Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 60

Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 60
196 HELGAFELL stærð. Ef allt það starf ætti að greiðast sem tímavinna, með núgildandi vísi- tölu, þá yrði annað en spaug að vera útgefandi. Starfsaðferðir skáldanna eru auðvitað misjafnar og margvíslegar, en enginn sómsamlegur rithöfundur getur komizt hjá erfiðinu, sem skáldverkið útheimtir. Skáldið fær aldrei hlé frá störfum, því að hugur þess starfar án afláts, þótt höndin hvílist. Ég fyrir mitt leyti get aldrei byrjað að skrifa sögu, fyrr en ég þekki út í æsar skap- gerð persónanna, uppeldi þeirra, ætt og umhverfi, sérkenni, takta, útlit og hvað eina. Og þegar ég byrja, veit ég svona nokkurn veginn, hvað gerist í sögunni, en ekki hvernig það skeður. Persónur mínar krefjast þess ævin- lega, að fá að lifa lífi sínu, án þess að ég taki fram fyrir hendurnar á þeim. Og enda þótt þær gerist stundum æði örðugar viðfangs og skaprauni mér á ýmsan hátt með framferði sínu, þá hefur reynslan kennt mér, að það borgar sig bezt að láta þær fara sínu fram. Á þann eina hátt getur mér tekizt að blása nokkru lífi í efnið á pappírnum. — Ef til vill er öll sköpun ómöguleg án frelsis viljans ? Mér er kunnugt um, að hér á landi eru allmargir, sem hafa raunveru- legan áhuga á því að kynnast starfi skáldanna. Listamannaþingið í fyrra- haust gerði sitt til að auka og næra þenna áhuga, og það, sem skáldin sögðu almenningi þá um líf sitt og starf, hefur vakið meiri eftirtekt en búizt var við. í bréfum, sem mér hafa borizt þessu viðvíkjandi, er viðkvæðið eitt og hið sama hjá öllum: Meira af svo góðu ! — Og hvað skyldi vera því til fyrirstöðu ? Aukinn gagnkvæmur skilningur milli þjóðarinnar og skálda hennar getur aðeins orðið báðum aðiljum til blessunar. Og ég þykist þess fullviss, að skáldin mundu reyna að láta ekki sitt eftir liggja í því efni, ef landsmenn vildu mæta þeim á miðri leið. Mér er um megn að skýra frá því til nokkurrar hlítar í stuttri tímarits- grein, hvernig ég bý til skáldsögu. Tæknilega hliðin ein yrði mér nægt efni í heilan árgang af Helgafelli. Ég ætla því að sleppa henni alveg að þessu sinni, en reyna að lýsa nokkrum frumdráttum að sköpun einnar sögu minn- ar. Bók sú er íslenzkum lesendum lítið kunn, því að aðeins einn þriðji hluti hennar hefur birzt á íslenzku, og þeim hluta breytti ég allverulega, áður en bókin kom út á norsku. Hún heitir í frumútgáfu ..Gudinnen og oksen“ og var síðasta bókin, sem ég skrifaði á norsku; ég vann að henni í fimm ár og var hálft þriðja ár að skrifa hana. Um langt skeið hafði ég viðað að mér öllu, sem laut að menningarsögu elztu tíma og lesið það með gaumgæfni. Ég fikaði mig smám saman eins langt og unnt var aftur í hálfrökkur aldanna. Mér virtist allt benda á, að menningin væri eldri en saga hennar. Minningar mannkynsins, sem felast í helgisögum og ævintýrum, virðast allmargar lengra að komnar en svo, að hægt sé að finna þeim stað í sögu þessara sex þúsund ára, er vér vitum dálítil deili á. Þær benda út í óþekkta firrð, að minnsta kosti 14—20 ár-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.