Kjarninn - 07.08.2014, Blaðsíða 46

Kjarninn - 07.08.2014, Blaðsíða 46
03/04 pistill Í lok desember 2008 hófust stríðsaðgerðir Ísraels á Gaza- ströndinni og lauk í janúar með einhliða vopnahléi. Ísraelsher beitti hernaðarlegri yfirburðastöðu og fjölmargir almennir borgarar voru drepnir. Skorður sem SÞ, Bandaríkin og fleiri settu Ísrael þá voru sýnilega nógu rammar til að setja að- gerðinni mörk í tíma og skotmörkum. Nú er aftur herjað á Gaza og 72 klukkustunda vopnahlé, sem tilkynnt var af utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, virðir Ísrael ekki heldur gerir árás innan tveggja stunda. Skólar Sameinuðu þjóðanna reynast viðvarandi skotmörk. Að setja Ísrael mörk alþjóðalaga reynist stofnunum og stórveldum sem það vilja gera um megn. Af hverju? Uppgjör hrunsins og efnahagskreppunnar felur í sér á alþjóðavísu að herjandi ríki meta ekki einungis hvaða hættur steðji að þeim í varnarskyni heldur hversu langt þau geti gengið óáreitt í sóknarskyni. Stórskuldsett ríki í pólitískri kreppu missa vægi á alþjóðavettvangi. Hér á Íslandi ná fjölmiðlar alls ekki að miðla því hvernig Rússar og Ísraelsmenn sjá sig sjálf né hvernig forystufólk þessara ríkja skilgreinir markmið sín í opinberri umræðu heima fyrir. Af þessu þarf að segja fréttir. Ungverjaland er dæmi um land sem átti um margt sam- eiginleg örlög með Íslandi í hruninu. Ríkin fóru jafnsnemma til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og í báðum löndum varð gjald- miðilshrun til þess að skekkja hroðalega fasteignalán einstak- linga tekin í erlendum gjaldmiðli. Viktor Urban, forsætis- ráðherra Ungverjalands, er feimnislaus fasisti á valdastóli í hjarta Evrópu, hann styður Pútín og gefur lýðræðis kerfi evrópskra stofnana eins og það leggur sig langt nef. Kreppan sanni að þetta kerfi dugi ekki, þjóðríkin þurfi sterkari stjórn til að verjast efnahagsáföllum. Orðræða Urbans er bergmál frá þriðja áratugnum og hann vill vera bandamaður Pútíns. Á sama tíma minnkar líka lýðræðislegur stuðningur við þetta kerfi sem fasistinn Urban hafnar og það hvert sem aug- að eygir. Orðræða Urbans um ónýtt kerfi sem hafi ekki ráðið við hagstjórnina og fjármálavaldið getur virkað til rökstuðn- ings hvaða stefnu sem er. Vörum okkur á því!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.