Kjarninn - 21.08.2014, Síða 25

Kjarninn - 21.08.2014, Síða 25
02/03 ÞjóðmáL nokkru sinni gengið í gegnum. Sú vegferð var stöðvuð og núverandi ríkisstjórn mun ugglaust reyna allt sem í valdi hennar stendur til að grafa þá umsókn endanlega á þessu kjörtímabili. Það er þó fín lína að feta, enda fara um 80 pró- sent af útflutningi okkar til Evrópu og 60 prósent af því sem við flytjum inn koma þaðan. Vilja efla ees-samstarf Í staðinn fyrir að horfa á fulla aðild vill sitjandi ríkisstjórn efla samstarf Íslands við ríki Evrópusambandsins á grund- velli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), sem gekk í gildi árið 1994. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra hefur látið hafa það eftir sér opinberlega að efla verði hagsmunagæslu Íslands innan EES. Það verði gert með því að sjónarmið Íslands komi fram í löggjafarstarfi strax á fyrstu stigum málsins. Í Evrópustefnu Gunnars Braga er líka gert ráð fyrir stórefldu og góðu samstarfi við Norðmenn á vettvangi EES-samningsins. Til útskýringar veitir EES-samningurinn Íslandi nokkurs konar aukaaðild að innri markaði Evrópu án tolla og gjalda á allflestar vörur. Samningur- inn er því langmikilvægasti viðskiptasamningur þjóðarinnar. Þegar Ísland undirgekkst EES-samninginn fyrir 20 árum samþykkti landið líka að innleiða hið ófrávíkjanlega fjórfrelsi ESB: innan svæðisins sem samningurinn nær til gildir frjálst flæði fólks, varnings, þjónustu og fjármagns. Þegar Íslendingar innleiddu fjármagnshöft í kjölfar hrunsins brutu þeir gegn einni af þessum grunnstoðum, frjálsu flæði fjármagns. Hluti af aðildarferlinu að Evrópu- sambandinu, sem nú er í frosti, var að setja á fót samstarfs- vettvang þar sem unnið var að losun þessara hafta svo að skilyrðið væri uppfyllt. Evrópusambandið dró sig út úr þeim vettvangi þegar aðildarviðræður voru settar á hilluna. Ef þeim verður slitið mun sambandið líkast til setja fram kröfu um að Íslendingar uppfylli það. „Það er þó fín lína að feta, enda fara um 80 prósent af út- flutningi okkar til Evrópu og 60 prósent af því sem við flytjum inn koma þaðan.“

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.