Kjarninn - 11.09.2014, Blaðsíða 21

Kjarninn - 11.09.2014, Blaðsíða 21
02/07 SamkeppniSmál F orstjóri Múrbúðarinnar, Baldur Björnsson, segir Steinull hf., sem áður hét Steinullarverksmiðjan, stunda dulda álagningu sem gagnist eigendum hennar, Byko og Húsasmiðjunni, en skaði aðra sem keppa á byggingavörumarkaði. Hún fari fram með þeim hætti að eigendurnir taki framlegð sína af sölu steinullar út sem arðgreiðslur frá Steinull hf. í stað þess að leggja eðlilega á vöruna í verslunum sínum. Steinull hefur greitt Byko og Húsasmiðjunni samtals um 110 milljónir króna í arð á síðustu þremur árum. Einar Einarsson, for- stjóri Steinullar, hafnar ásökunum Baldurs með öllu. Hann segir stóran hluta veltu fyrirtækisins vera erlendis og að ákvarðanir um arðgreiðslur hafi ekki byggst á annarlegum sjónarmiðum í því skyni að standa vörð um stöðu eigendanna á samkeppnismarkaði. Meint brot Steinullar á skilyrðum sem sett voru fyrir eignarhaldi Byko og Húsasmiðjunnar á fyrirtækinu fyrir rúmum áratug eru í rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu. Gamla Húsasmiðjan – nýir eigendur tóku við Húsasmiðjunni á nýrri kennitölu fyrir tæpum þremur árum – hefur viður- kennt að hafa brotið gegn skilyrðunum. Ríkið á meðal stofnenda Undirbúningur að starfsemi Steinullarverksmiðjunnar á Sauðarkróki hófst snemma á níunda áratugnum og fyrsta framleiðsla hennar leit dagsins ljós síðla árs 1985. Helstu stofnendur voru íslenska ríkið, Sauðárkróksbær, finnska fyrirtækið Partek AB og Kaupfélag Skagfirðinga. Reksturinn gekk upp og ofan framan af. Meðal annars þurfti að auka við hlutafé félagsins nokkrum árum eftir að það hóf starfsemi. Skömmu eftir aldamót, nánar tiltekið í ágúst 2001, sam- þykkti byggðarráð Skagafjarðar að óska eftir formlegum viðræðum við aðra hluthafa í Steinullarverksmiðjunni um sölu á hlutabréfum í henni. Sveitarfélagið gerði öðrum eigendum í kjölfarið tilboð, sem ríkið hafnaði. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja árin 1998-2003 er fjallað nokkur ítarlega um það sem gerðist SamkeppniSmál Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.