Kjarninn - 07.08.2014, Blaðsíða 37

Kjarninn - 07.08.2014, Blaðsíða 37
03/05 álit verðbólga og verðtrygging Krónan veldur einnig hærri verðbólgu. Verðbólgan er mikil af því að við erum með litla og veika mynt. Á síðustu 60 árum hefur verðbólga verið um það bil 16% að meðaltali og verðlag á Íslandi hefur sexfaldast frá árinu 1986. Verðbólga hefur einnig valdið því að kaupmáttur hefur rýrnað afar mikið síðustu áratugi. Á síðasta aldarfjórðungi hefur kaupmáttur einungis aukist um 25-30% á meðan laun hafa hækkað um 355%. Frá árinu 1989 hafa því 92% launahækkana á Íslandi brunnið upp í verðbólgu. Hrun krónunnar árið 2009 tvöfaldaði lán í erlendum gjaldmiðlum og hækkaði verðtryggð húsnæðislán um tugi prósenta, vegna þess að verðbólgan rauk af stað við gengis- hrunið. Ímyndum okkur ef skuldir heimila hefðu lækkað um 20% árið 2009. Þá hefði 40 milljóna króna lán farið niður í 32 milljónir. Út af verðbólgunni væri þetta lán hins vegar komið upp í rúmlega 40 milljónir í dag. Verðtryggingin er afleiðing af krónunni, verðtryggingin er þannig óhjákvæmilegur fylgifiskur krónnunar. Það er helst í vanþróuðum ríkjum, sem búa við óstöðugan gjaldmiðil og mikla verðbólgu, sem almenn verðtrygging tíðkast. Fólk treystir sér hins vegar ekki til þess að lána peninga hérlendis nema lánin séu verðtryggð eða með mjög háum vöxtum vegna þess að það er svo mikil sveifla í hagkerfinu. Það er því ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamn- inga í viðkomandi mynt án verðtryggingar. Það að dæma verðtryggingu ólöglega leysir ekki lánavanda heimilanna, lánavandinn mun einfaldlega breytast og ekki endilega til hins betra. gengissveiflur og gjaldeyrishöft Gjaldeyrishöft kallast þau höft sem ríkið setur á gjaldeyrinn. Þetta þýðir að erlendir fjárfestar mega einungis taka ákveðna upphæð af peningum úr landinu. Þetta fælir erlenda fjárfesta og veldur meðal annars því að hér á landi er fjárfesting nú í sögulegu lágmarki. Höftin hindra það að fjármunir séu nýttir þar sem þeirra er mest þörf og valda því að innlendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.