Kjarninn - 21.08.2014, Síða 6

Kjarninn - 21.08.2014, Síða 6
03/05 Leiðari Þróunin sem hér sést er afleiðing af nýrri neysluhegðun. Þjóðin nær sér í fréttir og afþreyingu í gegnum tölvur og snjalltæki í stað þess að fletta pappír eða láta fóðra sig af fyrir fram uppraðaðri dagskrá. Þetta hefur Kjarninn fundið mjög vel. Stafræna tímaritið sem við höfum gefið út vikulega hefur verið lesið allt að 20 þúsund sinnum yfir vikuna þegar best hefur látið. Appinu okkar hefur verið halað niður 26 þúsund sinnum. Tugir þús- unda skoða heimasíðuna okkar í hverri viku. Yfir tíu þúsund manns hafa ákveðið að fylgja Kjarnanum á Facebook, um 2.300 manns fylgja honum á Twitter og yfir þúsund manns eru á póstlistanum okkar. Til allra þessara aðila höfum við náð nánast án þess að eyða krónu í markaðssetningu. traustið vantaði Allar mælingar sem við skoðuðum í aðdraganda útgáfu Kjarnans sýndu það að íslenskur almenningur treysti ekki þeim sem fluttu fréttir, að RÚV undanskildu. Þar spilaði margt inn í en líklega eru tvær helstu ástæðurnar eigenda- hópur stærstu miðlanna og það sem stundum er kallað þögult samráð um meðalmennsku í framsetningu frétta, sem endurspeglast í að þær snúist mun fremur um smelludólgað afþreyingargildi en blaðamennsku, með sem minnstum tilkostnaði fyrir eigendurna. Þeir sem að Kjarnanum standa töldu að þarna lægi tækifæri til að búa til fjölmiðil sem væri í eigu þeirra sem á honum starfa þar sem trúnaðurinn væri einvörðungu við lesendur og áhersla væri á gæði og dýpt með gagnrýnum greiningum á þeim umfjöllunarefnum sem við fjölluðum um. Allar mælingar sýna að þarna hefur okkur tekist vel upp. Í könnun sem gerð var á meðal háskólamanna, og sagt var frá í maí, kom fram að Kjarninn væri sá fjölmiðill í einkaeigu sem nyti langmests trausts. Einungis ríkismiðillinn mældist með meira traust. Sama var uppi á teningnum þegar kom að vantrausti, en einungis 3,9 prósent aðspurðra vantreystu Kjarnanum. Einungis hljóðvarp RÚV mældist með minna vantraust. Til samanburðar mældist vantraust gagnvart

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.