Kjarninn - 07.08.2014, Blaðsíða 45

Kjarninn - 07.08.2014, Blaðsíða 45
02/04 pistill Á árunum eftir 1945 urðu til alþjóðastofnanirnar SÞ, AGS, NATO, Norðurlandaráð, Evrópuráðið með Mannréttindasátt- mála sinn og dómstól og efnahagsbandalagið sem nú heitir Evrópusambandið. Við lok kalda stríðsins gekk Rússland í Evrópuráðið eins og önnur ríki hins horfna Varsjárbandalags og „stækkunin til austurs“ varð í raun lýsing á friðsamlegri útbreiðslu frelsis og stjórnarskrárbundins lýðræðis um alla Evrópu. En hafi vestrið „unnið“ kalda stríðið og fyllst sjálfs- trausti til að beita heimslögregluvaldi á Balkanskaga og Mið-Austurlöndum á sl. 20 árum er tími þess sjálfstrausts nú liðinn. Og hafi kjör Baracks Husseins Obama 2008 eða arabíska vorið sem hófst 2010 fyllt margt fólk bjartsýni um lýðræðis- og friðartíð alþýðu drógust tjöldin snemma fyrir þann glugga gullinna tækifæra. Ein hættan sem jafnan stafar af fjármála- kreppum er að af þeim leiði stríðsátök. Hin trausta vissa hverfur og í staðinn kemur tómarúm. Mér verður ávallt minnisstætt hvernig Jean Claude Trichet, þá bankastjóri Seðlabanka Evrópu, tók til orða á vorfundi AGS í Washington vorið 2011 „að nú steðjaði mesta hætta að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar“. Mörgum fannst tveimur árum síðar hættan liðin hjá en slíkar viðvaranir rætast sjaldnast bókstaflega heldur í annarri útgáfu – sennilega vegna þess að samspil orsakasamhengis, atburðarásar og tíma er flóknara en nokkur mannleg spádómsgáfa nær fullum tökum á. Í ágúst 2008 hófst stríð í Evrópu milli Georgíu og Rússlands. Ótti ríkja eins og Eistlands og annarra við Eystrasalt var mikill en gleymdist snarlega þegar bankahrun yfirtóku alla athygli innan við mánuði frá því að vopnahlé var samið. Nú er stríðið í Úkraínu með Rússland sem virkan þátttakanda gengið svo langt að farþegaþota er skotin niður, hundruð manna drepin og það eitt að safna saman jarðneskum leifum og greftra reyn- ist alþjóðasamfélaginu nánast um megn. Af hverju? „En hafi vestrið „unnið“ kalda stríðið og fyllst sjálfstrausti IVX®QM¿IWW sjálfstrausts nú liðinn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.