Kjarninn - 07.08.2014, Side 45

Kjarninn - 07.08.2014, Side 45
02/04 pistill Á árunum eftir 1945 urðu til alþjóðastofnanirnar SÞ, AGS, NATO, Norðurlandaráð, Evrópuráðið með Mannréttindasátt- mála sinn og dómstól og efnahagsbandalagið sem nú heitir Evrópusambandið. Við lok kalda stríðsins gekk Rússland í Evrópuráðið eins og önnur ríki hins horfna Varsjárbandalags og „stækkunin til austurs“ varð í raun lýsing á friðsamlegri útbreiðslu frelsis og stjórnarskrárbundins lýðræðis um alla Evrópu. En hafi vestrið „unnið“ kalda stríðið og fyllst sjálfs- trausti til að beita heimslögregluvaldi á Balkanskaga og Mið-Austurlöndum á sl. 20 árum er tími þess sjálfstrausts nú liðinn. Og hafi kjör Baracks Husseins Obama 2008 eða arabíska vorið sem hófst 2010 fyllt margt fólk bjartsýni um lýðræðis- og friðartíð alþýðu drógust tjöldin snemma fyrir þann glugga gullinna tækifæra. Ein hættan sem jafnan stafar af fjármála- kreppum er að af þeim leiði stríðsátök. Hin trausta vissa hverfur og í staðinn kemur tómarúm. Mér verður ávallt minnisstætt hvernig Jean Claude Trichet, þá bankastjóri Seðlabanka Evrópu, tók til orða á vorfundi AGS í Washington vorið 2011 „að nú steðjaði mesta hætta að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar“. Mörgum fannst tveimur árum síðar hættan liðin hjá en slíkar viðvaranir rætast sjaldnast bókstaflega heldur í annarri útgáfu – sennilega vegna þess að samspil orsakasamhengis, atburðarásar og tíma er flóknara en nokkur mannleg spádómsgáfa nær fullum tökum á. Í ágúst 2008 hófst stríð í Evrópu milli Georgíu og Rússlands. Ótti ríkja eins og Eistlands og annarra við Eystrasalt var mikill en gleymdist snarlega þegar bankahrun yfirtóku alla athygli innan við mánuði frá því að vopnahlé var samið. Nú er stríðið í Úkraínu með Rússland sem virkan þátttakanda gengið svo langt að farþegaþota er skotin niður, hundruð manna drepin og það eitt að safna saman jarðneskum leifum og greftra reyn- ist alþjóðasamfélaginu nánast um megn. Af hverju? „En hafi vestrið „unnið“ kalda stríðið og fyllst sjálfstrausti IVX®QM¿IWW sjálfstrausts nú liðinn.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.