Kjarninn - 21.08.2014, Blaðsíða 25

Kjarninn - 21.08.2014, Blaðsíða 25
02/03 ÞjóðmáL nokkru sinni gengið í gegnum. Sú vegferð var stöðvuð og núverandi ríkisstjórn mun ugglaust reyna allt sem í valdi hennar stendur til að grafa þá umsókn endanlega á þessu kjörtímabili. Það er þó fín lína að feta, enda fara um 80 pró- sent af útflutningi okkar til Evrópu og 60 prósent af því sem við flytjum inn koma þaðan. Vilja efla ees-samstarf Í staðinn fyrir að horfa á fulla aðild vill sitjandi ríkisstjórn efla samstarf Íslands við ríki Evrópusambandsins á grund- velli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), sem gekk í gildi árið 1994. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra hefur látið hafa það eftir sér opinberlega að efla verði hagsmunagæslu Íslands innan EES. Það verði gert með því að sjónarmið Íslands komi fram í löggjafarstarfi strax á fyrstu stigum málsins. Í Evrópustefnu Gunnars Braga er líka gert ráð fyrir stórefldu og góðu samstarfi við Norðmenn á vettvangi EES-samningsins. Til útskýringar veitir EES-samningurinn Íslandi nokkurs konar aukaaðild að innri markaði Evrópu án tolla og gjalda á allflestar vörur. Samningur- inn er því langmikilvægasti viðskiptasamningur þjóðarinnar. Þegar Ísland undirgekkst EES-samninginn fyrir 20 árum samþykkti landið líka að innleiða hið ófrávíkjanlega fjórfrelsi ESB: innan svæðisins sem samningurinn nær til gildir frjálst flæði fólks, varnings, þjónustu og fjármagns. Þegar Íslendingar innleiddu fjármagnshöft í kjölfar hrunsins brutu þeir gegn einni af þessum grunnstoðum, frjálsu flæði fjármagns. Hluti af aðildarferlinu að Evrópu- sambandinu, sem nú er í frosti, var að setja á fót samstarfs- vettvang þar sem unnið var að losun þessara hafta svo að skilyrðið væri uppfyllt. Evrópusambandið dró sig út úr þeim vettvangi þegar aðildarviðræður voru settar á hilluna. Ef þeim verður slitið mun sambandið líkast til setja fram kröfu um að Íslendingar uppfylli það. „Það er þó fín lína að feta, enda fara um 80 prósent af út- flutningi okkar til Evrópu og 60 prósent af því sem við flytjum inn koma þaðan.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.