Kjarninn - 21.08.2014, Blaðsíða 6

Kjarninn - 21.08.2014, Blaðsíða 6
03/05 Leiðari Þróunin sem hér sést er afleiðing af nýrri neysluhegðun. Þjóðin nær sér í fréttir og afþreyingu í gegnum tölvur og snjalltæki í stað þess að fletta pappír eða láta fóðra sig af fyrir fram uppraðaðri dagskrá. Þetta hefur Kjarninn fundið mjög vel. Stafræna tímaritið sem við höfum gefið út vikulega hefur verið lesið allt að 20 þúsund sinnum yfir vikuna þegar best hefur látið. Appinu okkar hefur verið halað niður 26 þúsund sinnum. Tugir þús- unda skoða heimasíðuna okkar í hverri viku. Yfir tíu þúsund manns hafa ákveðið að fylgja Kjarnanum á Facebook, um 2.300 manns fylgja honum á Twitter og yfir þúsund manns eru á póstlistanum okkar. Til allra þessara aðila höfum við náð nánast án þess að eyða krónu í markaðssetningu. traustið vantaði Allar mælingar sem við skoðuðum í aðdraganda útgáfu Kjarnans sýndu það að íslenskur almenningur treysti ekki þeim sem fluttu fréttir, að RÚV undanskildu. Þar spilaði margt inn í en líklega eru tvær helstu ástæðurnar eigenda- hópur stærstu miðlanna og það sem stundum er kallað þögult samráð um meðalmennsku í framsetningu frétta, sem endurspeglast í að þær snúist mun fremur um smelludólgað afþreyingargildi en blaðamennsku, með sem minnstum tilkostnaði fyrir eigendurna. Þeir sem að Kjarnanum standa töldu að þarna lægi tækifæri til að búa til fjölmiðil sem væri í eigu þeirra sem á honum starfa þar sem trúnaðurinn væri einvörðungu við lesendur og áhersla væri á gæði og dýpt með gagnrýnum greiningum á þeim umfjöllunarefnum sem við fjölluðum um. Allar mælingar sýna að þarna hefur okkur tekist vel upp. Í könnun sem gerð var á meðal háskólamanna, og sagt var frá í maí, kom fram að Kjarninn væri sá fjölmiðill í einkaeigu sem nyti langmests trausts. Einungis ríkismiðillinn mældist með meira traust. Sama var uppi á teningnum þegar kom að vantrausti, en einungis 3,9 prósent aðspurðra vantreystu Kjarnanum. Einungis hljóðvarp RÚV mældist með minna vantraust. Til samanburðar mældist vantraust gagnvart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.