Kjarninn - 07.08.2014, Síða 20

Kjarninn - 07.08.2014, Síða 20
04/05 efNaHagsmál milljörðum króna. Skuldirnar höfðu þá hækkað um 55 pró- sent á tveimur árum, farið úr 541 milljarði króna. Samhliða því að nýju viðskiptabankarnir keyptu útlán fyr- irrennara sinna á niðursettu verði lækkuðu skuldir heimil- anna mikið og voru 513 milljarðar króna í nóvember 2009. Þorra þess afsláttar var svo komið til viðskiptavina þeirra í gegnum höfuðstólslækkanir vegna gengislánadóma, sértækr- ar skuldaniðurfellingar og 110 prósenta leiðarinnar. Frá þeim tíma hafa skuldir heimilanna við innlánsstofnanir hækkað jafnt og þétt og eru nú tæplega 714 milljarðar króna. Samhliða hefur gengið töluvert á innlán heimilanna. Þau hafa dregist saman um 136 milljarða króna frá lokum árs 2009, um tæpan fimmtung. Það þýðir að þjóðin hefur verið að nota sparnaðinn sinn til að takast á við eftirhretur hrunsins. Til viðbótar höfðu heimili landsins nýtt sér tímabundnar heimildir til að taka út séreignarlífeyrissparnað upp á um 100 milljarða króna í lok síðasta árs. Staðan í dag er því svona: sparnaður heimilanna hefur dregist verulega saman en heildarskuldir þeirra aukist umtalsvert. neyðarFundir haldnir Vegna ójöFnuðar sem ógnar rýmkun haFta Samhliða aukinni skuldsetningu heimila er ríkis- búskapurinn að glíma við skyndilegan, og stór- hættulegan, neikvæðan vöruskiptajöfnuð. Hann er að mestum hluta til drifinn áfram af mikilli lækkun útflutningstekna en líka af aukinni einkaneyslu. Það sem af er árinu 2014 er vöruskiptajöfnuður Íslands neikvæður um tíu milljarða króna. Það þýðir að virði þess sem við framleiðum og flytjum út er tíu milljörðum króna minna en það sem við flytjum inn og kaupum. Á sama tímabili í fyrra var vöruskipta- jöfnuður jákvæður um 25 milljarða króna. Viðsnún- ingurinn er því heilir 35 milljarðar króna. Þessi halli er mjög alvarlegur fyrir þjóðarbúið og samkvæmt heimildum Kjarnans telja margir hátt- settir aðilar innan Seðlabankans og stjórn kerfisins að neyðarástand ríki í þjóðarbúinu. Stjórnvöld tilkynntu nýverið skipan framkvæmdastjórnar um afnám hafta og hafa látið í það skína að vinna við rýmkun þeirra gæti hafist fljótlega. Það ójafnvægi sem er í vöruskiptum þjóðarinnar ógnar mjög þeim áformum. Heimildir Kjarnans herma að mikil fundarhöld hafi átt sér stað, meðal annars með aðkomu er- lendra sérfræðinga, vegna þessa ástands undan- farin misseri. Meðal þess sem ráðgjafarnir erlendu hafa verið að ræða við stjórnvöld er að ákveðin þjóðhagsleg skilyrði verði að vera til staðar til að hægt sé að rýmka höft. Eitt það mikilvægasta er að þjóðarbúið fái fleiri krónur fyrir framleiðslu sína en það borgar fyrir vörurnar og þjónustuna sem það flytur inn. er aukning útlána til heimila í mánuðinum eftir að skulda- niðurfellingaráform ríkis- stjórnarinnar voru tilkynnt. er aukning á einkaneyslu á fyrsta ársfjórðungi 2014. er aukning á veltu á húsnæðis markaði á milli ára.

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.