Helgafell - 01.04.1943, Page 89
DÝRTÍÐARMÁLIN
225
þora að gera það, sem fólkinu er fyrir
beztu, en leggja minna kapp á að
vinna sér orð fyrir sjónhverfingar.
Brottför mín úr stjórninni.
Við umræðurnar um dýrtíðarmálið í
neðri deild tók ég greinilega fram, að
ég teldi tillögur fjárhagsnefndar ger-
samlega ófullnægjandi, einkum fyrir
þá sök, að fullt eins miklar líkur væru
fyrir því, að nýtt og verra öngþveiti
mundi skapazt undir haustið, ef svo
færi, að 6 manna nefndin yrði ekki
sammála. Hún átti að ljúka störfum
fyrir 15. ágúst. Gerum ráð fyrir að
einn, aðeins einn, nefndarmanna gerði
ágreining. Stjórnin fengi að vita um
þau endalok 15. ágúst, en 15. septem-
ber sfyyldi stjórnin fella niður allar
greiðslur til lækkunar innlendra af-
urða. Stjórnin yrði þá að kalla saman
þingið, en það yrði síðan að ráða fram
úr málinu fyrir miðjan september.
Skjótra aðgerða væri þörf. Nýja kjötið
kæmi á markaðinn og ákveða yrði verð
þess. Er hægt að treysta því, í ljósi
þeirrar reynslu, sem fengizt hefur á
5 mánaða þingi um dýrtíðarmál í vet-
ur, að sömu menn geti leyst málið á
nokkrum dögum, er það væri komið í
nýja flækju ? Hvar er öryggið ? Hvergi.
Ég vildi, að stjórnin berðist fyrir að
fá inn í frumvarpið ákvæði, er sköp-
uðu öryggi gegn því, að fyrir gœti
komið, að öllu verðlagi yrði sleppt
lausu af nýju næsta haust, óður en nýtt
þing fengi nægilegt tóm til að fjalla
um málið, eins og því væri þá komið.
En þessi bardagahugur átti ekki fylgi
að fagna meðal hinna ráðherranna, og
varð ekki af frekara andófi af hálfu
stjórnarinnar, hvorki við umræður í efri
deild, né þegar málið fór aftur til neðri
deildar.
Þegar stjórnin tók við, lýsti hún yfir
því, að það væri höfuðverkefni hennar
og stefnumál, að reyna að vinna bug
á dýrtíðinni og draga úr verðbólgunni.
Ennfremur að vinna að því, að atvinnu-
vegunum yrði komið á svo heilbrigð-
an grundvöll, að framleiðsla vara til
sölu erlendis gæti haldið áfram. Þessi
yfirlýsing tók einnig til mín.
Þegar aukaþinginu var lokið, o g
gerðir þess í dýrtíðarmálunum lágu
fyrir, ákvað ég að biðja um lausn frá
embætti.
Ástæður mínar voru einkum þessar:
I. Dýrtíðarmálin voru enn óleyst.
Dýrtíðin er dulbúin um stund. Ég tel
það varhugavert að því leyti, að hætt
er við, að almenningur líti svo á, að
öllu sé borgið, þar eð verðlag fari held-
ur lækkandi, en við það sljófgast vit-
und fólksins um þá hættu, sem enn
er framundan. Meginhættan liggur í
því, að verðlagi verði aftur sleppt lausu
á innlendum afurðum með haustinu.
Engin öryggisákvæði voru samþykkt,
er tryggðu, að svo yrði ekki, og feng-
ust ekki sett í lögin, þótt eftir væri
leitað.
II. Dýrtíðin hefur verið að skapast
og vaxa öll stríðsárin. Hún er fyrst og
fremst innlend framleiðsla. Ég efast
um, að það sé hið sanna réttlæti, að
þeir einir eigi að bera meginkostnaðinn
við lækkun dýrtíðarinnar, sem höfðu 10
þús. króna, eða hærri, skattskyldar
tekjur á árinu 1942. Miklu réttlátara
virðist mér hefði verið að fella einnig
niður skattaívilnanir hlutafélaga og
samþykkja eignaauka-skatt, er lagður
væri á gróða þeirra ára, er dýrtíðin
hefur verið að skapast. Ennfremur, að
verð innlendra afurða væri ákveðið
þannig í bili, að leiðrétt væri það mis-
ræmi, sem virðist vera milli þess og
kaupgjalds launamanna meðan nánari
15
HELGAFELL 1943