Helgafell - 01.04.1943, Side 111

Helgafell - 01.04.1943, Side 111
Stúdentspróf V erzlunarskólans I jólahefti Helgafells skrifar Kristján Eld- járn um verzlunarskólastúdentana. Er greinin að sumu leyti endursögn á stúdentafundar- ræðu, og þó ýmsu meira í hóf stiljt í greininni en var í ræðunni. Greinin er yfirleitt kurteis- leg rökræða um máiið frá sjónarmiði þeirra, sem hafa fundið köllun hjá sér til að amast við þessari ráðstöfun. En af því æði margt er missagt, er rétt að láta fylgja hér annað bréf til áréttingar frá sjónarmiði okkar, sem teljum, að það hafi verið rétt, og muni geta orðið happasælt að veita Verzlunarskólanum stúdent- prófsréttindi. Kr. E. segir, að stúdentarnir séu mjög ein- huga á móti hinu nýja stúdentsprófi. það er ekki rétt. Það var að vísu greimlegt, cinkum á fyrra fundinum, að meiri hluti háskólastúd- enta var andvígur því, en nokkrir greiddu samt atkvæði með því, og á síðara fundinum talaði einn háskólastúdent með því. Kr. E. segir, að dylgjur nokkrar hafi heyrst um það, hvers vegna Verzlunarskólinn hafi öðl- azt þessi réttindi einmitt nú. Mun þar átt við órökstudd ummæli, sem fram komu á fundin- um, um það, að kennslumálaráðherrann, Magn- ús Jónsson, hefði sett þessa reglugerð sér til kjörfylgis. Ég sé að vísu ekki, hvað kennslu- niálaráðherra mætti fremur hafa sér til með- mæla, en réttarbætur sínar og umbætur á kennslumálum. En þetta varð ekkert kosninga- mál. Magnús Jónsson gerði þessa ráðstöfun af víðsýni og réttsýni. Málið hafði verið undir- búið lengi, alveg óháð öllum kosningum. Blöð- ln sögðu frá þessu ýmist fyrir eða eftir kosn- mgarnar, og ráðstöfunin hefur ekki orðið neitt flokksmál. Andstöðublöð ráðherrans hafa ýmist ekki gagnrýnt hana eða beinlínis mælt með henni eða þeirri stefnu, sem í henni er fólgin. Mótstaðan hefur eiginlega eingöngu verið frá háskólastúdentum, og ekki meiri en vænta má 8egn hverri nýbreytni sem er. Er þar skemmst að minnast þess, að ekki var betur tekið breyt- mgunni, þegar Akureyrarskóla voru veitt stúd- entsprófsréttindi. Undanfarin ár hefur oft verið um það rætt, að stúdentsmenntun og háskólafræðsla væri of einhæf og opna þyrfti nýjar leiðir fyrir stúd- enta. Þá hefur verið talað um þörfina á því, að aðrar stéttir en embættastéttirnar ættu kost á að fá sams konar menntun og þær. Loks hefur ver- ið talað um það, að ,,lokunin“ á Menntaskólanum væri ósanngjörn. Stofnun lærdómsdeildar Verzl- unarskólans og stúdentspróf hennar er nú ein- mitt nokkur úrlausn á öllu þessu. Hún eykur fjölbreytni námsins til stúdentsprófs, veitir fleiri mönnum en nú kost á að afla sér stúdents- menntunar, og gefur stórri og ábyrgðarmikilli stétt aukna menntunarmöguleika. Hvorki verzl- unarstéttin sjálf né aðrir eiga að gera minni kröfur til menntunar hennar en til menntunar annarra stétta í þjóðfélaginu, sem bezt eru menntar. í þessa átt hefur Verzjunarskólinn viljað stefna undanfarin ár með aukinni kennslu og prófkröfum. Stofnun lærdómsdeildarinnar og stúdentsprófsins er ekki annað en eðlilegt fram- hald margra ára þróunar. Verzlunarskólinn hef- ur einmitt vaxið heilbrigðum vexti, eins og Kr. E. segir, að skólar eigi að gera. Hann hefur nærri 40 ára reynslu í kennslugreinum sínum og hefur aukið námið og bekkjafjöldann smám saman og prófað sig varlega og vandlega á- fram. í umræðunum um þetta mál hefur ekki komið fram nein gagnrýni á Verzlunarskólan- um sem almennri fræðslustofnun og sérskóla fyrir verzlunarmenn. En því er haldið fram, að kennslan sé ,,óakademisk“, og að Verzlunarskóli geti ekki verið menntaskóli eða eigi ekki að vera hliðstæður honum eða í sambandi við háskóla. Þetta er misskilningur. — Lærdómsdeildin í Verzlunarskólanum er ekki einungis eðlilegur og rökréttur liður í þróun skólans sjálfs, og í samræmi við þróun verzlunarmenntunarinnar í Háskólanum, heldur einnig í fullu samræmi við menntaskólakerfið og þróun þess. Hér hefur fyrir löngu verið tekið upp það kerfi, að skipta menntaskólunum í deildir, miðað við það, að stúdentsefnin geti valið nokkuð milli nams- greina eftir hæfileikum sínum og löngun og eftir því háskólanámi, sem þeir ætja að stunda. Mikill hluti námsins er samt sameiginlegur. Hér á landi voru teknar upp tvær deildir og nefnd- ar stærðfræðideild og máladeild. Sums staðar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.