fyrir frábæra umönnun. Sigurður Þorsteinsson, Ragnheiður Benediktsdóttir, Brynjólfur Sigurðsson, Hrafnhildur Hlöðversdóttir, Steinunn Guðmundína Sigurðardóttir, Ásgeir Einarsson, Ruth Sigurðardóttir, Guðmundur Guðmundsson, Hrefna Sigurðardóttir, Baldur Baldursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför elskulegrar sambýliskonu minnar, móður okkar, tengda- móður, dóttur og ömmu, AAGOTAR EMILSDÓTTUR, Vestur-Sámsstöðum, Fljótshlíð. Árni Þorsteinn Sigurðsson, Ágústa Ingþórsdóttir, Kristján Ásgeirsson, Ólafur Ingþórsson, Kristín Stefánsdóttir, Emilía Guðmundsdóttir, Gústav Smári Guðmundsson, Ágústa Kristín Árnadóttir og barnabörn. ✝ Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalang- ömmu, ELÍNAR HANNESDÓTTUR, Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Asparhlíðar fyrir einstaklega góða umönnun. Einar Rafn Haraldsson, Freyja Kristjánsdóttir, Hannes Haraldsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Helga Björg Haraldsdóttir, Hjörtur Haraldsson og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.