Kjarninn - 07.08.2014, Blaðsíða 20

Kjarninn - 07.08.2014, Blaðsíða 20
04/05 efNaHagsmál milljörðum króna. Skuldirnar höfðu þá hækkað um 55 pró- sent á tveimur árum, farið úr 541 milljarði króna. Samhliða því að nýju viðskiptabankarnir keyptu útlán fyr- irrennara sinna á niðursettu verði lækkuðu skuldir heimil- anna mikið og voru 513 milljarðar króna í nóvember 2009. Þorra þess afsláttar var svo komið til viðskiptavina þeirra í gegnum höfuðstólslækkanir vegna gengislánadóma, sértækr- ar skuldaniðurfellingar og 110 prósenta leiðarinnar. Frá þeim tíma hafa skuldir heimilanna við innlánsstofnanir hækkað jafnt og þétt og eru nú tæplega 714 milljarðar króna. Samhliða hefur gengið töluvert á innlán heimilanna. Þau hafa dregist saman um 136 milljarða króna frá lokum árs 2009, um tæpan fimmtung. Það þýðir að þjóðin hefur verið að nota sparnaðinn sinn til að takast á við eftirhretur hrunsins. Til viðbótar höfðu heimili landsins nýtt sér tímabundnar heimildir til að taka út séreignarlífeyrissparnað upp á um 100 milljarða króna í lok síðasta árs. Staðan í dag er því svona: sparnaður heimilanna hefur dregist verulega saman en heildarskuldir þeirra aukist umtalsvert. neyðarFundir haldnir Vegna ójöFnuðar sem ógnar rýmkun haFta Samhliða aukinni skuldsetningu heimila er ríkis- búskapurinn að glíma við skyndilegan, og stór- hættulegan, neikvæðan vöruskiptajöfnuð. Hann er að mestum hluta til drifinn áfram af mikilli lækkun útflutningstekna en líka af aukinni einkaneyslu. Það sem af er árinu 2014 er vöruskiptajöfnuður Íslands neikvæður um tíu milljarða króna. Það þýðir að virði þess sem við framleiðum og flytjum út er tíu milljörðum króna minna en það sem við flytjum inn og kaupum. Á sama tímabili í fyrra var vöruskipta- jöfnuður jákvæður um 25 milljarða króna. Viðsnún- ingurinn er því heilir 35 milljarðar króna. Þessi halli er mjög alvarlegur fyrir þjóðarbúið og samkvæmt heimildum Kjarnans telja margir hátt- settir aðilar innan Seðlabankans og stjórn kerfisins að neyðarástand ríki í þjóðarbúinu. Stjórnvöld tilkynntu nýverið skipan framkvæmdastjórnar um afnám hafta og hafa látið í það skína að vinna við rýmkun þeirra gæti hafist fljótlega. Það ójafnvægi sem er í vöruskiptum þjóðarinnar ógnar mjög þeim áformum. Heimildir Kjarnans herma að mikil fundarhöld hafi átt sér stað, meðal annars með aðkomu er- lendra sérfræðinga, vegna þessa ástands undan- farin misseri. Meðal þess sem ráðgjafarnir erlendu hafa verið að ræða við stjórnvöld er að ákveðin þjóðhagsleg skilyrði verði að vera til staðar til að hægt sé að rýmka höft. Eitt það mikilvægasta er að þjóðarbúið fái fleiri krónur fyrir framleiðslu sína en það borgar fyrir vörurnar og þjónustuna sem það flytur inn. er aukning útlána til heimila í mánuðinum eftir að skulda- niðurfellingaráform ríkis- stjórnarinnar voru tilkynnt. er aukning á einkaneyslu á fyrsta ársfjórðungi 2014. er aukning á veltu á húsnæðis markaði á milli ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.