Kjarninn - 21.08.2014, Blaðsíða 69

Kjarninn - 21.08.2014, Blaðsíða 69
05/06 menning Mitt í hrærigraut lista og hátíðarhalda buðu aðstand- endur LungA skólans hátíðargestum að fræðast meira um skólann, opnun hans og námið sjálft. Það sem tók á móti áhugasömum gestum var þó ekki glærusýning í þurrari kantinum og útprentanir með smáu letri. Þvert á móti var gestum boðið sæti í hring á gólfinu í myrkum sal og Jonatan hófst handa við að segja ævintýrasögu. Boðskapur ævintýris- ins var í anda stefnu og markmiða skólans og það gaf tóninn um hvernig þessi nýi skóli yrði rekinn – en jafnframt gaf það skýra vísbendingu um að hann verður sennilega eitt- hvað annað og meira, jafnvel raunverulegt ævintýri fyrir þá nemendur sem hefðu dug og þor í að sækja um. Nýverið lauk skráningu fyrir haustönn en hægt verður að skrá tilvonandi nemendur vorannar von bráðar og fræðast meira um námið á heimasíðu skólans. Húsið Heima Aðstandendur LungA skólans teygja jafnframt anga sína víðar um þorpið, en ásamt fleirum festu þau kaup á rúmgóðu húsi fyrir nokkrum árum og hafa staðið í ströngu síðustu misserin við að gera það upp. Húsið kalla þau HEIMA og er hlutverk þess margþætt, en í grunninn er það eins konar kommúna sem og aðsetur fyrir listamenn hvaðanæva að sem ýmist vinna saman eða í hver í sínu lagi og setja margir hverjir svip sinn á þorpið. Húsið vekur strax upp þægilega og kunnuglega tilfinningu þess að koma heim – andrúmsloftið er hlýtt, gott og bjart og tekur vel á móti manni. Líkt og bæði LungA skólinn og hátíðin býr HEIMA að þeirri gæfu að þar er ró og næði fyrir listamenn kommúnunnar að einbeita sér að verkum sínum og vinnu og er því afar ákjósanlegur dvalarstaður fyrir þá sem slíkt kjósa. Þó er húsið óvenju fjölsótt yfir hátíðardagana og ekki er þver- fótað fyrir listamönnum sem sumir hafa sótt sér innblástur í sitt nánasta umhverfi – náttúru Seyðisfjarðar. Meðal þeirra má nefna franska málarann Marine Arragain sem var meðal listamannanna sem sýndu í Norðursíld á LungA hátíðinni í ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.