Helgafell - 01.04.1943, Page 103

Helgafell - 01.04.1943, Page 103
MERGURINN MÁLSINS 239 bug á þessum röngu venjum, verðum við að fylgja nokkrum einföldum reglum við lestur- mn. Eru þetta hinar helztu: 1. Haltu ekki niðri í þér andanum. Haltu ekki augnalokunum lengi kyrrum án þess að depla þeim. Deplaðu oft augunum og andaðu reglulega, hægt og djúpt. 2. Einblíndu ekki á sama staðinn né reyndu að skynja sérhvern hluta heillar línu eða setn- mgar jafnvel. Haltu eftirtektinni vakandi og augunum í sífelldri hreyfingu, og reyndu að láta skynáhrifin lenda sem mest á miðgróf sjónhimnunnar, þar sem sjónin er skörpust. Það cr hægast með því móti að renna sjóninni fram og aftur um hið auða, hvíta rúm, sem er næst fyrir neðan línuna, sem þú ert að lesa. Orð og bókstafir eru skynjuð bezt í bilinu, sem verður milli þessara stuttu og tíðu sveiflna. í fyrstu reynist mönnum torvelt að lesa með hröðum augnahreyfingum og að beina sjón- mm að bilinu milli línanna. En að nokkrum tima liðnum komumst við að raun um, að þessi venja á ekki lítinn þátt í því að létta okkur áreynslu þá, sem lesturinn krefst. Við skynjum betur stafi og orð þegar við hreyfum augun en þegar við einblínum eða störum hrcyfingarlaus á þau. Við greinum þau betur þegar þau eru skynjuð sem andstæða við hið hvita baksvið blaðsíðunnar en þegar athyglin er fcst við stafina og orðin út af fyrir sig. 3- Hnyklaðu ekki brýrnar þegar þú lest. h’að er merki þess, að þú reynir tilfinnanlega a augað og sjónvöðvana, og stafar það af mis- heitingu athyglinnar og viðleitni til að sjá skyrar. Þú skalt athuga andlitsdrætti þína við °S við mitt í lestrinum, loka augunum dálitla stund og slappa með vilja andlitsdrættina. 4- Lestu ekki mcð hálflokuðum augum. Með því að kipra saman augnalokin þrengjum við eðlilegt sjónsvið okkar og bægjum frá á þann hátt ýmsum glepjandi sjónáhrifum, er berast til okkar frá þeim hlutum blaðsíðunnar, sem við horfum á ekki í svipinn. Flestir menn, sem hafa gallaða sjón, kipra mjög saman augun er þeir lcsa. En sérstaklega er þetta áberandi hjá mönn- um, sem hafa ský á hornhimnunni eða öðrum hlutum augans, sem eiga að vera gagnsæir. Slík „ský“ hafa svipaðar verkanir og þokuhnoðrar i loftinu á haustmorgni. Þau dreifa birtunni þannig, að eins konar ljósmóða myndast, sem mjög erfitt er að sjá greinilega gegnum. Með því að hálfloka augunum þrengjum við sjón- svið okkar og drögum á þann hátt úr þéttleika móðunnar, sem orsakast af ljósbrotinu. Sama árangri og næst með því að kipra sam- an augun er sem betur fer hægt að ná á mjög einfaldan og vélrænan hátt. í stað þess að láta móttakandann, hið skynjandi auga, bægja frá sér glepjandi Ijósáhrifum, er hægt að stemma á að ósi og varna því, að slík áhrif berist til okkar. Til þess þarf einungis stífan svartan pappír, reglustiku og hníf. Taktu svo sem hálfrar blaðsíðu stærð af svörtum pappír. Á miðjuna skcrðu svo rauf, sem er dálítið lengri en línurnar í bókinni, og svo breið, að hægt sé að sjá um hana tvær línur. Því næst skaltu leggja svarta pappírinn yfir bókarsíðuna þann- ig, að neðri brún raufarinnar sé hér um bil 14 úr þumlungi neðan við línuna, sem þú ætlar að lesa. Þegar þú hefur lesið Iínuna á enda, færirðu svarta blaðið niður sem svarar línubili, og svo koll af kolli. Þetta einfalda ráð gefst vel öllum, sem eiga erfitt um lestur. Þeir, sem hafa ský á horn- himnunni eða því um líkt, sjá með þessu móti helmingi betur en ella þegar þeir Iesa, ef þeir gæta þess, að hafa augun vel opin og hvíla þau hæfilega. S. ]. Á. tsl.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.