Helgafell - 01.04.1943, Side 22

Helgafell - 01.04.1943, Side 22
160 HELGAFELL sonur Bálka, bjó í næsta nágrenni við Tannstaðabakka, áður en hann réðst suður í Langavatnsdal. Sonarsonur hans var skáldið Björn Hítdælakappi, sem af er mikil saga. Sömu ættar er skáldið Hólmgöngu-Bersi, er hefur reynzt allrúmfrekur í Kormákssögu. Ogmundur á Mel, faðir Kormáks, er sagður kynjaður úr Vík austan. Hann settist að í landnámi Bjarnar, föður Miðfjarðar-Skeggja. Björn var Skinna-Björn kallaður, ,,því að hann var Hólmgarðsfari". Frá bústöðum Miðfirðinganna, sem nú voru nefndir, er harla skammt til Tannstaðabakka. í nágrenni við þá er fjórða Freysörnefnið, sem varðveitzt hefur hér á landi, og víst hið eina utan Austfirðingafjórðungs, en það er Freysivíkurbakki. Bær sá var á Vatnsnesi við mynni Miðfjarðar. Af fornbréfum má sjá, að þar átti Melskirkja rekaland. Atriði þetta minnir á heitið ,,Freysnesfjara“ í Öræfum og vekur grun um það, að Frey muni stundum hafa verið gefnar rekastrendur. í Kormáks sögu getur þess, að þeir Döllusynir á Mel hafi átt hvalreka á Vatnsnesi, og á sú sögn sennilega rót að rekja til fornra rekaréttinda Melmanna við Freysivíkurbakka. I Mels- landi, rétt hjá Steinsstöðum Þórveigar hinnar fjölkunnugu, sem Kormákur skáld á að hafa flæmt á brott, hyggja menn, að hof Miðfirðinga hafi staðið. Má þannig líklegt telja, að Freyr hafi átt hvorttveggja hofið og rekann í Freysivíkinni, en þá er kirkja var reist á Mel í staðinn fyrir hofið hafi hún erft Freysrekann á Vatnsnesi. Seiðkonan Þórveig mun hafa verið hofgyðja þeirra Miðfirðinga svo sem Steinvör, frændkona Brodd-Helga, var hofgyðja Fljótsdæla, Þuríður Sölmundardóttir, hofgyðja Vatnsdæla, og Friðgerður Þórðardóttir í Hvammi, hofgyðja Dalamanna við Hvammsfjörðinn. Þá er Kormákur rak Þórveigu gömlu frá Steinsstöðum, leitaði hún trausts og full- tingis hjá Hólmgöngu-Bersa. Bendir þetta til, að þau hafi verið sömu ættar. ,,Bersi keypti henni land fyrir norðan Hrútafjörð, og bjó hún þar lengi síðan“. Er það augljóst af frásögnum Kormáks sögu, að höfundurinn hyggur hinn nýja bústað Þórveigar vera þar í grennd, sem nú stendur bærinn Tannstaða- bakki. í kringum bústaði Þórveigar, beggja megin við Hrútafjarðarháls, óx upp slíkur skáldafjöldi í fornöld, að þess finnast engin hliðstæð dæmi annars staðar, á svo litlu og strjálbýlu landsvæði sem byggðir Miðfjarðar og Hrúta- fjarðar eru. Reiðtygjahringur fundinn hjá Hálshúsum í Vatnsfjarðarsveit. Hér var landnámsmaður Snæbjörn, sonur hyvindar austmanns. Hann bjó í Vatns- firði. Ur Djúpbyggðum er og kominn einn af döggskónum. Fundarstaðurinn er ókunnur, en gripurinn var sendur til Þjóðminjasafnsins frá ísafjarðarkaup- stað. Að öllum líkindum hefur hann fundizt í Skutulsfirði eða þar í nær- sveitum. Skutulsfjörðinn nam írændi Snæbjarnar í Vatnsfirði, Helgi Hrólfs- son Helgasonar hins magra. Annar döggskór, af líkri gerð, fannst á Kirkju- bólsdal í Dýrafirði, skammt frá Hofi. Mun fundarstaðurinn vera í landnámi Vésteins Végeirssonar. Vésteinn ,,nam land milli Hálsa í Dýrafirði og bjó
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.