Kjarninn - 11.09.2014, Blaðsíða 16

Kjarninn - 11.09.2014, Blaðsíða 16
06/08 íþrÓttir Dómnefndinni þykir ósannað að Arnar hafi notið aðstoðar hjólreiðamannanna. Þá þykir dómnefndinni sömuleiðis ósannað að þeir hafi hvatt hann áfram, og að Arnar hafi svindlað eins og fullyrt sé í kærunni. Þá hafi hvergi komið fram að hann hafi þegið drykki úr hendi aðstoðar- eða fylgdarmanna. Arnar hafi lokið hlaupinu á tímanum 2:31:23 og hlotið fyrir það titilinn Íslandsmeistari í maraþoni karla 2014. Næsti Íslendingur á eftir hafi verið á tímanum 2:40:53 og því sé munurinn á milli níu mínútur og tuttugu sekúndur. Það er mat dómnefndarinnar að fylgd umræddra hjólreiða- manna hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu Íslandsmeistaramóts karla í maraþoni. Í úrskurði nefndarinnar segir ennfremur: „Þá er ljóst af viðræðum nefndarmanna við starfsmenn og áhorfendur í hlaupinu að það hafi borið á því að hjólað væri með þátttak- endum í hlaupinu. Hvort aðrir hlauparar sem fylgt var af hjólamönnum hafi þegið aðstoð eða drykki skal ósagt látið. Svo virðist sem fylgd á hjólum sé atriði sem stjórnendur Reykjavíkurmaraþons þurfi að taka á í framtíðinni [...]. Það er álit yfirdómnefndar að reglur hlaupsins mætti birta með skýrari hætti, meðal annars í leikskrá hlaupsins, ásamt því að vara um að brot á þeim geti leitt til brottvísunar úr hlaupinu.“ Í ljósi ofangreinds var það niðurstaða dómnefndar innar að ógilda ekki þátttökurétt Arnars Péturssonar í Reykja- víkurmaraþoninu, og því standa hin birtu úrslit hlaupsins óhögguð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.